Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Síða 30

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Síða 30
LIIMUIMIMI GUÐNI KJARTANSSON, KNATTSPYRNU- ÞJÁLFARI Hvers vegna hefur ÍBK ekki náð að fylgja eftir árangri gullaldariiðsins í knattspyrnu frá árinu 1973? (ÍBK varð s/ðast íslandsmeistari árið 1973 og það ár var Guðni Kjartansson kjörinn íþróttamað- ur ársins) „Þegar meistaraflokki gekk sem best, í upphafi áttunda áratugarins, var eins og yngri flokkarnir hafi setið dálítið á hakanum. Þegar meistara- flokksmennirnir lögðu síðan skóna á hilluna, hver á fætur öðrum, byrjaði Guðni Kjartansson. að halla undan fæti og ákveðið áhugaleysi varð ríkjandi. Upp frá þessu hefur liðið átt erfitt uppdráttar. Margiraf bestu leikmönnum 3. flokks á sínum tíma tóku körfuboltann fram yfir fótboltann og nægir þar að nefna Jón Kr. Gíslason og Guðjón Skúlason sem voru báðir mjög góðir í fótbolta. Ég og margir leikmenn, sem ég lék með, voru líka ýmist í handbolta eða körfubolta en þó var fótboltinn ávallt númer eitt. Núna er þessu öfugt farið. Ungu strákarnir fengu fljótt að spreyta sig með meistaraflokki f körfubolta og það gerði útslagið að fótboltinn misst marga góða leik- menn inn í hús. Hin síðari ár hafa risið hér íþróttahús sem gerir það að verkum að fleiri íþróttagreinar eru í boði og slagurinn um iðkendurna hefur harðnað. Ég held líka að forráðamenn knatt- spyrnunnar í Keflavík hafa sofnað á verðinum. Þegar bestu fótboltastrák- arnir fengu brennandi áhuga á körfu- bolta hefði átt að örva þá til að iðka knattspyrnu með margvíslegum hætti. Þeirfóru í utanlandsferðir með körfunni og þar var margt í boði á meðan knattspyrnuáhugamenn trúðu því statt og stöðugt að þeir kæmu alltaf aftur í fótboltann. Það gerðist einfaldlega ekki. í dag þýðir ekki að hugsa sem svo „Einu sinni var...." Það þarf að halda mönnum við efnið og ævintýrin geta verið fljót að gleymast." GLÆSILEG AÐSTAÐA FYRIRALLA ALDURSHÓPA • 25 metra útisundlaug • Sérstök barnalaug • Heitir Pottar Opnunartímar: • Buslupottar fyrir börn Mánudaga - föstudaga Laugardaga Sunnudaga kl. 07:00-21:00 kl. 08:00 -18:00 kl. 09:00 -16:00 • Veitingasalur Sundmiðstöðin í Keflavík 30

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.