Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 40
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 202040 MATARKRÓKURINN LÍF&LYST – BÆRINN OKKAR Jón Kristján kaupir jörðina í janúar 2016 af frænda sínum, Gunnari, og konu hans, Sigrúnu, svo flytur Þorbjörg inn haustið 2017. Byrjað var á því að fjölga fénu aftur en það voru um 350 fjár þegar tekið var við. Býli: Hrútatunga. Staðsett í sveit: Hrútafirði í Húna­ þingi vestra. Ábúendur: Jón Kristján Sæm unds­ son og Þorbjörg Helga Sigurðar­ dóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Við erum þrjú; Jón Kristján Sæm­ unds son og Þorbjörg Helga Sigurð­ ardóttir og tæplega þriggja mánaða sonur okkar, Sæmundur Hólmar Jónsson. Svo eigum við hundinn Kátínu og köttinn Skoppu. Stærð jarðar? Tæpir 1.800 hektarar, þar af 37 hektarar í túnum. Gerð bús? Sauðfjárbú með nokkra hesta til gagns og gamans. Fjöldi búfjár og tegundir? 450 vetrarfóðraðar kindur og 25 hestar. Hvernig gengur hefðbundinn vinnu dagur fyrir sig á bænum? Dagarnir eru nú mjög breytilegir á sumrin, fer allt eftir veðri og vindum. Á veturna er náttúrlega byrjað og endað á því að gefa en svo farið í hin ýmsu störf þess á milli. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegustu bústörfin væri heyskapurinn og fjárrag á haustin, sauðburðurinn er líka skemmtilegur þó svo hann geti verið krefjandi. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Búskapurinn verður sjálfsagt lítið breyttur eftir fimm ár. Vonandi búið að rækta upp fleiri tún og frekari betrumbætur á hinu og þessu. Hvar eru helstu tækifærin í framleiðslu á íslenskum búvörum? Í hreinleika afurða og upprunavottun. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur og egg. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Blessað lambalærið. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Það var þegar helmingur­ inn af fénu bar á fimm dögum. Gljáðar svínakótelettur og grænmeti Kjöt sem er gljáð með kryddjurtum verður mjög bragðgott, þökk sé kryddleginum með ólífuolíu, timjan, rósmarín og lárviðarlaufi í aðalhlutverki. Og smá chili til að krydda lífið með. Gljáðar svínakótelettur › 400 g svínakótelettur › 2 msk flögusalt › ½ chili kjarnhreinsað › 100 g ólífuolía › 3 kvistir timjan › 4 þurrkuð lárviðarlauf › 2 kvistar af rósmarín › 4 hvítlauksrif Aðferð Daginn áður, saltið allar hliðar á svínakjötinu með því að nudda það með flögusaltinu, bætið síðan saxaða chili við. Setjið kjötið á disk og síðan smá ólífuolíu yfir. Merjið timjan, lárviðarlauf og rósmarín og stráið þeim yfir kjötið. Bætið mörðum hvítlauksrifjum saman við. Nuddið kryddið saman við kjötið, setjið plastfilmu yfir og látið það hvílast í kæli í 12 klukkustundir. Sama dag og á að elda kjötið, hitið þá grillið, setjið kjötið á og eldið í 5–7 mín. á hvorri hlið, látið hvíla. Sneiðið niður, saltið síðan og berið fram. Með meðlæti að eigin vali. Steikt grænmeti á pönnu Þetta steikta grænmeti er gott með cous cous eða hrísgrjónum. Elskarðu grænmeti en ert ekki græn­ metisæta? Undirbúið og skerið græn­ meti sem til er í ísskápnum eða beint af bændamarkaði; sem er ræktað á þeim tíma sem á að elda, til dæmis papriku, gulrætur, næpu, fennel, sell­ erí, sveppi, kúrbít, tómata, flatbaunir og grænar baunir. Grænmetið er fjölbreytt á sumrin og á haustin þegar uppskera er í hámarki. Berið þetta fram með salati. Grænmeti að eigin vali, til dæmis: › 1 gul paprika › 2 litlar gulrætur › 4 litlar næpur › 1 fennelhaus › 1 sellerí › 4 fallegir sveppir › 1 kúrbítur › 2 tómatar › 100 g baunir › 4 vorlaukar Annað hráefni: › Ólífuolía › ½ sítróna › 2 hvítlauksrif › 50 ml af grænmetissoði (vatn og kraftur) › 60 g soðnar kjúklingabaunir › 3 kvistir af kóríander Fjarlægðu rótarenda og skræl. Skerið grænmetið, bætið á pönnuna papriku, gulrótum, næpu, fennel og selleríi, svo og sítrónu. Kryddið með salti og pipar. Bætið síðan við sveppunum, kúrbít og tómötunum, svo og mörðum hvítlauksrifjum. Láttu eldast í 2 mín. yfir hóflegum hita. Hellið seyði í, sjóðið og látið sjóða í 10 mín. yfir miðlungs hita. Bætið við vorlauknum og baunum, því sem á að haldast grænt og fal­ legt. Byrjið að sjóða aftur og eldið í 2 mín. Setjið kóríanderinn yfir. Takið af hit anum. Berið fram með ólífuolíu og stráið með flögusalti.Til að stjórna matreiðslu á grænmetinu, gættu þess að skera grænmetið reglulega. Mat reiðslan verður fljót og útkoman falleg. Aldrei hylja grænmeti með loki, annars missir það fallegan lit og verður grátt. Bjarni Gunnar Kristinsson matreiðslumeistari Hrútatunga Sæmundur Hólmar Jónsson.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.