Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 12
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 202012
FRÉTTIR
Jonathan Moto Bisagni og Ida Feltendal á Seyðisfirði:
Flytja inn 1 tonn á viku af lífrænt ræktuðu
grænmeti og ávöxtum með Norrænu
– Koma með meiri fjölbreytni inn á markaðinn og bæta matarmenninguna. Vilja komast í samband við fleiri íslenska bændur.
Hjónin Jonathan Moto Bisagni og
Ida Feltendal hófu í lok janúar
innflutning á fersku lífrænt
ræktuðu grænmeti og ávöxtum
til landsins frá Danmörku
með Norrænu í hverri viku
undir merkjum fyrirtækisins
Austurlands Food Coop. Í fyrstu
var um 250 kíló að ræða vikulega
en fljótlega vatt það upp á sig
og nú flytja þau inn eitt tonn.
Markmið þeirra er að bæta
matar menninguna á Austurlandi
en einnig hafa þau fært út
kvíarnar og halda svokallaða pop-
up markaði reglulega í Reykjavík
sem njóta mikilla vinsælda.
„Upphaflega hugmyndin var að
stofna svona coop-samvinnuverkefni
með ferskt grænmeti og ávexti en
það er erfitt hér á Austurlandi. En
það er kannski ekki svo auðvelt
svo þetta hefur þróast út í að fólk
getur pantað sér kassa og þetta
hefur undið alveg ótrúlega upp á
sig á stuttum tíma. Þetta er búið að
vera mjög áhugavert ferli en um leið
algjör rússíbani,“ segir Jonathan.
Mikill munur gæða og úrvals
milli landshluta
Í hverri viku er markaður á Seyðis-
firði með ávexti og grænmeti hjá
hjónunum sem flytja inn vörur með
Norrænu. Fyrir um mánuði síðan
byrjuðu þau einnig að bjóða upp
á svokallaða pop-up markaði á
höfuðborgar svæðinu.
„Ég kom hingað til Íslands til að
starfa sem kokkur með því að opna
sushi-staðinn Norðaustur sushi á
Seyðis firði. Fljótlega skildi ég ekki
af hverju það var svo erfitt að fá
grænmeti af góðum gæðum. Þannig
byrjaði þetta verkefni hjá okkur
hjónunum en aðalmarkmiðið var að
metta markaðinn á Austurlandi. Það
er alveg dagur og nótt á milli úrvals
og gæða af grænmetinu og ávöxtum
hér úti á landi eða í Reykjavík, það
er ekki hægt að líkja því saman,“
útskýrir Jonathan og segir jafnframt:
„Við reynum að fá svæðisbundn-
ar vörur en það sem hefur verið
mesta hindrunin hérlendis er verð
á flutningum. Við erum að greiða
jafn mikið fyrir að flytja 2–300 kíló
hér innanlands eins og heilt tonn
með Norrænu frá Danmörku, sem
er í raun undarlegt. Í byrjun hafði
ég samband við vottunarstofuna Tún
sem sendu mér upplýsingar um alla
lífræna ræktendur hérlendis. Þegar
ég hafði samband við framleiðendur
fann ég strax að tungumálaerfiðleik-
ar voru hamlandi þar sem ég tala
ekki góða íslensku enn þá og því
var erfitt að ná samtali við íslenska
bændur. En ég óska einmitt eftir því
að komast í samband við fleiri bænd-
ur hérlendis.“
Um 400 kassar á viku
Hugsun Jonathan og konu hans er að
hafa gæðavörur og fjölbreytileika.
Þau fá vikulega sendingar með
Norrænu frá Danmörku en vörur-
nar koma líka frá Ítalíu, Spáni,
Þýskalandi og víðar að.
„Mest af vörunum kemur frá Dan-
mörku, eða um helmingur þeirra, og
hátt í 80 prósent eru lífrænt ræktaðar
vörur. Við bjóðum fólki upp á vörur í
kössum og þegar mest var afgreiddum
við um 400 kassa á viku. Fólk er þá
búið að panta og fær vöruna til sín
daginn eftir að hún kemur til landsins.
Við höfum verið með markað á
Seyðisfirði í hverri viku sem hefur
verið vel tekið. Einnig höfum við
þjónustað hótel og veitingastaði á
svæðinu. Fljótlega stefnum við á að
opna verslun á bensínstöð Orkunnar
á Seyðisfirði til að þjónusta okkar
viðskiptavini enn betur.“
Í kjölfar kórónufaraldursins kom
sú hugmynd að opna markað einnig
á höfuðborgarsvæðinu og er hann nú
haldinn vikulega á fimmtudögum að
Skúlagötu 13.
„Það voru náttúrlega allir lokaðir
heima hjá sér og við fengum fleiri
og fleiri pantanir. Þá byrjuðum
Katrín Andrésdóttir í Reykjahlíð á Skeiðum selur lopa undir vörumerkinu Slettuskjótt:
Býr til litrík verðmæti úr íslensku ullinni
Katrín Andrésdóttir, fyrrverandi
héraðsdýralæknir, hefur undan-
farin ár litað íslenska ull í öllum
regnbogans litum undir merkinu
Slettuskjótt sem selst eins og heitar
lummur á Þingborg. Katrín segir
mikil verðmæti felast í íslensku
ullinni og að ullin sé framtíðarefni
í textíl.
