Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 27
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 2020 27
Á palli:
VIÐAR Smágrár
Opið : 8-18 v i r ka daga, 10-14 laugardaga • S ími 588 8000 • s l ippfe lag id. i s
Á grindverki:
VIÐAR Húmgrár
Viðarvörn
ÍSLAND ER LAND ÞITT
Persónulegar göngu- og
kanóferðir undir Eyjafjöllum
Parið Birta Guðmundsdóttir og Tor
Holmgren opnuðu í vor ferðaþjón-
ustuna Outdoor Activity í kringum
göngu- og kanó ferðir undir Eyja-
fjöllum. Hugmynd að rekstrinum
fæddist þegar þau komust yfir
kanóa sem geymdir höfðu verið í
fjárhúsum í nágrenninu. Kanóarnir
höfðu legið þar lítið notaðir í tals-
verðan tíma og þeim fannst tilvalið
að nýta þá í eitthvað uppbyggilegt
og spennandi. Út frá þessari hug-
mynd ákváðu þau svo að nýta þekk-
ingu sína á svæðinu og bættu við
gönguferðum í sínu nærumhverfi
og fjöllunum sem þau þekkja svo
vel.
Tor kemur frá Svíþjóð, nánar
tiltekið Helsingborg, og er mikill
útivistarmaður sem hefur ferðast vítt
og breitt um heiminn. Tor kom fyrst
til Íslands árið 2016 og líkaði svo
vel að hann kom til baka árið eftir
og hóf þá störf í Skálakoti þar sem
hann sá aðallega um hestaleiguna
til að byrja með. Birta er hins vegar
Eyfellingur í húð og hár, alin upp í
Skálakoti undir Eyjafjöllum þar sem
foreldrar hennar reka ferðaþjónustu.
Hún er búfræðingur að mennt, en
hún ákvað að námi loknu að snúa
aftur í heimahagana í Skálakoti þar
sem hún kynntist svo Tor. Tor hafði
talsverða reynslu af bæði kanóum og
kajaksiglingu frá heimalandinu þar
sem fjölskyldan hans átti sumarhús
við sjóinn og fór reglulega á sjókajak
saman.
Upplifun fyrir hvern og einn
Með þessa reynslu í farteskinu,
þekkingu og kunnáttu á svæðinu um
kring og löngun til að prófa eitthvað
nýtt og spennandi saman, varð á end
anum úr ferðaþjónustufyrirtækið
Outdoor Activity. Samkvæmt Tor
fer eftirspurnin stöðugt vaxandi og
hann horfir björtum augum til fram
tíðar. Á heimasíðu Outdoor Activity,
á slóðinni myoutdooractivity.com,
er hægt að finna góðar upplýsingar
um hvers konar ferðir þau bjóða upp
á. Lögð er áhersla á persónulega
þjónustu og að búa til einstaka og
eftirminnilega upplifun fyrir hvern
og einn, að sögn Birtu og Tors.
Ferðaþjónustufyrirtækið Outdoor Activity býður upp á kanóferðir undir
Eyja fjöllum. Myndir / Aðsendar
Birta Guðmundsdóttir og Tor Holm-
gren, eigendur Outdoor Activity.
Markaðsstofur landshlutanna vinna saman:
Vonast til að áhugi landsmanna á ferða-
lögum innanlands aukist enn frekar
– Nýtt gagnvirkt vefsvæði, upplifdu.is, komið í gagnið
„Með opnun þessa kerfis erum
við að gera upplýsingar um
ferðalög um landið aðgengilegri
en nokku sinni fyrr. Þarna inni eru
áfangastaðir sem margir hafa ekki
heyrt af áður og vönduð myndbönd
af svæðunum og afþreyingu,“
segir Arnheiður Jóhanns dóttir,
framkvæmda stjóri Markaðsstofu
Norður lands, um nýtt gagnvirkt
vefsvæði, upplifdu.is, sem opnað
var nýverið. Því er ætlað að
auðvelda og hvetja enn frekar til
ferðalaga innanlands.
