Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Side 53

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Side 53
skorari. Njarðvíkingar hafa misst Gunnar Örlygsson til Þórs á Akureyri en fengið í staðinn Jóhannes Krist- björnsson sem ætti að fylla skarð hans og vel það. Það eina sem háir kannski liðinu, er að leikmennirnir eru ekki nógu hávaxnir. Þjálfari er Friðrik Rúnarsson. KR: KR-ingar, Bikarmeistararnir frá því í fyrra, mæta til leiks með nýj- an útlending, John Bear, sem virðist ætla að falla vel inn í leikskipulagið sem Birgir Guðbjörnsson þjálfari hef- ur verið að æfa. KR-ingar hafa fengið ívar Webster aftur og á hann örugg- lega eftir að styrkja liðið mikið. Axel Nikulásson ætlar að halda áfram að leika og það á eftir að reynast KR vel í vetur. KR liðið er með nijög góða breidd með þá Pál Kolbeinsson, Guðna Guðnason og hinn efnilega Hermann Hauksson, Axel og Bear í fararbroddi. Það sem þeir eiga í mest- um erfiðleikum með eru sennilega fráköst og vörn á móti stórum leik- mönnum. TINDASTÓLL: Það er skarð fyrir skildi að Pétur Guðmundsson skuli ekki leika lengur með Tindastól. Við sáum það í fyrra að þegar Pétur lék nieð var liðið í toppbaráttu en þegar hann datt út vegna meiðsla missti lið- ið flugið. Það mun mæða mikið á Val Ingimundarsyni sem leikmanni og þjálfara og Tékkanum Ivan Jonas sem skilaði hlutverki sínu vel í fyrra. Þá nýtti hann sér Pétur mjög vel en nú, þegar Pétur er ekki, verður hann að taka á sig meiri ábyrgð. Liðið hefur ekki nógu mikla breidd og leikmenn hafa verið óheppnir með meiðsli. Einnig er Sverrir Sverrisson á íþrótta- kennaraskólanum á Laugarvatni og getur lítið sem ekkertæft með liðinu. Það veikir liðið. Tindastóll er með góðan heimavöll sem á eftir að verða þeim dýrmætur í vetur. SNÆFELL: Þeir héldu sér í deild- Bræðurnir Sturla og Gunnar Örlygssynir leika með Þór í vetur en liðið er til alls líklegt. inni í fyrra á ævintýralegan hátt og markmiðið hjá þeim núna er að halda sér í deildinni. Hreinn Þorkels- son þjálfari ætlar að hætta að leika með liðinu, Ríkharður Hrafnkelsson hefur lagt skóna á hilluna og Brynjar Harðarson, sem lék mjög vel með þeim í fyrra, er farinn til Keflavíkur þannig að þeir hafa misst mjög mikil- væga menn. í staðin hafa þeir fengið Karl Guðlaugsson frá Í.R. og Rúnar Guðjónsson frá Haukum. Það er mik- ill áhugi fyrir körfubolta í Stykkis- hólmi og liðið er alltaf erfitt heim að sækja. Tim Harvey leikur áfram með Snæfelli. SKALLAGRÍMUR: Þeir komu upp úr mjög jafnri l.deild sem er langt á eftir Úrvalsdeildinni í getu, út frá því ættu þeir að falla beint aftur en þeir hafa æft vel og mér sýnist Birgir Michaelsson vera að vinna gott starf sem þjálfari og leikmaður. Þeir hafa fengið til liðs við sig mjög öflugan Sovétmann, Maxim Krupachev, sem er mjög góður varnarmaður og sér- lega öruggur leikmaður. Það sannaði hann íEvrópuleikjunumtveimursem hann lék með Njarðvík, sem láns- Franc Booker leikur með Val í vetur. Hann hefur verið meiddur en fáir standast honum snúninginn þegar hann nær sér á flug. Nýliðar Skallagríms frá Borgarnesi eiga væntanlega erfiðan vetur fyrir höndum. maður, í haust. Liðið er að mestu óskrifað blað og fyrsta ár þeirra í Úr- valsdeildinrti gæti reynst þeim erfitt. KEFLAVÍK: Ég býst við Keflvíking- um mjög svipuðum og í fyrra þar sem þeir voru í úrslitum þæði í deild og bikar. Þeir eru með mjög góðan hóp og sennilega með mestu breiddina af öllum liðunum í deildinni. Falur Harðarson og Guðjón Skúlason eru við nám í Bandaríkjunum en í staðin hafa þeir fengið Brynjar Harðarson frá Snæfelli og Nökkva Má frá Banda- ríkjunum. Jón Kr. Gíslason er þjálfari og prímus mótor í leik liðsins, sem ásamt landsliðsmönnunum Sigurði Ingimundarsyni, Albert Óskarssyni, 53

x

Íþróttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.