Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 8
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 20208 FRÉTTIR Þóra Sif Kópsdóttir, bóndi í Ystu-Görðum á Snæfellsnesi: Mikil vinna og puð að súta skinn en skemmtilegt – Fékk hugmyndina á þungarokkshátíðinni Eistnaflugi „Það er nóg að gera og þetta er virkilega skemmtilegt. Það að súta skinn er á við góðan sál fræði tíma,“ segir Þóra Sif Kópsdóttir, bóndi í Ystu-Görðum í gamla Kolbeins- staðahreppi í Borgar byggð, sem hefur undanfarin ár verið önnum kafin við þá iðju. Á Ystu-Görðum er rekið sauð- fjárbú með um eitt þúsund vetrar- fóðraðar kindur. Þóra hefur alla tíð haft gaman af handverki, hún hefur hin síðari ár einbeitt sér að afurðum sauðkindarinnar, sútar, vinnur með horn og ull og þá er kjöt selt beint frá býli. Eistnaflug uppspretta góðra hugmynda „Hugmyndin kviknaði á Eistnaflugi,“ segir Þóra um tilurð þess að hún fór að súta skinn. Þar var hún á ferð með vinkonu sinni, Höllu Steinólfsdóttur, sem einnig er sauðfjárbóndi. „Við lítum á það sem orlof fyrir þreytta sauðfjárbændur að fara á Eistnaflug og þar kvikna margar hugmyndir, sumar bara nokkuð góðar,“ segir hún. „Við höfum farið í nokkur skipti og dettur alltaf eitthvað nýtt og skemmtilegt í hug.“ Þóra segir að hún hafi áhuga fyrir æði mörgu, fyrir því séu eiginlega engin takmörk, en þarna í miðri þungarokkshátíð hafi hún tekið þá ákvörðun að einblína á sauðkindina og afurðir hennar. „Ég ákvað að vera ekki að fara um víðan völl heldur setja sauðkindina og það sem hún gefur af sér í öndvegi. Það er í raun alveg meira en nóg líka, það er svo fjölbreytt handverk sem hægt er að vinna með.“ Mikið puð en skemmtilegt Þóra fékk Lene Zachariassen á Hjalteyri til að koma og halda nám- skeið fyrir nokkrar konur á svæðinu og tókst það vel. Þóra hefur upp frá því verið að súta og kveðst hafa mjög gaman af. „Það er alveg á við góðan sálfræðitíma að súta skinn. Ferlið er langt, tekur um fimm vikur frá því skinn er tekið af lambi og þar til það er tilbúið og það eru um 12 dagar í því ferli sem maður getur ekki neitt hlaupið frá verkinu. Alltaf eitthvað sem þarf að sinna, það þarf að þvo og skafa, skinnið þarf að liggja í pækli í töluverðan tíma og á meðan þarf að vitja þess og hræra upp reglulega, svo þarf að skola og sauma, þannig að það er heilmikil vinna á bak við hvert og eitt skinn, mikið puð en mjög skemmtilegt,“ segir Þóra. Gærur í tísku Hún segir töluverða eftirspurn eftir gærum hér á landi og hafi verið á um- liðnum árum. „Það hefur verið vinsælt hér hin síðari ár að vera með gæru inni á heimilum, það vilja allir hafa eina gráa inni í stofu hjá sér,“ segir hún. „Gærur hafa verið í tísku og ég finn að það er mikil eftirspurn og aukin eftir að Loðskinn á Sauðárkróki, sem annaðist sútun skinna, hætti starfsemi eftir gjaldþrot. Það eykst því frekar en hitt að fólk óski eftir að ég súti fyrir það skinn.“ Þóra hefur einkum verið að súta lambsskinn, en hefur prófað önnur, hefur sútað kálfsskinn, ref og þá bíða folaldaskinn eftir sútun og eins segir hún að sig langi að prófa hreindýraskinn einhvern daginn. „Þó handbragðið sé svipað þá hefur hvert og eitt skinn sín séreinkenni,“ segir hún. Þóra bendir á að gærur hafi eink- um verið nýttar til skrauts í híbýl- um fólks en ekki megi gleyma því að þær eru prýðis nytjahlutur líka. „Gærurnar eru hlýrri en nokkur teppi, góðar yfir kaldar tær og það er gott að nýta þær sem undirlag til að sitja á í bílum. Möguleikarnir eru margir til að nýta þær og hafa af þeim gagn, en flestir hafa keypt þær til skrauts inni í stofu.