Bændablaðið - 30.07.2020, Qupperneq 26

Bændablaðið - 30.07.2020, Qupperneq 26
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 202026 ÍSLAND ER LAND ÞITT Hlöðueldhúsið er nýr veitingastaður í Þykkvabænum: Hlöðu og fjárhúsi breytt í stórt eldhús og veitingasal – „Gamla Ísland“ á matseðlinum og áhersla lögð á hráefni úr héraði Hjónin Hrönn Vilhelmsdóttir og Þórólfur Antonsson, auk Hauks Sigvaldasonar, undirbúa nú form- lega opnun Hlöðueldhússins, nýs og glæsilegs veitingastaðar á lög- býlinu Oddsparti í Þykkvabæ, sem er aðeins um 10 mín. akstur frá þjóðveginum við Hellu. Þar er búið að gera upp hlöðu og áfast fjárhús og breyta í stórt eldhús og veitingasal með öllu tilheyrandi. Þremenningarnir keyptu Odds­ part fyrir rúmum tveimur árum og voru að leita að stað sem væri vel í sveit settur en ekki of langt frá þétt býlinu í kringum höfuðborgina. Síðan var hafist handa við að láta teikna staðinn upp og hanna allt sam kvæmt núgildandi reglugerðum. Um áramótin 2018/19 var svo hafist handa við framkvæmdir og þeim lauk í vor. Formleg opnun staðarins verður 5. september í haust. Hópar geta eldað sjálfir „Meginstarfsemin gengur út á það að fá til okkar hópa, 10–16 manna, og bjóða þeim að elda í sameiningu í okkar rúma eldhúsi. Þá er skipt í lið og sumir elda forrétt aðrir aðal­ rétti og enn aðrir eftirrétt. Hrönn er til leiðsagnar og leggur upp hvaða mat seðill er í samráði við hópinn. Þá er hægt að velja úr nokkrum matseðlum áður en hafist er handa t.d. „Gamla Ísland“ sem er meira hugsað fyrir erlenda gesti. Þar er byggt á okkar þjóðlegu matarmenn­ ingu en snúið til nútíma horfs. „Nýja Ísland“ gengur aftur á móti út á að gera spennandi nýja rétti en þó notað mest íslenskt hráefni. Einnig er boðið upp á Þykkvabæjarþema en Þykkbæingar eru frægir fyrir sína kartöflu rækt og margvíslega rétti úr hrossa kjöti sem sumir finnast ekki annars staðar,“ segir Þórólfur að­ spurður um starfsemina. Hann segir að það verði líka hægt að panta fyrir stærri hópa eins og 20–50 manna og þá munu þau sjá um að elda fyrir mannskapinn og framreiða í veislusalnum. Einnig eru þau opin fyrir öðrum viðburðum eins og afmæl­ isveislum, tónlistaratriðum eða jafnvel fundi þar sem þátttakendur myndu bregða á sig svuntu í fundarlok og galdra fram veitingar. Góðar móttökur heimamanna Hrönn segir að heimamenn í Þykkva­ bæ hafi tekið nýju starfsem inni af­ skaplega vel og fylgjast með hverju skrefi í framkvæmdum og starf­ seminni. „Mannlífið hér er mjög gott og einkennist af samheldni og dugn­ aði bændanna. Þeim finnst að við séum að koma með viðbót sem styrki samfélagið og ekki ólíklegt að ferða­ mennska aukist hér líkt og víðar hér á Suðurlandi,“ segir Hrönn. Heimsfaraldurinn og áhrif hans Í Þykkvabænum eins og víða annars staðar í ferðaþjónustu hefur heims­ faraldur kórónuveirunnar haft sín áhrif. Fyrirfram áttu þremenn­ ingarnir von á því að erlendir túristar yrðu þeir sem kæmu til þeirra yfir hásumarið en Íslendingar vor og haust. „Nú vantar erlendu gestina en við eigum von á því að landinn láti sjá sig með haustinu eins og pant­ anir gefa til kynna. Við hjónin áttum og rákum veitingahúsið Kaffi Loka við Hallgrímskirkjutorg í Reykjavík um 10 ára skeið og hófum rekstur þremur mánuðum fyrir bankahrunið. Við erum því öllu vön í því að takast á við krísur,“ segir Hrönn og skelli­ hlær. Skemmtilegur keppnisandi Haukur segir að það sem gefi Hlöðu­ eldhúsinu sérstöðu sé að fólkið í hópunum sem til þeirra koma starfi og skemmti sér saman við eitthvert ákveðið verkefni og njóti svo af­ rakstursins á eftir sameiginlega. „Það kemur upp skemmtilegur keppnisandi þegar hver hópur kynnir til sögunnar sinn rétt og svo er dæmt um það á eftir hvernig til hefur tekist. Vanalega setjast menn bara að borð­ um á venjulegum veitingastöðum og láta þjónusta sig sem getur verið notalegt, en þetta hefur mun meira gildi í því að þjappa fólki saman og því er hægt að líta á þetta sem hópefli ef út í það er farið,“ segir Haukur. Hráefni úr héraði Það hefur stundum verið talað um matarkistu Suðurlands og það eru orð að sönnu og að sjálfsögðu ætlar Hlöðueldhúsið að nýta sér sunn­ lenskt hráefni, sem allra mest í sinni starfsemi. „Já, auðvitað, við höfum einsett okkur að fá hráefni til matargerðar sem mest úr héraði og helst tengjast ákveðnum bændum. Til að mynda hlaupum við yfir götuna til þeirra bræðra Guðmundar og Yngva í Önnuparti til að ná í kartöflur og ekki stendur á því. Þá höfum við endurbætt gróðurbragga sem hér er og munum rækta í honum krydd­ jurtir, salöt og ýmsar matjurtir. Við hliðina á bragganum er garður með rófum, hnúðkáli, hvítkáli og slíkum útijurtum. Það er upplifun fyrir fólk sem kemur úr þéttbýlinu að fá að ná sér beint úr garði eða gróðurhúsi grænmeti í pottinn. Í því sambandi má nefna að Markaðsstofa Suðurlands er með nýtt verkefni, Matarauður Suðurlands, þar sem ýtt er undir að kaupa hráefni og unna vöru úr héraði,“ segir Þórólfur. Hlöðueldhúsið verður opnað form lega laugardaginn 5. september fyrir iðnaðarmenn og velgjörðarfólk eigenda staðarins en ef einhverjir hópar hafa áhuga á að koma í ágúst þá er opið fyrir það. / MHH Veislusalurinn í Hlöðueldhúsinu í gömlu hlöðunni er mjög fínn enda var vandað til verka við byggingu hans. Hér er salurinn fullur af ánægðum gestum. Mynd / Hreinn Magnússon Í Hlöðueldhúsinu í Þykkvabæ er tilvalið fyrir hópa að koma saman og elda í sameiningu í flottu eldhúsi staðarins þar sem skipt er í lið. Sumir elda forrétt, aðrir aðalrétti og enn aðrir eftirrétti. Mynd / Hreinn Magnússon 561 9200 Hjónin Þórólfur Antonsson og Hrönn Vilhelmsdóttir. Mynd / Atli Rúnar Halldórsson Haukur Sigvaldason, sem á Hlöðueldhúsið með þeim Hrönn og Þórólfi, er yfirsmiður staðarins enda annálaður fyrir vandvirkni og dugnað. Þremenningarnir vonast til að með haustinu fari vinnustaðir, saumaklúbbar, gönguhópar og fleiri að hópa til í Hlöðueldhúsið sér til skemmtunar og matarupplifunar. Mynd / Þórólfur Antonsson

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.