Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Síða 38

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Síða 38
— Geturðu gefið okkur dæmi um það hvernig þú æfir — t.d. hnébeygj- ur? „Ég tek þungar hnébeygjur aðeins einu sinni i viku og tek svo 60% af þeirri þyngd einhvern annan dag í vikunni. Vanalega geri ég 8 endur- tekningar í 3-4 settum. Þegar ég er með miklar þyngdir geri ég 5 endur- tekningar og gef allt í þær. Eftir að hafa tekið miklar þyngdir létti ég töluvert og tek 8 endurtekningar." Ef ég ætti að ráðleggja, knattspyrn- umönnum t.d., myndi ég mæla með að æfa hnébeygjur á fimm daga fresti og ekki gera þær þannig að menn liggi dauðir á eftir. Það sem skiptir mestu máli í hnébeygjum er að sprengja eins hratt upp og hægt er og fylgja vel eftir — eins háttog hægter. Ef menn hægja á sér þegar þeir eru á leið upp með lóðin nýtist æfingin ekki nema um 80%. Knattspyrnu- menn og aðrir íþróttamenn ættu ekki að fara mikið niður fyrir 90 gráður þegar þeir gera hnébeygjur. Það sem er líka mikilvægt er að menn eiga að sníða sér stakk eftir vexti og taka bara þær þyngdir sem þeir ráða við. Ein endurtekning gefur ekkert og þær verða því í minnsta lagi að vera þrjár." — Gætir þú hugsað þér að gerast atvinnumaður í kraftakeppnum? „Já, en það er fjarlægur draumur eins og er þótt allt geti gerst. O.D. Wilson hefurhaft atvinnuaf þessu og meðal annars er hann einn af lífvörð- um Michaels Jackson. í kjölfar þessa titils gefst mér vonandi tækifæri til þess að vinna að einhverju leyti fyrir mér með því að taka þátt í mótum erlendis." — Færðu einhvern stuðning hér heima? „Þeir sem hafa stutt við bakið á mér eru Hi-Tec, GYM 80, ÚÍA, Aust- urland, Seyðisfjarðarbær, Jarlinn, Hreysti og Stáliðjan, þar sem ég vinn núna. Yfirmenn Stáliðjunnar sýna mér mikinn skilning og gefa mig frí þegar ég þarf þess með. Mér finnst ánægjulegt að þeir fyrir austan hafa ekki gleymt mér. Svo hefur Ólafur M. Ólafsson, föðurbróðir minn, styrkt mig einn og sér." — Hvernig mundir þú vilja æfa og hvers konar stuðning þyrftir þú til þess að eiga þess kost? „Helst myndi ég vilja æfa tvisvar sinnum á dag og til þess að það sé 38 Sterkasti maður heims þarf víst líka að vinna. hægt þyrfti ég að fá styrk upp á eina og hálfa milljón á ári. Þetta erfjarlæg- ur draumur en samt útiloka ég ekkert ennþá." — Margir segja; Miklir vöðvar — litlar gáfur. Hefurðu heyrt þetta? „Já, maður heyrir svo margt. Það segir sig sjálft að menn þurfa að hafa eitthvað í kollinum til þess að ná þessum árangri. Eigum við ekki bara að segja að undirrót svona setninga sé öfund?" — Þú ert væntanlega orðinn þreyttur á allri umræðu um lyfjanotk- un lyftingamanna og borðar bara þinn hafragraut og tekur þitt lýsi? „Auðvitað er það leiðinlegt þegar allir vel vaxnir menn eru stimplaðir á þennan hátt. Ég er sá íslendingur, í þessu sporti, sem hefur oftast farið í lyfjapróf. Ég hef keppt svo mikið er- lendis, alveg frá því í unglingaflokk- um að ég er alltaf að pissa í glas." — Þekkirðu einhverja íslenska íþróttamenn sem hafa notað ólög- lega lyf? „Ekki nema ívar Hauksson. Hann játaði það opinberlega — ekki satt?" — Finnst þér eitthvað heilla þig sem þú átt eftir að upplifa? „Ég hef ekki enn farið á sjóskíði og þori það varla." — Hverjir eru þínir bestu félagar í sportinu? „Jón Páll Sigmarsson, Kjartan Guðbrandsson og Jón B. Reynisson. Með þessum strákum æfi ég." — Hverjar eru þínar bestu stundir þegar stöngin er í hvíld? „Ég á mínar bestu stundir með dóttur minni sem er þriggja ára." — Hvað langar þig í í jólagjöf? „Nú fórstu alveg með það! Nýjan bfl," svarar hann þó eftir nokkra þögn. „Núna ek ég um á Toyota Camry '85." — Áttu þér eitthvert draumatak- mark í lífinu? „Að endast nógu lengi í þessu sporti." Að lokum spurði ég Magnús Ver hvernig það væri að vera frægur á íslandi. Hann svaraði því til að það væru helst litlir guttar sem tækju eftir honum. „Ég veit ekki hvort það er gott eða slæmt að vera frægur," svar- aði hann aðspurður. „Ég held að það sé ekki svo slæmt á Islandi. Varla þurfa menn lífverði og víggirðingar umhverfis heimili sín." ÁRANGUR MAGNÚSAR Á ER- LENDUM VETTVANCI 1985 Þriðja sætið á heimsmeistara- móti unglinga í kraftlyftingum. Þriðja sætið á Evrópumeistara- móti unglinga í kraftlyftingum. 1986 Þriðja sætið á Evrópumeistara- móti unglinga í kraftlyftingum. 1988 Annað sætið á Le Defi Mark Ten- mótinu. 1989 Fyrsta sætið á Evrópumeistara- mótinu í kraftlyfingum. Fyrsta sætið á Pure Strength- rnótinu. 1990 Þriðja sætið á Evrópumeistara- mótinu í kraftlyftingum. Annað sætið á Pure Strength- mótinu. Annað sætið á World Muscle Power Championship. Þriðja sætið á Le Defi Mark Ten- mótinu. 1991 Fyrsta sætið á Evrópumeistara- mótinu í kraftlyftingum. Besti árangur yfir alla flokka á sama móti. Stigahæstur allra á mótinu. Og sérstök verðlaun fyrir bestu „lyftari" mótsins. Þriðja sætið á World Muscle Power Championship. Fyrsta sætið á Worlds Strongest Man.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.