Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 20202 FRÉTTIR Kjötafurðastöð Kaupfélags Skagfirðinga og Fjallalamb á Kópaskeri: Engar ákvarðanir um afurðaverð – Gert ráð fyrir erlendu starfsfólki en meiri tilkostnaði við að koma því til landsins „Stefna okkar er að gera ávallt okkar besta í að greiða raunhæft afurðaverð sem byggir á markaðs- og rekstrarlegum forsendum,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðu- maður Kjötafurðastöðvar KS. Ákvörðun um afurðaverð í kom­ andi sláturtíð hjá KS liggur ekki fyrir, en búið er að gefa út álags greiðslur fyrir fyrstu vikurnar. Hann segir þó líklegt að farið verði yfir það og metið hvort þörf sé á endurskoðun á því sem áður hefur verið kynnt. Það yrði gert fljótlega. Ágúst segir að birgðastaða verði í lágmarki þegar slátrun hefst í haust og því minni þörf á útflutningi. „Það er eins og gengur að sumt fellur með, annað á móti. Við erum að meta þetta og ræða við okkar helstu kaupendur um hvernig verð geti þróast í haust. Þegar það liggur fyrir þá munum við gefa út upphafsverð og meta það svo þegar fram líður hvort við getum bætt einhverju við, eins og verið hefur,“ segir Andrés. Líklegt að slátrun hefjist 24. ágúst Stefnt er að því að hefja slátrun hjá KKS dagana 24. eða 25. ágúst en nokkru síðar hjá SKVH á Hvammstanga, eða 7. september. Ágúst kveðst vonast eftir sambærilegu innleggi og á liðnu hausti en félagið gæti bætt við sig. Aukinn kostnaður við að koma fólki til landsins Hvað mönnun sláturhúsa varðar segist hann gera ráð fyrir að leysa málin með erlendu vinnuafli líkt og verið hefur undanfarin ár. „Aðalmálið er að finna út úr því hvað við þurfum að gera til að koma manskapnum til okkar, vinna það í tíma til að gæta fyllsta öryggis í sóttvörnum vegna kórónuveirunnar. Hvernig sem á það er litið þá mun fylgja því aukinn kostnaður,“ segir Ágúst. Sú breyting verður þó á í haust að nýsjálenskir slátrarar verða ekki að störfum hjá KKS í haust og því þarf að þjálfa annað starfsfólk í þær stöður sem þeir áður gegndu. „Við munum að öllum líkindum fara aðeins hægar af stað með minni slátrun hvern dag,“ segir hann. Fjallalamb tjáir sig ekki um viðmiðunarverð LS Sláturtíð hjá Fjallalambi á Kópaskeri hefst 15. september og henni lýkur í lok október. Hugsanlega verður einhver forslátrun fyrr, að sögn Björns Víkings Björnssonar fram­ kvæmda stjóra. Hann segir að margir af starfs­ mönnum fyrri ára hafi sótt um vinnu í sláturtíð hjá Fjallalambi en kórónuveiran hafi veruleg áhrif þar á. „Það snýst allt um það að koma eins og mögulegt er í veg fyrir að smit komist inn í fyrirtækið. Þess vegna vil ég frekar ráða fólk sem býr á Íslandi, en það er lítið sótt um.