Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 16
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 202016
Á eftir birkikembu kemur
birki þéla. Líkt og birkikemba
er birkiþéla nýr skaðvaldur á
birki hér á landi. Það sem verra
er að þegar tímabili kembunnar
lýkur þá tekur þélan við.
Útbreiðsla birkiþélu, Scolio
neura betuleti, eru í Norður og
MiðEvrópu. Kvikindið er nýleg
ur landnemi hér á landi og hefur
fundist á ilmbjörk og hengibjörk
á höfuðborgarsvæðinu og á
Akureyri. Gera má ráð fyrir að
hún hafi borist til landsins með
óvarlegum innflutningi trjáa.
Á heimasíðu Náttúrufræði
stofnunar, þaðan sem eftirfarandi
er haft, segir að birkiþéla sé smá
vaxin blaðvespa sem er svört og
gljáandi og með gulleita fætur.
Lirfur hennar vaxa upp innan í
laufblöðum birkisins með svip
uðum hætti og lirfur birkikembu
en þó síðsumars, ekki fyrri hluta
sumars eins og lirfur birkikembu.
Auðveldast er því að greina
tegund ina ef lirfur hennar finnast í
lauf blöðum birkis í ágústmánuði.
Dýrin eru talin púpa sig fyrir vet
urinn en lífsferill tegundarinnar er
enn lítið þekktur hérlendis.
Birkiþéla lifir á birki og hefur
hún fundist á nokkrum tegund
um þess. Lirfurnar vaxa upp inni
í laufblöðum sem vaxa fram síð
sumars, hola þau innan svo aðeins
þekjuvefir efra og neðra borði
standa eftir sölnaðir. Hér hafa
sést umtalsverð ummerki eftir
lirfur um miðjan ágúst. Fullorðin
dýr hafa fundist í fyrri hluta júlí
á Akureyri og fyrri hluta ágúst í
Hafnarfirði. Sennilega fer vetrar
dvali fram á púpustigi. Tegundin
er nýtilkomin á Íslandi og er lífs
ferill hennar því enn lítt þekktur.
Lirfur hafa einungis fundist
hér á ilmbjörk og hengibjörk enn
sem komið er aðeins í görðum.
Ekki er vitað hvenær og hvernig
birkiþélan barst til landsins en
ólíklegt er talið að langt sé um
liðið.
Þélan gæti hafa dulist hér í
nokkurn tíma því ummerki hennar
eru áþekk ummerkjum eftir lirfur
fiðrildisins birkikembu, Hering
ocrania unimaculella, sem einnig
er nýlegur landnemi. Birki hefur
ávallt náð að endurnýja laufskrúð
sitt þegar lirfur birki kembunnar
hafa þroskast og horfið af vett
vanginum. En nýlega fór að bera
á sams konar spjöll um á birki
laufum síðsumars og voru uppi
grunsemdir um að birkikemban
væri farin að skila tveim kyn
slóðum á sumri. Það var þó talið
ólíklegt.
Undir miðjan júlí 2017 varð
vart við mikinn fjölda torkenni
legra blaðvespna á birki á Akur
eyri. Eitt eintak fannst svo í gam
alli gróðrarstöð í Hafnarfirði í
fyrrihluta ágúst. Um miðjan ágúst
höfðu komið fram mikil um merki á
ilmbjörk og hengibjörk á Akureyri,
einnig á ilmbjörk í gróðrarstöð á
höfuðborgarsvæðinu og hengi
björk í Kópavogi. Skemmd birki
lauf frá Kópavogi voru skoðuð
22. ágúst. Lirfur voru farnar úr
flestum þeirra en í öðrum voru
enn lirfur af mismunandi stærð
um. Nokkrum dögum síðar voru
skoðuð lauf hengibjarkar annars
staðar í Kópavogi. Ummerkin voru
þau sömu en lirfur farnar.
Birkiþéla er smávaxin, 3 til 5
millimetrar, blaðvespa og nauða
lík ýmsum öðrum tegundum blað
vespa. Þau eru gljáandi svört á lit
nema fætur sem eru gulir að all
miklu leyti. Flókið væn gæðakerfi
kann að nýtast fróðum. Lirfur í
laufblöðum birkis í ágúst eru
besta vísbendingin um tegund
ina.
