Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Qupperneq 37

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Qupperneq 37
hefur mest lyft 1017,5 kg en fyrir það fékk hann 507 stig af því að hann er mun þyngri en Magnús Ver. Árangur íslendinga í keppninni „Worlds Strongest Man" síðustu árin hefur verið einstaklega glæsilegur. Jón Páll hefur fjórum sinnum unnið titilinn, tvívegis lent í öðru sæti og einu sinni í því þriðja. Hann átti reyndar að vera fulltrúi íslands á mót- inu í ár sem var haldið í Tenerife á Kanaríeyjum en vegna meiðsla var kallað á Magnús Ver með fimm vikna fyrirvara. HEFÐI GETAÐ SLEPPT SÍÐUSTU GREININNI — Hver voru viðbrögð manna þegar þú birtist, sem varamaður frá íslandi, og skýtur öllum keppinaut- unum aftur fyrir þig? Eru menn ekki aðverða þreyttirá þessum kraftajötn- um frá íslandi? „í sögu þessa móts hefur það aldrei gerst að varamaður annars, frá sama landi, fari með sigur af hólmi. Það verður að segjast eins og er að menn voru undrandi og sumir drullufúlir yfir því að mér gekk svona vel. Eg náði strax öruggri forystu og lét hana aldrei af hendi. Sigraði reyndar í þremur af fyrstu fjórum greinunum og hefði getað sleppt þeirri síðustu — en unnið samt. Þar sem Magnúsi er óheimilt að segja frá einstökum greinum keppn- innar fyrr en BBC hefur sýnt frá keppninni fellst Lilja, konan hans, á að segjafrá því hvernigeiginmannin- um vegnaði í hverri grein fyrir sig. „Fyrsta var keppt í hleðslu. Þeir hlóðu sex 100 kg hlutum upp á pall en þurftu fyrst að hlaupa með þá níu metraupp í móti. Hann sigraði íþess- ari grein. Önnur greinin fólst í því að lyfta tunnum upp fyrir höfuð og þær voru líka misþungar. Hann sigraði í þess- ari grein. Þriðja greinin var trukkadráttur, sem flestir kannast við. Flestir hinna keppendanna voru ekki undir 140- 150 kg og þar sem Magnús er mun léttari en þeir átti hann erfiðara um vik. Hann hafnaði í fjórða sæti. Fjórða greinin var réttstöð u I y fta og hann sigraði í henni. Fimmta greinin fólst í því að hlaupa með sandpoka þrjátíu metra og keyra hjólbörur með 600 kg í til baka. Magnús varð annar. Sjötta greinin fólst í því að halda þungum hlutum með útréttum örm- um. Það stóð til að þyngd hlutanna yrði 12,5 kg en vegna mistaka voru þeir 16 kg og við því bjuggust þeir ekki. Með 12,5 kg halda menn út í mínútu en sumir gáfust upp með 16 kg eftir tæpar 20 sekúndur. Magnús náði að halda út í 37 sekúndur og varð annar. Sjöunda greinin fólst í því að hlaupa á milli tunna og lyfta fimm mismunandi þungum, hnöttóttum steinum upp á tunnur. Magnús stakk alla af með fyrstu fjóra steinana en hafði ekki handleggi til þess að ráða við þann fimmta. Tveir keppendur gerðu það hins vegar og því varð hann þriðji í þessari grein. Áttunda og síðasta greinin fólst í því að draga um 500 kg bát við bryggju upp dálítinn halla. Magnús hefði ekki þurft að keppa í þessu vegna þess að hann var með yfir- burðarforystu en lét sig samt hafa það og varð annar." — Voru hinir keppendurnirfúlir út í þig, Magnús? „Daninn var svekktur en ég skil ekki af hverju. Ég hef aldrei tapað fyrir honum en samt var hann betri en ég átti von á." — Æfir þú öðruvísi en aðrir kraft- lyftingamenn? „Hugsanlega. Ég æfi allavega mjög oft. Vanalega æfi ég bak og fæt- ur á sömu æfingunni og tek síðan brjóstkassann, magann og handlegg- ina áannarri æfingu. Þetta kostar það að ég er oft fjóra tíma á æfingu. Það kemur mér til góða í keppni því ég hef svo gott úthald." 37
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.