“ Draumur að opna vinnustofu og taka á móti gestum Þóra vinnur einnig með t.d. ull og þvær hana sjálf heima við og spinnur. Eins er hún að vinna með horn og þá er kjöt selt frá býlinu, ærkjöt er nýtt í kjötbollur á vin- sælum veitingastað og aðrir hlutar seldir beint frá býlinu.Hún segir að draumurinn sé að opna vinnustofu heima við í Ystu-Görðum til að sinna sínu og geta tekið á móti gestum þar. Nú sútar hún í fjárhúsunum og er með stóran gám úti á hlaði sem hún vinnur í. Vörur sínar selur hún undir nafninu Eldborgar kind Hægt er að fylgjast með Þóru, líf- inu í sveitinni og því sem þar er verið að fást við á samfélagsmiðlum, t.d. thorakops á Snappinu og kopsdottir á Instagram. Þá er hún með síðu á Facebook. /MÞÞ Húsið á Akbraut, sem var byggt árið 1929, stóð í ljósum logum eftir að slökkviliðsmenn höfðu kveikt í því. Sextán kúa fjós var sambyggt við íbúðarhúsið. Mynd / Anton Kári Halldórsson Kveikt í gamla húsinu í Akbraut Það logaði glatt í gömlu íbúðar- húsi á bænum Akbraut í Holtum þriðjudagskvöldið 21. júlí en þá var kveikt í húsinu þannig að slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum Rangárvallasýslu gætu æft við- brögð við bruna. Æfingin gekk vel. Landsvirkjun átti húsið en fyrir- tækið ætlar sér að byggja stöðvarhús Holtavirkjunar þar sem húsið stóð. Virkjunin verður staðsett á stærsta afsvæði Landsvirkjunar á Þjórs- og Tungnáasvæðinu og mun nýta fall Þjórsár neðan Búrfellsstöðvar. „Það var sorlegt og erfitt að sjá húsið og fjósið brenna en svona er þetta bara, þetta er búið og gert, þetta var góð æfing fyrir slökkviliðið,“ segir Daníel Magnússon, bóndi í Akbraut. /MHH Þóra Sif Kópsdóttir, bóndi á Ystu-Görðum í Borgarbyggð, hefur nóg að gera við að súta skinn, eftirspurn hefur aukist hin síðari ár. Það er í tísku að eiga gæru. Myndir / Úr einkasafni Þóra hefur unnið með horn og ull í sínu handverki og selur varninginn undir nafninu Eldborgar kind. Gæruskinn saumuð upp í ramma úti á hlaði við Ystu-Garða. Handverk og hönnun fær 5 milljónir króna Ríkisstjórnin hefur veitt fimm milljónum króna af ráðstöfunarfé sínu til sjálfseignarstofnunarinnar Handverks og hönnunar. Hlutverk henn- ar er að stuðla að eflingu handverks og listiðnaðar, auka gæðavitund með ráðgjöf og upplýsingagjöf; auka skilning á menningarlegu, listrænu og hagnýtu gildi handverks og listiðnaðar með fjölbreyttri kynningarstarfsemi, og kynna íslenskt handverk og íslensk- an listiðnað. Þetta kemur fram í frétt á vef Stjórnarráðsins. Handverk og hönnun hefur frá upphafi sinnt markaðs- og kynningar- starfi, námskeiða- og sýninga haldi, fræðslu og ráðgjöf og þjónar tugum ef ekki hundruðum smárra fyrirtækja eða einyrkja sem mörg eru á lands- byggðinni og konur þar í meirihluta. Verkefninu var upphaflega hrint af stað af forsætisráðuneytinu árið 1994 en síðar rekið sem samstarfs- verkefni forsætisráðuneytis, iðnað- ar-ráðuneytis, landbúnaðarráðu- neytis og félagsmálaráðuneytis og fjármagnað af þeim. Árið 2007 var Handverk og hönnun gerð að sjálfseignarstofnun og mennta- og menningarmálaráðuneyti falið að gera samning við stofnunina um ráð- stöfun rekstrarframlags sem greiðast skyldi af fjárlögum hvers árs. /MÞÞ Ný lína frá Massey Ferguson væntanleg til landsins í haust Í vikunni sem leið var ný dráttar- véla lína frá Massey Ferguson kynnt til sögunnar sem ber heitið 8S. Mikið var um dýrð- ir í Ferguson-verksmiðjunum í Beauvais í Frakklandi þar sem vél- arnar voru kynntar á alheimsfrum- sýningu. Um er að ræða vélar á stærðar- bilinu 200–300 hestöfl. Í þeim er háþróuð gírskipting sem mun gjör- bylta upplifun ökumanns að sögn framleiðenda. Meðal annars er ný sjö þrepa gírskipting í nýju línunni sem kallast Dyna 7. Vélarnar eru búnar einu hljóð- látasta ökumannshúsi á markaðn- um en hávaðinn þar inni á ekki að fara yfir 68 desibel. Húsið er slitið frá vélarrýminu sem á bæði að lág- marka titring og hávaða. Heil rúða er að framan og ekkert mælaborð sem skyggir á útsýni ökumanns. Að sögn þeirra Össurar Björnssonar og Friðriks Inga Friðrikssonar hjá Jötni eru nýju vélarnar væntanlegar með haustinu hingað til lands en íslenskir bændur verða með þeim fyrstu til að geta keypt vélar úr nýju Ferguson-línunni. /TB Össur Björnsson sölumaður og Friðrik Ingi Friðriksson, framkvæmdastjóri Jötuns og Aflvéla. Mynd / TB

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.