Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Side 24

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Side 24
„ÞETTA VAR ALLT GERT AF ÁST OG ÁHUGA" Það er varla hægt að skrifa um íþróttir í Keflavík án þess að minnast á þann mann sem var aðalhvatamað- urinn að stofnun íþróttabandalags Keflavíkur árið 1956. Hann heitir Hafsteinn Guðmundsson og er for- stöðumaður Sundmiðstöðvarinnar í Keflavík í dag. Það má í raun segja að Hafsteinn sé algjört félagsmálatröll því hann hefur víða komið við. Hann er uppal- inn Valsmaður og lék með öllum flokkum félagsins, bæði í fótbolta og handbolta um margra ára skeið. Hann lék 150 meistaraflokksleiki með Val í knattspyrnu á 14 árum (1942-'55), á fjóra landsleiki að baki ogvarsíðan landsliðseinvaldur í 5 ár. Hann var í stjórn HSÍ um tíma, for- maður handknattleiksráðs Reykja- víkur, sat í stjórnum hjá Val, þjálfaði víða og svo mætti lengi telja. Það hefur margt á daga Hafsteins drifið síðan byrjaði í boltanum en heyrum stuttlega í honum sjálfum. „Ég var svo mikill Valsmaður að ég hékk á Hlíðarenda öllum stundum á mínum yngri árum. Eftir að ég lauk prófi frá íþróttaskólanum á Laugar- vatni kallaði Þorsteinn Einarsson, íþróttafulItrúi ríkisins, mig á sinn fund og óskaði eftir því að ég gerðist íþróttkennari á Suðurnesjum. Hann valdi sér frískan fótboltastrák til þess að fara þangað því það var ekkert íþróttahús til á Suðurnesjum og átti kennslan því að byggjast upp á knatt- spyrnuiðkun utanhúss. Ég kenndi í HAFSTEINN GUÐMUNDSSON, AÐALHVATA- MAÐURINN AÐ STOFNUN ÍBK Garðinu, Sandgerði og Keflavík — tvo daga á hverjum stað fyrir sig. Það gerði ég í þrjá vetur en lék jafnframt áfram með Val. Ferðir mínar suður með sjó gerðu það að verkum að ég gifti mig til Keflavíkur og þegar ég flutti þangað endanlega hafði ég strax hug á því að gera Keflavík að sérstöku íþróttahéraði. Knattspyrnu- lið frá íþróttabandalagi Suðurnesja samanstóð af mönnum af öllum skaganum en ég vildi stofna sérstakt bandalag í Keflavík. Það varð úr að íþróttabandalag Keflavíkur var stofn- að árið 1956 og ég var kosinn for- maður þess. Þeirri stöðu gegndi ég reyndar næstu tuttugu árin. Á þessum árum var mesta áherslan lögð á knattspyrnuna en hér var þó ágætis sundlið, frískir frjálsíþrótta- krakkar og sjálfur gutlaði ég áfram í handbolta með ÍBK. Reyndar tók ég fram skóna aftur hér í Keflavík og lék með ÍB K þar til ég var að verða fertug- ur. Á tímabili var ég þjálfari, fyrirliði, þjálfaði yngri flokkana og gegndi öðrum stöðum. Þá var þetta allt gert af ást og áhuga án nokkurra greiðslna. ÍBK lagði strax mikla áherslu á yngri flokkana og árið 1959 varð 4. flokkur ÍBK íslandsmeistari. Uppistaða þess liðs skipaði síðan gullaldarliðið sem stóð sig einstak- lega vel á árunum 1964 til 1975. Á þeim árum stóðum við einmitt í hvað mestri baráttu við Val um íslands- meistaratitilinn. Liðinu gekk vel og tók þátt í Evrópukeppni sjö ár í röð sem þýðir að það hefur þá ýmist lent í 1. eða 2. sæti í deildinni á þessum árum." — Ertu sáttur við þróunina í ÍBK frá því þú dróst þig í hlé? „Já, ég held ég geti verið það. Ég er vitanlega ekki ánægður með gengi ÍBK í fótboltanum en það er verið að vinna vel í yngri flokkunum og það á eftir að skila sér." 24

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.