„Ég hef verið í Þingborgarhópnum
frá upphafi, eða í 30 ár, og eftir að
ég hætti að vinna fyrir nokkrum
árum fór ég að sinna handverkinu
meira. Við erum góður hópur
handverksfólks með fjölbreytta
þekkingu og í Þingborg höfum við
frábæran sölustað. Gæðanefnd sér til
þess að aðeins er á boðstólum úrvals
vara úr íslensku efni.
Það er mjög gaman að læra
nýjar aðferðir og efnistök. Maja
Siska, þýskur arkitekt og listamaður
sem býr í Skinnhúfu í Holtum,
hefur verið einstaklega dugleg
að halda námskeið í ullarvinnslu.
Hún fékk meðal annars eitt sinn
Lauru Spinner, barnalækni og
þráðlistakonu frá Bandaríkjunum,
til að halda litunarnámskeið. Kennd
var notkun duftlita, litaduft leyst upp
í ediksblöndu og hitað í örbylgjuofni
eða potti. Þarna náði ég tökum á
lituninni og hef síðan litað band, lopa
og jafnvel heil prjónastykki, trefla og
peysur. Þetta hefur allt selst ótrúlega
vel, töluverð nákvæmnisvinna en
það er jú vinna við allt sem maður
vill gera vel,“ segir Katrín.
Fá sótspor í ferlinu
Katrín segir Þingborgarhópinn
heppinn með það að vera með
úrvalsull í höndunum en ár hvert
fer hópurinn í þvottastöð Ístex á
Blönduósi þar sem þau fá að velja
bestu ullina. Samstarfið við Ístex er
mjög mikilvægt.
„Ullin er rekjanleg alla leið til
bónda, ég reyni líka að velja ull
frá svæðum þar sem ekki er ofbeit.
Ístex vinnur síðan fyrir okkur lopa,
einband og tvíband. Lopinn okkar
er orðinn landsþekkur, kannski vita
færri að einbandið og tvíbandið er
líka miklu mýkra.
Sótsporin eru mikilvæg. Okkar
ull fer aldrei út fyrir landsteinana en
mjög víða hafa ullarvinnslustöðvar
lagst af og flutningar á ull eru
miklir. Dýravelferð og mengun
eru líka mikilvægir þættir þegar
valið er band fyrir prjónaskapinn.
Margir velja merinóull, úrvals ull
af langræktuðu fé. Þá verður að
skoða upprunann og velja vottað
„non-mulesing“. Merinofé er með
mikinn dindil og húðfellingar á rassi,
maðkaflugur (blowflies) sækja í að
verpa þarna og þá geta kindurnar
maðkað lifandi. Groddaleg lausn
Ástrala á þessu er s.k „mulesing“
dindill og skinn skorið niður af rassi
ódeyfðra lamba. Ástralir framleiða
u.þ.b. 75% ullar á heimsmarkaði.“
Ull er framtíðarefni í textíl
„Superwash“ ullin getur verið
mikill umhverfissóði. Algeng
framleiðsluaðferð er fjarlæging
hreistursins af ullarhárunum með
klórefnum sem gjarnan er gert í
Kína. Síðan er ullin meðhöndluð
með plastefnum (t.d. resin) en þessi
plastefni losna síðan úr í þvotti og fara
út í náttúruna sem örplast.
Litun ullar fer líka oft fram í
löndum þar sem ekki eru gerðar miklar
kröfur vegna umhverfisverndar.
Iðulega fer lokafrágangur, svo sem
spuni og pökkun, fram í löndum
sem við treystum, ferlið er því oft
ógagnsætt. Nú er mikil vakning vegna
fatasóunar, prjónaband er mikilvægur
þáttur sem við verðum að skoða.
Íslenska ullin er því yfirleitt
umhverfisvænn kostur. Góðar
ullarflíkur þarf sjaldan að þvo, þær
halda vel lögun sinni og slitna
yfirleitt fallega. Efnasamsetning
ullar er til helminga bundið kolefni,
því er hægt að skila henni aftur til
jarðarinnar og hún grotnar þá niður
á fáum árum. Ull er framtíðarefni í
textíl, ég er sannfærð um það.“
Skoðið meira á instagram.com/
slettuskjott/ og facebook.com/
slettuskjott/ /ehg
Hjónin Ida Feltendal og Jonathan Moto Bisagni hófu í lok janúar innflutning
á fersku lífrænt ræktuðu grænmeti og ávöxtum til landsins frá Danmörku
með Norrænu í hverri viku undir merkjum fyrirtækisins Austurlands Food
Coop sem hefur sannarlega slegið í gegn. Mynd / Áslaug Snorradóttir
Fyrir mánuði síðan byrjaði Austurlands Food Coop að halda svokallaða
pop-up markaði með vörur sínar og fleiri framleiðenda við Skúlagötu 13 í
Reykjavík sem hefur mælst mjög vel fyrir hjá höfuðborgarbúum. Myndir / TB
Litirnir í lopa Katrínar fanga svo sannarlega augað en ferlið er tiltölulega
einfalt og umhverfisvænt þó að það taki sinn tíma. Myndir / Úr einkasafni
Katrín Andrésdóttir stendur við ullar-
pottana heima hjá sér í Reykja hlíð.
Maja Siska til hægri í Villanell-peysu
sinni og til vinstri er Vilborgarpeysan
með litavali Stephen West. Uppskriftir
að peysunum fást í Þingborg.
Fyrst þarf að bleyta ullina, síðan er
hún soðin upp í lita- og ediksblöndu
og látin kólna í vatninu.