Markaðsstofur landshlutanna,
MAS, standa sameiginlega að verk
efn inu sem er hið stærsta sem þær
hafa ráðist í. Innan MAS eru sex
mark aðs stofur, Markaðsstofa Vestur
lands, Markaðsstofa Vestfjarða,
Mark aðs stofa Norðurlands, Austur
brú, Markaðsstofa Reykjaness og
Markaðs stofa Suðurlands.
Hægt að sníða
ferðalög eftir sínu höfði
Á vefsvæðinu gefst notendum kostur
á að sníða ferðalag sitt nákvæmlega
eftir sínu höfði og fá aðstoð við
að sjá hvað er í boði á hverjum
stað, fá nákvæma tímaáætlun milli
áfangastaða og síðast en ekki
síst, uppgötva nýja möguleika á
myndrænan hátt. Verkefnið er liður
í að auka á dreifingu ferðamanna um
landið sem og styðja við uppbyggingu
íslenskrar ferðaþjónustu í kjölfar
heimsfaraldurs. Þetta er langstærsta
verkefni sem MAS hefur ráðist í.
Útgáfa á ensku í loftið í haust
„Það er von okkar að með þessu
aukum við áhuga Íslendinga enn
frekar á ferðalögum þar sem þeir sjá
vel hversu mikið er hægt að upplifa á
hverjum stað, fáum þá kannski til að
koma aftur og dvelja lengur,“ segir
Arnheiður. „Inn í þennan grunn
eigum við svo eftir að bæta heilmiklu
efni og þróa áfram, þessi opnun er
aðeins fyrsta útgáfan og verður
stöðugt hægt að bæta við myndefni
og upplýsingum eftir þörfum. Ferða
þjónustan hefur staðið þétt saman
að ýmsum markaðsverkefnum í
gegnum árin og hefur aldrei verið
mikilvægara en nú í ár enda ljóst að
mikinn kraft þarf til þess að byggja
ferðaþjónustuna hratt upp aftur.
Þetta kerfi er mikilvægur hlekkur
í að vekja athygli á áhugaverðum
ferðamannastöðum um allt land og
auka þannig dreifingu ferðamanna
um landið,“ segir Arnheiður. Kerfið
verður sett í loftið á ensku í haust
og þá miðað að erlendum markaði.“
Sóknaráætlun landshlutanna
styrkti verkefnið. Þróun og framleiðsla
er í höndum framleiðslustofunnar
Tjarnargötunnar og er myndefnið
sem prýðir síðuna unnið úr einum
stærsta myndabanka sem gerður
hefur verið úr efni frá Íslandi. /MÞÞ
Arnheiður Jóhannsdóttir, fram-
kvæmdastjóri Markaðsstofu
Norðurlands.
Skjámynd úr kerfinu upplifdu.is
sem hefur að geyma fjölbreyttar
upplýsingar um ferðalagið.
Horft til Hríseyjar frá Árskógssandi. Myndir / Auðunn Níelsson
ÖKUM
SLÓÐANN!
Ökum
slóðann!
Við styum okkur ekki leið.
Utanslóðaakstur veldur náúru-
skemmdum. Fylgjum slóðanum.
Ökum
pollinn!
Hægjum á. Ökum í gegnum polla
á slóða, ekki til hliðar.
Ökum
skaflinn!
Ökum yfir snjóskafla í slóða, ekki
fram hjá þeim. Snúum við ef við
treystum okkur ekki yfir.
Enga
hringavitleysu!
Ökum ekki í hring utan slóða,
við líðum ekki hringspól. Snúum
við á slóða.
Leitum
betur!
Ef slóðinn hverfur, nemum staðar
og leitum betur gangandi.
Vörumst villuslóða!
Sýnum náúrunni virðingu með ábyrgri ferðamennsku. Íslensk náúra
er mjög viðkvæm og það getur tekið hana áratugi að jafna sig.
Hjálpumst að við að varðveita náúru Íslands fyrir komandi kynslóðir.
Akstur utan slóða varðar við lög að viðlögðum háum sektum.
Látum
okkur hafa það!
Ökum yfir þvoabrei og ósléa
vegi. Búum ekki til ný för til hliðar.