Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Qupperneq 50

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Qupperneq 50
BRASSAR I UMBRO ANDLITIÐ A VELLINUM Bjarni á hjólinu — andlitið sem flestir kannast við en fáir þekkja Bjarna Sigursteindórsson, starfs- mann Laugardalsvallar og -hallar þekkja flestir íþróttamenn. Hann er 74 ára gamall og satt best að segja væri frekar tómlegt um að litast í Laugardalnum ef maður ætti þar leið um og sæi hvergi Bjarna á hjólinu. Bjarni segist hafa byrjað sinn feril á íþróttavellinum sem starfsmaður í Hálogalandi upp úr 1960 og nokkru seinna á Melavellinum. Um þessar mundir vinnur hann í Höllinni og á Laugardalsvellinum og sömuleiðis á gervigrasvellinum fimm daga vik- unnar. — Við hvað starfaðir þú á árum áður? „Eg vann í Haraldarbúð og síðar í Heildverslun Haraldar Arnasonar í 40 ár." — Hvert er þitt uppáhaldslið í íþróttum? 50 „Ég er alinn upp á Framnesvegin- um og hef þess vegna alltaf verið KR- ingur. Égæfði nú aldrei neinar íþrótt- ir en maður var mikið í fótbolta á völlunum í Vesturbænum. Ég var nú ekki mikið í félagsstörfunum en þó rukkaði égfélagsgjöld fyrir KR f nokk- ur ár." — Hvernig líst þér á KR í dag, í knattspyrnunni? „Yngri flokkarnir standa sig mjög vel. KR er íslandsmeistari bæði í 2,- og 3. flokki en það er kominn tími til að fá titil í meistarflokki." — Þú hefur væntanlega séð marga leiki um ævina, eru einhverjir sér- stakir leikir þér minnisstæðir? „Ég get nú ekki tekið neinn leik út sérstaklega ég hef séð svo marga skemmtilega leiki. Nú orðið horfi ég mikið minna á íeikina en áður." Brasilíska landsliðið í knatt- spyrnu hefur gert samning við UMBRO fyrirtækið og leikur því í Umbro búningum á næstu árum. Að auki mun fyrirtækið sjá lands- liðsmönnum fyrir æfingabúning- um og öllu tilheyrandi. Umbro hefur verið að færa út kvíarnar á undanförnum árum og eru mörg stórlið á samningi hjá fyrirtækinu. Nægir þar að nefna enska og skoska landsliðið, Tottenham, Napoli, Inter Milan og Ajax. Þess má geta að brasilíska landsliðið lék í Umbro búningum þegar liðið varð heimsmeistari ár- ið1970. Brassar hafa verið þekktir fyrir léttleikandi knattspyrnu í gegnum tíðina og bindur Umbro miklar vonir við liðið á næstu ár- um. Umboðsaðili Umbro á ís- landi er Sportvöruverslunin Ást- und og fulltrúar þess hafa átt í samningaviðræðum við nokkur þekkt lið hérá landi sem bendirtil þess að Umbro sé að hefja innreið sína í íslenska knattspyrnu. Texti: Atli Hilmarsson — Hvernig eru kynni þín af íþróttamönnunum? „Þetta er allt sómafólk en um- gengni íslenskra íþróttamanna mætti vera betri. Maður sér það þegar út- lendingar koma hingað til keppni. Þeir eru miklu hreinlegri en íslend- ingarnir." — Hafið lent í einhverjum vand- ræðum með áhorfendur? „Nei, ég held að fólk sé að róast. Hér áður fyrr þurfti oft að fylgja dóm- urum út af Melavellinum þegar að áhorfendur gerðu aðsúg að þeim." — Hjólarðu alltaf jafn mikið? „Já, ég fer yfirleitt allt á hjólinu. Það er nú stutt að fara í vinnuna núna eftir að ég flutti inn íSigtún. Efveðrið er gott hjóla ég í bæinn, svo horfi ég stundum á leiki á KR-, Vals- og Fram- vellinum."
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.