Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Qupperneq 22

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Qupperneq 22
Berta Guðjónsdóttir er hér í fararbroddi föngulegra stúlkna í Æfingastúdeóinu. HEILBRIGÐI BERTA GUÐJÓNSDÓTTIR, EIGANDI ÆFINGASTUDEOS Á bæjarmörkum Keflavíkur og Njarðvíkur er Æfingastudeoið, giæsi- leg líkams- og heilsuræktarstöð. Eig- andi þess, Berta Guðjónsdóttir, segist hafa haft gífurlegan áhuga á líkams- rækt í 8-9 ár en hvers vegna skyldi sá áhugi hafa vaknað? „Eg var óánægð með sjálfa mig, taldi mig þurfa að losa mig við 20 kg og þaðhrinti mérafstað. Síðan hefég ekki stoppað. Um tveggja ára skeið kenndi ég aerobik í sal hjá öðrum en þessa stöð opnaði ég fyrir þremur ár- um." Æfingastudeoið er skemmtilega innréttað og fjörlegir litir og myndir lífga upp vistarverurnar. Þar er rúm- góður lyftingasalur, salur þar sem upplagt er að hita upp og gera teygju- æfingar, tveir Ijósabekkir, hvíldar- horn, aerobiksalur og skot fyrir krakka til að leika sér á meðan for- eldrarnir æfa. „Við bjóðum upp á margs konar aerobiktíma," segir Berta. „Við erum með hóp sem sam- anstenduraffólki sem vill létta sig um 20 kg eða meira. Þann hóp köllum við englakroppana. Við erum með tröppuþrek, fitubrennslu, aerobik með lóðum og fleira þannig að allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Hingaðsækja líka hjartasjúklingarog þeir sem vilja rólega leikfimi. Auk þessa erum við með fræðslu um nær- ingarfræði, bjóðum upp á leiðbein- ingar varðandi mataræði og búum til dagbók yfir mataræði sé þess óskað." — Hverjir sækja til ykkar? „Alls konar fólk á öllum aldri. íþróttahópar hafa sótt til okkar og nægir þar að nefna boltaíþróttamenn á undirbúningstímabilinu. Þegar við fáum inn fólk sem hefurekki stundað líkamsrækt fyrr könnum við vand- lega líkamsástand viðkomandi og metum það hvaða æfingar hann má ganga í gegnum. Byrjendum er aldrei hent inn í sal án leiðbeininga og sagt að fara að lyfta." — Er mikill áhugi meðal almenn- ings hér á Suðurnesjum fyrir líkams- rækt? „Það er alltaf ákveðinn kjarni sem „Það að fara f megrun er úrelt og blekkjandi," segir Berta. stundar líkamsrækt. Sumir æfa vel í nokkra mánuði og hvíla sig mikið þess á milli. Þeir sem vilja virkilega ná árangri verða að taka þetta jafn samviskusamlega eins og að tann- bursta sig." — Hvernig líður þér í dag — 20 kg léttari? „Ég er mun ánægðari en þó er erfitt að vera fullkomlega sátt. Annars er mjög gaman að upplifa það hvaða árangri fólk nær með sjálft sig. Einn misst 12 kg á mánuði og 20 kg í það heila og það er ekkert einsdæmi. Við höfum þann háttinn á að sá engla- kroppur sem missir flest kílóin í 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.