“ Björn Víkingur segir birgðastöðu fyrirtækisins nokkuð góða. Hann vill ekki tjá sig um viðmiðunarverð sem Landssamtök sauðfjárbænda gáfu út fyrir nokkru. „En hækkun til bænda hlýtur að vera háð væntingum okkar um hækkanir úti á markaði,“ segir Björn Víkingur. /MÞÞ Ágúst Andrésson. Þriðji sláttur á Suðurlandi Sláttur hefur gengið mjög vel á Suðurlandi það sem af er sumri. Margir kláruðu fyrsta slátt snemma, annar sláttur er hafinn á einhverjum bæjum og reiknað er með að bændur, að minnsta kosti undir Eyjafjöllum og í Landeyjum, nái þriðja slætti þar sem fyrst var byrjað. „Ég er aðeins hissa á hvað rúllu­ heys kapurinn heldur velli þar sem stæðu gerðin er spennandi kostur og lítið eða ekkert plast. En rúlluhey­ skapur hefur marga kosti enda er hann fljótlegur og menn geta nýtt glýjur og verið sjálfbjarga,“ segir Sveinn Sigurmundsson, fram kvæmdastjóri Búnaðar sambands Suðurlands. /MHH Rúlluheyskapur. Mynd / MHH Stofna skrifstofu landbúnaðarmála Atvinnuvega- og nýsköpunar- ráð uneytið auglýsir laus embætti þriggja skrifstofustjóra en með ráðning unum á að efla fag skrif- stofur ráðuneytisins og skerpa á skiptingu málaflokka. Frá 1. október nk. verða þrjár nýjar fagskrifstofur settar á fót í stað tveggja. Um er að ræða skrifstofu land búnaða rmála, skrifstofu matvælaöryggis og fiskeldis og skrifstofu sjávarútvegsmála. Á hverri skrifstofu um sig munu starfa 8–10 manns. Skrifstofa landbúnaðarmála fer m.a. með málefni er varða búvöru samninga, landbúnaðarland, starfsskilyrði landbúnaðar, grein ingar og þátttöku í gerð viðskiptasamninga. Á skrifstofu matvælaöryggis og fisk eldis verða málefni sem varða heilbrigði afurða landbúnaðar og sjávar útvegs, dýravelferð og fiskeldis í hafi og á landi. Hæfniskröfur eru m.a. meistara­ próf á háskólastigi sem nýtist í starfi. Umsóknar frestur er til 12. ágúst en sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðherra skipar í embættin til fimm ára frá 1. október 2020. /TB Björn Víkingur Björnsson. Greiðslumiðlunarfyrirtækið Korta heldur eftir kreditkortagreiðslum aðila í ferðaþjónustu: Ekki fengið greitt í marga mánuði Greiðslumiðlunarfyrirtækið Korta hefur haldið til baka kredit - korta greiðslum til ferða þjónustu- fyrirtækja innan vébanda Ferða- þjónustu bænda og fleiri aðila í ferða þjónustu. Dæmi eru um að fyrirtæki hafi ekki fengið greidd- ar kreditkortafærslur í marga mánuði. Ólöf Hallgrímsdóttir hjá Voga­ fjósi ehf. segir að Korta hafi ekki borgað þeim út greiðslur sem greiddar hafa verið með kreditkort­ um. „Korta borgar okkur allar debet ­ greiðslur samkvæmt samningi en kreditgreiðslur virðast koma eftir geð þóttaákvörðunum fyrirtækis­ ins. Þeir hafa aðeins verið að borga okkur út undanfarið en af og frá að þeir hafi gert það samkvæmt gild­ andi samningi.“ Jóhannes Már Sigurðsson, lög­ fræðingur Vogafjóss ehf., segist hafa verið í sambandi við Korta og lagt fram beiðni um hvort þeir séu tilbúnir að færa samninginn við Vogafjós um dagleg uppgjör til fyrra horfs en það voru þeir sem breyttu honum einhliða. „Að þeirra sögn er verið að fara yfir það og þeir segja að næsta greiðsla eigi að koma fljótlega. Lögmæti þess að breyta samningnum er enn í skoðun og ólíklegt að niðurstaða eða álit um það verði komin fyrr en eftir nokkra daga. Við bíðum einnig eftir svari þeirra um kröfu Vogafjóss um að upprunalegur samningur standi og verði virtur. Korta ber því við að sökum COVID­19 hafi aðstæður breyst og að því sé þeim heimilt að breyta samningnum. Ég er því enn að meta réttarstöðu Vogafjóss og vonandi skýrist hún á næstu dögum.