Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 38

Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 38
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 202038 Í júní síðastliðnum frumsýndi BL nýjan rafmagnsbíl sem ber nafnið MG ZS EV. Um síðustu helgi gafst mér kostur á að prófa bílinn. Satt best að segja var ég mun ánægðari með bílinn eftir aksturinn en áður en ég prófaði hann! Samkvæmt orðabók er þetta ekki jeppi eða jepplingur Ég er ekki vanur að byrja bíla um­ fjöllun á neikvæðum nótum, en nú verð ég: Að nota villandi og rangan texta til að fá fólk til að skoða bíla er ekki meðmæli með kynningu á nýjum bílum. Við sem teljum okkur vera ábyrga „bílablaðamenn“ eigum ekki að taka þátt í lygunum með því að kalla eindrifsbíla jepplinga, jeppa eða smájeppa. Í kynningartexta um bílinn segir á heimasíðu BL: „MG ZS EV er 100% rafdrifinn fimm manna fram hjóladrifinn og ríkulega búinn smájeppi.“ Maður á ekki að ljúga, þetta er ekki jeppi, jepplingur eða smájeppi! Til að nota orðið jeppi verður bíllinn, fyrir mér a.m.k. (og samkvæmt orðabók), að vera fjórhjóladrifinn. BL til varnar þá er það ekki eina umboðið sem hefur ranglega kynnt bíla sem jeppa, jepplinga eða smájeppa sem eru bara með drif á einum öxli. Niðurtalning á kílómetrum af rafhlöðu tiltölulega rétt Þegar ég fékk bílinn til prufuaksturs hafði hann verið í prufuakstri yfir daginn og því ekki fullhlaðinn. Samkvæmt mælaborði átti ég að geta komist 212 km. Vitandi það að með mínu aksturslagi væri þetta ekki sá kílómetrafjöldi sem ég kæmist. Fyrir fram taldi ég mig varla ná helmingi af þessum kílómetrum af fenginni reynslu af rafmagnsbílum, en eftir 84 km sýndi aksturstölvan mér að ég ætti 120 km eftir á rafhlöðunni. Greinilegt að þessi bíll var að telja niður meira í takt við minn akstur í samanburði við aðra rafmagnsbíla sem telja hraðar niður. Þrátt fyrir að ég hafi verið með hita í sætum, ljós kveikt, mest í sportstillingunni og fleira sem talið er eyða miklu rafmagni. Kraftmikil vél og mikið af öryggisbúnaði Samkvæmt bæklingi á vélin að skila 143 hestöflum. Þessi hestöfl skila bílnum úr kyrrstöðu upp í umferðarhraða á mun skemmri tíma en minn 178 hestafla bíll sé hann stilltur á sportstillinguna (snerpustillingar eru þrjár: eco, normal og sport. Uppgefin hröðun úr 0 í 100 er 8,2 sek.). Í bílnum er mikið af öryggis­ og þægindabúnaði, s.s. hraðastillir sem fylgir bílnum á undan, akreinalesari, blind hornsvari, neyðar bremsu aðstoð og sjálfvirk neyðarhemlun, hemla jöfnun, brekku aðstoð og margt fleira. Að keyra bílinn er ljúft, sætin eru góð og bíllinn rennur áfram nánast hljóðlaust. Í hefðbundinni hávaðamælingu á 90 km hraða mældist hávaðinn inni í honum 68–70 db (sem er betra en margir aðrir rafmagnsbílar sem ég hef mælt). Á malarvegi er bíllinn frekar stífur, en bíllinn sem var prófaður var á 17 tommu felgum og nánast enginn prófíll í dekkjunum (Comfort bíllinn kemur á 16 tommu felgum og á hærri dekkjum sem ætti að vera betra á möl). Tiltölulega lítið smásteinahljóð heyrist undir bílnum á malarvegum. Frábær kaup í þessum bíl MG Comfort er á verði frá 3.990.000 kr. (sá ódýrari) og bíllinn sem prófaður var heitir Luxury og kostar 4.390.000 kr. Gott verð miðað við hvað mikið er í bílnum af alls konar aukabúnaði. Vel hljóðeinangraður, gott að keyra – þá er þetta verð mjög gott! (Þetta er í fyrsta sinn, síðan ég prófaði Jaguar­rafmagnsbílinn, að mig langar að eiga bílinn sem ég prófa). Ekki alveg gallalaus Bíllinn er samt ekki alveg galla­ laus. Það þarf að kveikja afturljósin þegar bjart er úti svo að maður sé löglegur í akstri. Við það dofna svo mikið öll ljós í mælaborðinu að erfitt er að sjá sumt í mæla­ borðinu. Svo er það þessi hefð­ bundna kvörtun mín þegar ekkert varadekk er í bílnum að bíllinn fær hjá mér mínus fyrir það. VÉLABÁSINN Þyngd 1.491 kg Hæð 1.644 mm Breidd 1.809 mm Lengd 4.314 mm Helstu mál og upplýsingar Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is MG ZS EV – 100% rafdrifinn fimm manna fólksbíll MG ZS EV er 143 hestöfl og á að komast 263 km á einni hleðslu. Myndir / HLJ Hliðarspeglar eru ágætir og með viðvörunarljósi ef einhver er á blinda svæðinu. Það fer ekki mikið fyrir rafmagnsvélinni í samanburði við hefðbundnar dísil- eða bensínvélar. Þakglugginn gefur möguleika á stjörnu- og norðurljósaskoðunartúrum með haustinu. Sá sem hér mátar aftursætið er um 1,85 m á hæð og enn er gott fótapláss. Við hávaðamælingu inni í bílnum mældist hann ekki nema 68-70 db sem er mjög gott.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.