Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Qupperneq 34

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Qupperneq 34
Félagar Magnúsar í GYM 80 taka tröllið með trompi. „Ég var frekar stór þegar ég fæddist, eða 19 merkur, og þrekinn krakki. Annars ætla ég að fara að þyngja mig núna um ein tíu kíló. Ef ég ætla að bæta árangur minn í kraftlyftingum verð ég að þyngja mig töluvert." Fótastyrkur Magnúsar þykir minn- ar á fótastyrk fíls, þótt í útliti eigi þeir fátt sameiginlegt, en hann hefur mest Iyft 400 kg í hnébeygj u m. „ Ég get best trúað því að styrkleikann í fótunum megi rekja til þess að ég fór varla af reiðhjóli fyrr en ég var 15 ára gamall. Það að hjóla daginn út og inn styrkir mann gríðarlega þótt maður finni ekki svo mikið fyrir því." Magnús á ættir sínar að rekja aust- urá land en hann fæddistá Egilsstöð- um fyrir rúmum 28 árum. Móðir hans heitir Elsa Jónsdóttir en faðir hans, Magnús Ver Ólafsson, fórst í elds- voða þegar Magnús var ófæddur. Nafnið „Ver" segir Magnús að sé stytting úr nöfnunum Verónika og Vera sem voru skildar þeim feðgum. Fyrstu ár ævinnar bjó hann ásamt móður sinni, ömmu og afa í sveit í Jökuldal í Norður-Múlasýslu en eftir stuttan stans í höfuðborginni flutti hann á Seyðisfjörð, þá tólf ára gamall. Atján ára snerti Magnús fyrst lóð og hann var ekkert að tvínóna við hlutina því tíu árum síðar er hann orðinn sterkasti maður heims. — Hvernig líður mönnum þegar þeir eru sterkastir allra þeirra fimm 34 milljarða sem ganga um á tveimur jafnfljótum í veröldinni? Magnús brosir enda engin ástæða til annars þvíhann hefuraðeinsborið titilinn „sterkasti maður heims" í nokkrar vikur. „Bara nokkuð vel. Það er voðalega erfitt að dæma um það hvort þessi nafnbót eigi rétt á sér en allavega heitir mótið Worlds Strong- est Man. Hvort ég sé sterkasti maður heims er erfitt að segja til um. Pétur Gúðmundsson kastar kúlu t.d. lengra en ég — er hann þá sterkari? Reyndar er mótið þannig uppbyggt að það reynir á styrk, þol, krafta, útsjónar- semi, tækni og fleira þannig að það að vera með sterkafæturdugareittog sér ekki til sigurs. Það eiga allir möguleika í svona móti." — Ertu strax farinn að finna fyrir öfund í þinn garð frá keppinautum þínum hér heima? „Ég veit ekki hvað skal segja. Mór- allinn er þannig í kraftlyftingunum að þar gleðjast allir þegar félaganum gengur vel." HEF EKKI TAPAÐ FYRIR HjALTA í ÞRJÚ ÁR — Heldurðu að Hjalti Úrsus sé ekki fúll yfir því að vera enn og aftur númer tvö á íslandi. Fyrst á eftir Jóni Páli og svo á eftir þér? „Hjalti starfaði við mótið úti og þar lýsti hann því yfir að hann vildi að ég ynni. Kannski sagði hann þetta af því hann ætlar að halda stórt mót hér heima á næsta ári og þá er það besta auglýsingin fyrir mótið að segja að sterkasti maður heims keppi þar. Jú, auðvitað hlýtur það að vera svekkj- andi fyrir Hjalta að vera númer tvö. Viljaekki allirvera númereitt? Málið er bara það að ég hef æft vel og skynsamlega. Annars hef ég ekki bor- ið lægri hlut fyrir Hjalta í þrjú ár þannig að hann var númer þrjú um nokkurt skeið." — Hvað er það sem Hjalta skortir? „Hjalti á sínar sterku hliðar en þegar maður þarf að keppa í mörgum greinum koma veiku hliðarnar í Ijós. Hann á það til að detta niður í sum-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.