“ Fleiri að lenda í þessu Sölvi Arnarsson, bóndi að Efstadal II og formaður Félags ferða þjón­ ustu bænda, segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hafi sé það rétt að greiðslumiðlunar­ fyrirtækið Korta hafi ekki gert upp greiðslukortagreiðslur við marga af félagsmönnum í Félagi ferða­ þjónustubænda samkvæmt samn­ ingi. „Ég hef upplýsingar um sjö af okkar bæjum sem hafa lent í þessu, en ég hef líka heyrt um að það séu fleiri en okkar fólk sem ekki fær greitt. Upphæðirnar sem um ræðir eru misjafnar eftir fyrirtækjum. Sú hæsta sem ég hef heyrt er um 15 milljónir.“ Að sögn Sölva er Félag ferða­ þjónustubænda með lögfræðing sem er búinn að skoða málið í nokkra mánuði. „Samkvæmt þeim upplýs­ ingum sem ég hef hefur Korta ekki greitt út neinar fyrirframgreiðslur sem fyrirtækið gæti hugsanlega orðið skaðabótaskylt fyrir nema að undangenginni skoðun á bókhaldi fyrirtækisins sem á að fá greiðsl­ una. Slík krafa er að öllu leyti mjög óeðlileg.“ Búið að veita þjónustu en ekkert greitt Bryndís Óskarsdóttir hjá Ferða­ þjónust unni Skjaldarvík segir að Korta hafi haldið til baka öllum kredit korta greiðslum til þeirra frá því um mánaða mótin mars og apríl. „Ég er ekki bara að tala um fyrirfram­ greiðslur heldur öllum kreditkorta­ greiðslum sem við höfum tekið á móti síðan þá og í dag eigum við inni hjá þeim heilmiklar fjárhæðir sem virkilega skipta máli fyrir lítið fyrirtæki eins og okkar. Umræddar fjárhæðir sem Korta heldur eftir bera litla eða enga vexti á meðan okkar fyrirtæki þarf að fjármagna sig með dýrum lánum í gegnum banka. Samkvæmt svörunum sem við höfum fengið segist Korta vera að vernda rétt korthafa sem hafa greitt fyrir fram með kreditkorti en það sem þeir halda eftir frá okkur eru bæði greiðslur fyrir veitta þjónustu sem og fyrirframsölu, sem er nánast einvörðungu svokallaðar óendur­ kræfar bókanir, en við höfum í ljósi aðstæðna boðið þeim gestum sem áttu hjá okkur slíkar bókanir að fá inneignarnót.“ Að sögn Bryndísar er hún búin að skipta um kortafyrirtæki. Bryndís hafði samband við blaðið skömmu áður en það fór í prentun og sagðist hafa verið að fá tilkynningu frá Kortu um að hún fengi hluta greiðsln­ anna, sem þeir hafa haldið eftir, fljótlega. Fleiri gististaðir í sömu sporum Guðjón Árnason, sem rekur Downtown Reykja vík Apartments, segir að Korta skuldi sér rúmar 5 milljónir króna frá því í mars. „Hluti skuldarinnar er vegna fyrirframgreiddrar þjónustu en það sem stendur eftir frá því í mars er löngu frá­ gengið við ferðamenn frá þeim tíma, annaðhvort sem inneign eða sem endur­ greiðsla, en Korta heldur pening unum enn þá. Upphaflega var skuldin 17 millj­ ónir króna en af henni standa 5 milljónir eftir hjá Korta og án allra forsenda. Það sem meira er að ég veit um mörg önnur fyrirtæki í ferða þjónustu sem eru í sömu stöðu. Félag hótel­ og gistihúsaeigenda er farið að vinna í málinu með okkur.