/VH
STEKKUR
NYTJAR HAFSINS
Birkiþéla
Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið:
Ráðherra eykur heimildir til
strandveiða
– Ekki frekari heimildir til að auka við afla til strandveiða á þessu fiskveiðiári
Sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra hefur undirritað reglu-
gerð um auknar aflaheimildir til
strand veiða á þessu fiskveiðiári.
Með reglugerðinni er komið til
móts við fjölgun báta sem hafa
stundað strandveiðar á þessu ári
en ljóst er að með ráðstöfuninni er
öllum aflaheimildum í 5,3% kerf-
inu svokallaða ráðstafað að fullu
á þessu fiskveiðiári.
Í júní ráðstafaði ráðherra rúmlega
31 þúsund tonnum til sérstakra
að gerða í fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Um árlega úthlutun var að ræða sem
byggir á lögum um stjórn fiskveiða
en samkvæmt þeim er 5,3% af
heildarafla í hverri fisktegund dregið
af leyfilegum heildarafla til að mæta
áföllum, til stuðnings byggðarlögum,
línuívilnunar, strandveiða, rækju
og skelbóta, frístundaveiðar og til
annarra tímabundinna ráðstafana
til að auka byggðafestu. Í ákvörðun
ráðherra fólst að alls 11.100 tonnum
var ráðstafað til strandveiða sem
er sama aflamagn og á síðasta
fiskveiðiári.
Fjölgun báta
Við upphaf strandveiða á þessu fisk
veiðiári í maí síðastliðinn lá fyrir að
talsverð fjölgun yrði í fjölda báta
sem myndu taka þátt í veiðunum.
Af þessum sökum átti ráðuneytið
frumkvæði að því að funda með
hagsmunaaðilum í maí síðastliðinn
og fóru alls þrír fundir fram. Í
kjölfarið sendir ráðuneytið bréf á
Landssamband smábátaeigenda hinn
26. maí síðastliðinn þar sem meðal
annars var vísað til þess að líkur
væru á því að það aflamagn sem
ráðstafað væri til strandveiða á þessu
fiskveiðiári myndu ekki duga til að
veiðarnar gætu staðið út ágúst líkt
og heimilt er samkvæmt lögum um
stjórn fiskveiða. Þá gerði ráðherra
jafnframt grein fyrir þróun strand
veiða á fundi ríkisstjórnarinnar fyrr
í þessum mánuði.
Aukning um 720 tonn
Samkvæmt samantekt atvinnuvega
og nýsköpunarráðuneytisins eru nú
líkur til þess að það aflamagn sem
ætlað er til strandveiða muni klárast
um komandi mánaðamót og þyrfti
Fiskistofa í kjölfarið samkvæmt
lögum að stöðva veiðarnar. Vegna
þessa hefur ráðherra tekið ákvörðun
um að flytja allar óráðstafaðar afla
heimildir innan 5,3% kerfisins á
þessu fiskveiðiári til að koma til móts
við aukna ásókn í strandveiðar á
þessu fiskveiðiári. Alls er um að ræða
720 tonn og verður heildaraflamagn
til strandveiða á þessu fisk veiðiári
11.820 tonn sem er það mesta frá
því strandveiðar hófust.
Ráðherra hefur að lögum engar
frekari heimildir til að auka við
aflaheimildir til strandveiða á þessu
fiskveiðiári.
/VH
Við upphaf strandveiða á þessu fiskveiðiári í maí síðastliðinn lá fyrir að
talsverð fjölgun yrði í fjölda báta sem myndu taka þátt í veiðunum. Mynd / VH
Starfshópur afhendir ráðherra skýrslu:
Eftirlit með fiskveiðiauðlindinni
Verkefnastjórn um bætt eftirlit
með fiskveiðiauðlindinni hefur
afhent sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra lokaskýrslu
sína. Í skýrslunni er meðal annars
lagt til að Fiskistofa fái heimildir
til að leggja á stjórnvaldssektir
vegna meiri háttar brota gegn
fiskveiði löggjöfinni.
