Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Síða 47

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Síða 47
Mauri Oksanen sæmdur Gullmerki ÍSÍ. daga. Stefnt er að því að hafa eina vináttuhelgi. Það er full ástæða til að hvetja félög og einstaklinga til að taka þátt í þessu þarfa og skemmtilega verkefni. Trimmhópar víða um land. Trimmnefnd ÍSÍ hafa borist þó nokkrar beiðnir um aðstoð við að koma af stað trimmhópum í hinum ýmsu byggðarlögum landsins. Nú þegar hefur Trimmnefndin aðstoðað hóp fólks á Hólmavík við að koma slíkum hóp af stað. Pví vill Trimm- nefnd ISI hvetja alla þá er hafa áhuga á að stofna svona hópa, er hafa það að markmiði að stunda holla hreyf- ingu og útiveru, og vantar aðstoð við að koma þeim af stað að hafa sam- band við Trimmnefndina því hún er reiðubúin til að aðstoða. Þetta er mjög ánægjuleg þróun sem er að eiga sér stað því það virðist sem fólk sé að verða meira meðvitað um gildi hollrar hreyfingar og útiveru ásamt hollu mataræði. Nýr forseti íþróttasambands Islands. Við fráfall Sveins Björnssonar, for- seta ISI, tók Ellert B. Schram, varafor- seti, við embætti forseta ÍSÍ. Ellert var kjörinn varaforseti ÍSÍ á síðasta Iþróttaþingi. Þá varð Árni Þór Árna- son, sem var fyrsti varamaður í fram- kvæmdastjórn ÍSÍ, aðalmaður í stjórninni en varamenn eru 5 talsins og fer röð þeirra eftir atkvæðamagni er þeir hlutu við kosningu á íþrótta- þingi. Þeim Ellert og Árna er óskað vel- farnaðar í þessu mikla og vandasama starfi. Þing sérsambanda Nú er sá tími þegar sérsambönd ÍSI halda sín ársþing og hefur Sundsamband Islands þegar haldið sitt þing og var það haldið á Selfossi. Tennissambandið verður með sitt þing 19. okt. í Reykjavík. í nóvember munu Hestaíþróttasambandið, Frjálsíþróttasambandið og Knatt- spyrnusambandið halda sín þing. HÍS mun halda sitt þing í Húnavalla^kóla 9. nóv. FRI verður með sitt þing á Laugarvatni 23. nóv. og Knattspyrnu- sambandið heldur sitt um mánaðar- mótin nóv./des. á Höfn í Hornafirði. Á þessari upptalningu sést að sérsam- böndin virðast í ár vera mikið með þing sín úti á landi og er það mjög ánægjulegt að geta dreift þingstöð- um. Finnskir íþróttaleiðtogar sæmdir heiðursmerkjum ÍSÍ Samstarfsfundur íþróttasam- banda Norðurlandanna var haldinn í Vierumaki í Finnlandi um miðjan september s.l. Fundinn sátu af hálfu ISI Sigurður Magnússon, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ, og Sigurður Jóak- imsson, stjórnarmaður ISI. Við það tækifæri voru tveir af for- ystumönnum finnska íþróttasam- bandsins, formaðurinn Jukka Gunila og framkvæmdastjórinn Mauri Oks- anen, sæmdir heiðursmerkjum ISl. Þeir hafa báðir tekið virkan þátt í nor- rænu samstarfi í fjölda ára og eiga áratuga starfsferil að baki í forystu- sveit finnskra íþrótta. Hverabakarí Heiðmörk 35, 810 Hveragerði S 98-34179 Útsölustaðir: Höfn, Selfossi, Hagkaup, Reykjavík, Mikligarður, Reykjavík, KRON, Eddufelli, Verslunin Hveragarður, Hveragerði, Verslunin Kjarabót, Selfossi.

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.