“ /VH Kreditkortagreiðslur frá greiðslu­ mið l unar fyrirtækinu Korta til rekstrar aðila Vogafjóss berast ekki samkvæmt samningi. Mynd / Vogafjós Korta hafnar ásökunum um ólögmætar aðgerðir Bændablaðið leitaði til greiðslu- miðlunarfyrirtækisins Korta vegna fullyrðinga um að fyrirtækið héldi eftir kreditkortagreiðslum vegna fyrirframgreiddrar þjónustu. Í yfirlýsingu frá Korta segir: „Korta bendir á að vegna COVID­ 19 faraldursins og áhrifa á ferða­ þjónustuaðila hafi félagið kallað eftir upplýsingum um fyrirframsölu frá viðskiptavinum og framkvæmt nýtt áhættumat, sem í sumum tilvikum hafi haft áhrif á uppgjörstíðni. Langflestir viðskiptavinir hafi sýnt þessum aðgerðum skilning. Aðeins hafi fáeinir aðilar neitað að skila gögnum. Ástæða aðgerðanna er mögu­ leg endurkröfuáhætta Korta vegna fyrirframsölu ferðaþjónustuaðila. Sú meginregla gildir í viðskiptum að neytandi sem hefur greitt fyrir þjónustu sem hann fær ekki notið, á eftir atvikum og að uppfylltum skilyrðum hverju sinni, rétt til endurgreiðslu. Þessi regla er meðal annars áréttuð í skilmálum alþjóð­ legu greiðslukortafyrirtækjanna, Visa og Mastercard, sem færsluhirð­ ar eins og Korta starfa eftir, og er grundvöllur þess trausts sem notk­ un greiðslukorta byggir á. Í þessu felst að korthafi getur gert kröfu um endurgreiðslu þjónustu sem greitt hefur verið fyrir, ef söluaðili getur af einhverjum ástæðum ekki veitt þjónustuna, burtséð frá afbókunar­ skilmálum bókunar. Af þessum sökum áskilur Korta sér, líkt og aðrir færsluhirðar, rétt til að kalla eftir upplýsingum og framkvæma áhættumat til að meta endurkröfuáhættu. Korta hafnar því að aðgerðir félagsins stangist á við lög eða séu óeðlilegar. Þvert á móti eru heimildir til upplýsingaöflunar og til að halda eftir uppgjöri í fullu samræmi við lög um greiðsluþjónustu og reglur um eðlilega og heilbrigða viðskiptahætti. Aðgerðirnar byggja á skýrum ákvæðum í skilmálum Korta og verklagi sem viðhaft er hjá færsluhirðum um heim allan. Slíkar heimildir eru enn fremur eðlilegar til að gera Korta kleift að hafa skýra yfir­ sýn yfir endurkröfuáhættu félagsins gagnvart söluaðila og til að takmarka áhættu. Mikils misskilnings gætir í um ræð unni um eðli færsluhirðingar og endurkröfurétt korthafa. Félagið hefur fullan skilning á erfiðum aðstæð um margra ferðaþjónustuaðila og hefur eftir fremst megni reynt að taka tillit til þeirra við úrlausn mála. Korta áréttir að allir fjármunir sem félagið móttekur eru tryggilega varð­ veittir á sérgreindum vörslureikningi í samræmi við gildandi lög.“ /VH Afkoma MS batnar Samkvæmt ársreikningi Mjólkur- sam sölunnar fyrir 2019 batnaði afkoma hennar frá árinu þar á undan. 167 milljón króna hagnað- ur var á starfsemi MS á síðasta ári. Ari Edwald, forstjóri MS, segir að afkoma af reglulegri starfsemi eftir skatt sé sú sama 2018 og 2019, eða hagnaður upp á tæpar 170 milljónir króna. „Munur á niðurstöðu milli ára felst í gjaldfærslu árið 2018 á sekt Sam keppniseftirlitsins vegna meintra brota á samkeppnislögum. Það mál er nú fyrir Hæstarétti en gjaldfærsla var engu að síður framkvæmd þegar héraðsdómur lá fyrir. „Ég tel niðurstöðuna á síðasta ári viðunandi miðað við aðstæður. Það voru engar verðhækkanir á sölu­ vörum MS á árinu 2019 en miklum kost naðar hækkunum var mætt með hagræðingu,“ segir Ari Edwald. /VH

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.