Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Qupperneq 58

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Qupperneq 58
Gísli á sínu „þribja heimili" — sundlaugunum. TRIMMSKÁLD Á REIÐHJÓLI í SUNDLAUGUNUM „Við köllum okkur Nesquick." — rætt Gísla Gíslason, maraþonhlaupara og keppanda í þríþraut „Ég sagði einhvern tímann við kunningja minn; „Synd að ég skyldi ekki hafa byrjað fyrr því ég hef svo gaman af þessu". Hann sagði strax að þá væri ég löngu hættur." Gísli Gísla- son, 38 ára gamall framkvæmda- stjóri, er einn fjölmargra íslendinga sem marka ekki spor sín á íþróttasíð- ur dagblaðanna reglulega eða eru ekki að keppast við að slá met með íþróttaiðkun sinni. Reyndar sigraði hann í þríþraut síðastliðið sumar í flokki 35 ára og eldri og er því ís- landsmeistari í einni yngstu íþrótta- grein hér á landi. „Ég kláraði þríþrautina á einum klukkutíma, fjórtán mínútum og einhverjum sek- úndum en íslandsmótið var haldið í Hrafnagili." Gísli bjó á Ólafsfirði fyrstu 20 ár ævinnar og lék knattspyrnu með Leiftri en eftir að hann flutti suður lék hann blak með Víkingi í nokkur ár. „Fyrir um það bil 10 árum fann ég að mig var farið að vanta orku og þá byrjaði ég að hlaupa. Upp frá því „versnaði" hlaupabakterían með ár- unum," segir Gísli og brosir. „Hreyf- ingin framkallaði slíka vellíðan að ég gat hreinlega ekki hætt. Vegalengd- irnar jukust smám saman og ég tók þátt í hálf-maraþoni í fyrsta eða ann- að skiptið sem Reykjavíkurmaraþon- ið var haldið. Mér fannst það bæði erfitt og langt. Undirbúningur minn fyrir síðasta maraþon hófst 30. apríl og ég hljóp heilt maraþon að þessu sinni. Mér fannst það létt ef ég á að vera hreinskilinn en það var vegna þess að undirbúningurinn hafði verið strangur." Gísli varð í 7. sæti af íslendingun- um í Reykjavíkurmaraþoninu en hann keppti líka í þríþraut í sumar — reyndar í fjögur skipti. „Ég keppti í fyrsta skipti í þríþraut í fyrra, þegar keppt var í Hrafnagili fyrir norðan. Þar mætti ég með gamla reiðhjólið mitt þegar aðrir voru á sérstökum keppnishjólum. Ég varðekki síðastur en mitt fyrsta verk eftir keppnina var
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Íþróttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.