Bændablaðið - 30.07.2020, Side 25

Bændablaðið - 30.07.2020, Side 25
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 2020 25 Víkurvagnar ehf. – Hyrjarhöfði 8. – 110 Reykjavík Sími 577-1090 – www.vikurvagnar.is – sala@vikurvagnar.is STYRKUR, ÞJÓNUSTA OG ÁREIÐANLEIKI MIKIÐ ÚRVAL KERRUVARAHLUTA VÍKURVAGNAR EHF. RAFMAGNSBÚNAÐUR BREMSUR BEISLI DEKK LJÓS LED LJÓS – Steinsagir, kjarnaborvélar, gólf- og vegsagir MHG Verslun ehf | Víkurhvarf 8 | 203 Kópavogi | Sími 544-4656 | www.mhg.is ALLT FYRIR ATVINNUMANNINN HUSQVARNA FS 400 LV Sögunardýpt 16,5 sm HUSQVARNA K 770 Sögunardýpt 12,5 sm HUSQVARNA K 2500 Sögunardýpt 14,5 sm HUSQVARNA DM 230 HUSQVARNA K 3600 MK II Sögunardýpt 27 sm HUSQVARNA Steinsagarblöð og kjarnaborar Bænda Auglýsingar Hafa áhrif Ný 49 km ferðaleið á Suðurlandi: Vitaleiðin – á milli þriggja vita Vitaleiðin er nafn á nýrri ferða- leið á Suðurlandi þar sem ferða- mönnum og heimamönnum gefst kostur á að fara á milli þriggja vita. Leiðin nær frá Selvogi í Ölfusi að Knarrarósvita rétt hjá Stokkseyri með stoppi í Hafnarnesvita í Þorlákshöfn. „Hugmyndin að leiðinni kom upp fyrir um ári en Markaðsstofa Suðurlands er að vinna að ver- kefnum í tengsl- um við ferða- leiðir og fannst okkur tilvalið að horfa á vit- ana sem marka Vi ta le ið ina . Við höfðum samband við sveitarfélögin Árborg og Ölfus til að vinna verkefnið með okkur og það var vel tekið í hugmyndina,“ segir Laufey Guðmunds dóttir, verk- efnisstjóri hjá Markaðs stofunni. Hún segir Vitaleiðina skemmti- lega og bjóða upp á fjölbreytta ferða- máta, hvort sem þú ert göngugarpur, hlaupari, hestamaður, hjólreiðamaður eða vilt bara heimsækja helstu stað- ina og aka veginn. „Þarna getur þú valið þér þinn uppáhalds ferðamáta og farið eins hægt eða hratt og hentar þér. Vegleiðin er um 45 km löng en ef þú velur að ferðast á umhverfis- vænni hátt með því að ganga, hlaupa, hjóla eða fara ríðandi á hestum þá er leiðin um 49 km meðfram strand- lengjunni,“ segir Laufey. Heimasíða Vitaleiðarinnar er www.south.is/ vitaleidin. Vitaleiðin er fyrir alla Þegar Laufey er spurð hver sé mark- hópur Vitaleiðarinnar segir hún að leiðin sé fyrir alla sem eiga auðvelt með ganga. „Já, þú gengur hana samt tæplega á einum degi þar sem hún er tæplega 50 km löng en er fín þriggja daga gönguleið þar sem þú stoppar og nýtur þín í þorpunum þremur á leiðinni, Þorlákshöfn, Eyrarbakka og Stokkseyri. Það er engin hækkun á leiðinni en undirlagið getur verið mismunandi eftir því hvar þú ert staddur á leiðinni. Það er einmitt ein af upplifunum leiðarinnar að sjá fjölbreytileikann í fjörunum, hraunafjara með tjörnum eða svört sandfjara. Á milli Stokkseyrar og Eyrarbakka er malbikaður stígur, á Eyrarbakka er hægt að ganga á sjóvarnargarðinum og leiðin frá Þorlákshöfn að Selvogi er slóði,“ segir Laufey. /MHH Verkefninu um Vitaleiðina var formlega hleypt af stokkunum í byrjun júlí en hér eru forsvarsmenn verkefnisins með kortið af leiðinni. Myndir / Aðsendar Laufey Guðmundsdóttir. Kort af Vitaleiðinni sem Þórarinn Gylfason teiknaði fyrir verkefnið verða sett upp á gönguleiðinni.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.