Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Page 12

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Page 12
JÓN HELGASON, FORMAÐUR SUNDFÉLAGSINS SUÐURNES Jón Helgason. Árið 1989 var Sundfélagið Suður- nes stofnað upp úr sunddeild UMFN en það var gert þegar Sundmiðstöðin í Keflavík var tekin í notkun. Jón Helgason er formaður félagsins og var hann inntur eftir því hvað hefði breyst í sundmálum á Suðurnesjum á síðustu árum. „Breytingin hefur verið til góðs, sérstaklega fyrir sundfólkið en það verður að viðurkennast að ég er ekkert sérstaklega ánægður með að það skuli vera búið að stofna sunddeild að nýju í Njarðvík. Hrepparígurinn virðist því miður vera enn við lýði og það skemmir vissulega fyrir okkur. Þýski sundþjálfarinn, Martin, hef- ur reynst okkur mjög vel en hann er fullmenntaður þjálfari og Beate, unn- usta hans, íþróttfræðingur að mennt. Þau hafa verið að gera mjög góða hluti hér í Keflavík. Hún hefur komið af stað ungbarnasundi hér í Keflavík sem er nýjung í íslensku sundfélagi. Þegar hún er með þriggja mánaða börn fara fyrstu tímarnir í ákveðna uppbyggingu, láta börnin venjast vatninu og fá öryggistilfinningu. Best er að báðir foreldrar séu með í laug- inni. Tveggja ára gömul börn og eidri fá grunnkennslu í sundtökum og byggist þjálfun þeirra að mestu leyti á leikjum. Það er alveg frábært að sjá 8 ára börn og þaðan af yngri leika sér í lauginni. Leikirnir eru ekki bara út í bláinn heldur úthugsaðir og byggjast á grundavallarhreyfingum fyrir vænt- anlega kennslu. 10-12 ára börn hjá okkur eru flugsynd og það er svo áberandi hvað þau eru óhrædd við vatnið og sérstaklega gaman að fylgj- ast með hvernig þau vinna með það. Auk þessa bjóðum við upp á sund- kennslu fyrir ósynt fullorðið fólk og við ætlum líka að bjóða upp á tilsögn fyrir þá sem eru syndir. Um þessar mundireigum við í við- ræðum við Þroskahjálp og félag fatl- aðra á Suðurnesjum því við viljum koma á sundiðkun meðal þeirra. Vonandi fáum við að breyta gömlu sundhölIinni í Keflavíká þann hátt að hún verði aðgengileg fyrir fatlaða og þroskahefta. Við eigum við sama vandamál að stríða og flest önnur sundfélög — að vera stöðugt í ákveðnum „slag" við almenning um pláss í lauginni. Þetta er örugglega eina íþróttagreinin á landinu sem þarf að deila æfingasvæði sínu með almenningi. Við erum með fólk sem er að æfa fyrir Ólympíuleika og það þarf að rífast um brautir í lauginni til þess að geta æft. Það er öllum Ijóst að við erum með eitt öflugasta sundfélag landsins og margir af bestu sundmönnum lands- ins eru innan okkar vébanda. Nægir þar að riefna Eðvarð Þór, Magnús Má, Bryndísi, Arnar Frey og fleiri. Á innahússmeistaramóti fslands, sem fór fram í Vestmannaeyjum, settu strákarnir íslandsmet í öllum boð- sundgreinunum og við erum með fimm landsliðsmenn sem keppa um fjögur sæti í boðsundsgreinunum. Við eigum líka mjög efnilega sund- krakka og urðum í þriðja sæti á ald- ursflokkamótinu. Draumur okkar er að innilaugin, sem byrjað er á, verði kláruð en hún er með átta brautum og 25 metra löng. Það væri síðan óskandi að skólafólk og keppnisfólk í sundi hafi eingöngu aðgang að henni. Teygt og togað áður er lagt er í laugina. Liðleikinn skiptir miklu máli í þjálfun sundfólks og Keflvíkingar hafa greinilega ekki vanrækt þann þáttinn. 12

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.