Ráðherra skipaði verkefna
stjórnina í mars 2019 til þess að
fjalla um þær athugasemdir og
ábend ingar sem komu fram í skýrslu
Ríkisendurskoðunar frá því í desem
ber 2018 um eftirlit Fiskistofu og
gera tillögur um úrbætur í rekstri
Fiskistofu einkum er varðar verklag
og áherslur er snúa að eftirlitshlut
verki hennar.
Enn fremur var verkefnastjórn
inni falið að leggja mat á fjárþörf
Fiskistofu til að hún geti sinnt hlut
verki sínu samkvæmt lögum og að
lokum að setja fram ábendingar um
nauðsynlegar breytingar á lögum og
stjórnvaldsfyrirmælum sem varða
hlutverk og viðfangsefni stofnunar
innar til að tryggja skil virkni í störf
um hennar.
Niðurstöður verkefnastjórnar
Nokkrar af helstu tillögum sem fram
koma í skýrslu verkefnastjórnarinnar
eru að Fiskistofa fái heimildir til að
leggja á stjórnvaldssektir vegna meiri
háttar brota gegn fisk veiðilöggjöfinni.
Landhelgisgæslu Íslands verði
falið aukið hlutverk við framkvæmd
sjóeftirlits en að Fiskistofa fari
með stjórnsýsluþátt verkefnisins og
beri ábyrgð á áhættustýringu þess
að höfðu samráði við Landhelgis
gæsluna. Skilgreind verði ábyrgð
og verkefnaskipting Fiskistofu og
Landhelgis gæslu við sjóeftirlit.
Að innleidd verði áhættustýring og
áhættustefna við sjóeftirlit og vigtun
sjávarafla og að gerðar verði aukn
ar kröfur um búnað sem nýtist við
eftirlit með endur og heimavigtun
sjávarafla.
Lagt er til að Fiskistofa hefji til
raunir með notkun myndavélakerfa
til eftirlits, bæði um borð í skipum
og í höfnum og að huga verði að
fleiri tækninýjungum sem gætu
sparað kostnað og styrkt eftirlitið
til lengdar.
Stefna ber að aukinni samvinnu
Fiskistofu og greinarinnar um nýt
ingu þeirra upplýsinga sem safnað
er í þeim hátæknikerfum sem íslensk
sjávarútvegsfyrirtæki eru búin. Að
komið verði á einu heildstæðu viður
lagakerfi við brotum gegn fiskveiði
löggjöfinni þannig að ávallt séu
allar sömu heimildir til staðar til
að bregðast við hvers kyns brotum
á sem virkastan hátt og lagðar eru
fram tillögur um breytta skilgrein
ingu á tengdum aðilum.
Fjárþörf fiskistofu
Í skýrslunni segir að eftir að verk
efnastjórnin hafi kannað skiptingu
útgjalda Fiskistofu á einstök ver
kefni og í
ljósi þeirra tillagna og ábendinga
um breytt verklag og hugsanlegan
flutning verkefna til annarra stofn
ana, sem koma fram í skýrslunni,
telur verkefnastjórnin heppilegast
að bíða með að leggja mat á fjárþörf
Fiskistofu þar til ákvörðun stjórn
valda um tillögurnar liggja fyrir.
Fulltrúar allra þingflokka
í samráðshópi
Í verkefnastjórninni áttu sæti Sig
urður Þórðarson, fyrrverandi ríkis
endurskoðandi, formaður, Elliði
Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi,
Hulda Árnadóttir lög maður, Oddný
Guðbjörg Harðar dóttir alþingis maður
og Brynhildur Benediktsdóttir, sér
fræð ingur í atvinnuvega og nýsköp
unarráðuneytinu.
Auk þess skipaði ráðherra sam
ráðshóp til að styðja við starf verk
efnastjórnarinnar með fulltrúum
allra þingflokka á Alþingi, stofnana
og helstu hagaðila í sjávarútvegi til
ráðgjafar um hvernig bæta megi
eftirlit með nýtingu fiskveiðiauð
lindarinnar. /VH
Júní 2020
Lagt er til að Fiskistofa hefji tilraunir með notkun myndavélakerfa til eftirlits, bæði um borð í skipum og í höfnum
og að huga verði að fleiri tækninýjungum sem gætu sparað kostnað og styrkt eftirlitið til lengdar. Mynd / VH