Bændablaðið - 30.07.2020, Side 22

Bændablaðið - 30.07.2020, Side 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 202022 Austur vegi 69 // 800 Selfoss // 480 0400 // jotunn.is // jotunn@jotunn.is Vesturhrauni 3 // 210 Garðabær // 480 0000 // af lvelar. is // sala@aflvelar. is Cobalt 550 Max ltd Götuskráð tveggja manna Kr. 1.680.000 Iron 450 Max ltd Götuskráð tveggja manna Kr. 1.480.000 með vsk. með vsk. götuskráð ! drIflæsIng fraMan og aftan / hátt og lágt drIf / rafléttIstýrI / dráttarkúla / spIl / stór dekk / stIllanleg fjöðrun Breytingar á lögum um ökutækjatryggingar: Haugsugulán varð bónda dýrkeypt – Eftirvagnar ekki lengur tryggðir í gegnum ökutæki Með nýjum lögum um ökutækja­ tryggingar, sem tóku gildi 1. janúar 2020, telst eftirvagn (t.d. kerrur, hestakerrur, tjaldvagnar og fellihýsi) eða annað tæki sem fest er við ökutæki sem ein heild. Hjá bændum geta þetta t.d. verið rúlluvélar, vagnar, heyvinnuvélar, haugsugur o.fl. sem dregið er af dráttarvélum. Breytingin þýðir að ábyrgðartrygging ökutækis nær ekki yfir tjón sem verður á eftirvagni óháð eignarhaldi. Áður tók ábyrgðartryggingin á slíku tjóni ef eigandi eftirvagns var ekki ökumaður eða eigandi ökutækisins. Haugsugan ótryggð Bóndi nokkur lánaði haugsugu á milli bæja eins og góðir nágrannar gera. Haugsugan var ekki tryggð sérstaklega en sá sem fékk hana lán­ aða lenti í tjóni. Haugsugan sjálf var ótryggð og lenti því tjónið á bónd­ anum sem fékk haugsuguna lánaða. Vátryggingafélag Íslands kynnti breytingarnar með eftirfarandi dæmi: A fær kerru lánaða hjá B og lendir í ökutækjatjóni sem hann er valdur að. • Fyrir lagabreytingu: Tjón á kerru greiðist úr ábyrgðartryggingu ökutækis A. • Eftir lagabreytingu: Tjón á kerru greiðist ekki úr ábyrgðartryggingu ökutækis A. Ábyrgðartrygging ökutækis tekur áfram á tjónum sem verða vegna ökutækis sem dregur eftirvagn, að vagni frátöldum. Til að tryggja tengivagninn sjálfan þarf að kaskótryggja hann. Þess ber að geta að kaskótrygging ökutækis nær ekki yfir tengivagninn. Hálfkaskó getur dugað Bændur eru margir hverjir með svo­ kallaðar „hálfkaskótryggingar“ á dráttarvélum til landbúnaðar starfa. Undir þann skilmála falla landbún­ aðartæki í eigu vátryggingataka sem eru fast tengd við dráttarvél­ ina þegar hún veltur eða hrapar. Bótasvið tryggingarinnar innifelur einnig bruna, skemmdir vegna eldinga, rúðubrota og þjófnað­ artilrauna en þessir þættir eiga ein­ göngu við um dráttarvélina sjálfa. Tryggingafélögin hafa hvatt sína viðskiptavini til þess að fara yfir trygginga málin og hafa samband við sitt tryggingafélag ef þeir eiga tengivagn. /TB Bændum er ráðlagt að fara yfir tryggingamálin og skoða hvort ökutækjatryggingar þeirra nái yfir eftirvagna eins og haugsugur og heyvinnutæki. Mynd / TB FRÉTTIR Ferðaþjónustufyrirtækið Iceland Unlimited: Boðnir afarkostir og okurvextir Eigandi ferðaþjónustu fyrir­ tækisins Iceland Unlimited þurfti að hóta að setja fyrirtækið í þrot eftir að hann lenti í skuld við greiðslumiðlunarfyrirtæki í kjöl­ far afbókana vegna COVID­19. Hann segir að sér hafi verið stillt upp við vegg með afarkostum. „Ég náði að lokum samningi við mitt kortafyrirtæki en til þess að sá samningur næðist þurfti ég að hóta því að setja fyrirtækið mitt í þrot,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson hjá Iceland Unlimited. „Kortafyrirtækið stillti mér hreinlega upp við vegg og bauð í fyrstu upp á afarkosti og okurvexti.“ Jón segir að það hafi komið sér verulega á óvart að greiðslu­ miðlunar fyrirtækið, sem hann hafi verið í viðskiptum við í tíu ár, eða frá stofnun þess, hafi boðið sér afarkosti eftir að hann lenti í vandræðum með greiðslur í kjölfar COVID­19. Afpantanir og endurgreiðslur Jón segir að í kjölfar COVID­19 hafi hann lent í skuld við greiðsl­ umiðlunarfyrirtækið. „Skuldin varð þannig til að einhverjir aðilar voru búnir að greiða fyrir þjónustu hjá okkur með greiðslukorti og greiðsluþjónustan búin að áfram­ greiða til okkar. Svo gerist það að í kjölfar COVID­19 afpanta sumir ferðina og fá endurgreiðslu frá greiðslumiðluninni og hún endur­ krefur mig um það sem hún er búin að borga mér. Það er því óumdeil­ anlegt að ég er í skuld við greiðslu­ miðlunina. Vandinn hjá mér er aftur á móti sá að ég er búinn að nota hluta af peningunum í fjárfestingar sem tengjast rekstrinum og er ekki að fá neina innkomu á móti og get því ekki greitt allt að fullu til baka.“ Afarkostir „Fyrirtækið sem ég er í viðskiptum við bauð í fyrstu hreina afarkosti til að gera upp við sig og það sem ég kalla okurlán. Samningurinn sem mér var boðinn átti að bera 10% vexti, auk þess sem ég átti að greiða helming af öllum jákvæðum færslum til þeirra, sem þýðir að greiðslumiðlunarfyrirtækið átti að fá helminginn af öllum kreditkortagreiðslum til mín sem lið í að greiða niður skuldina. Auk þess sem að í lok hvers mánaðar átti ég að greiða þeim eina milljón króna inn á skuldina og ofan á þetta allt saman átti að bætast um 0,5% álag á höfuðstólinn.“ Hótaði að setja fyrirtækið í þrot „Með því að bjóða slíka afarkosti er greiðslumiðlunin að nýta sér með grófum hætti mjög erfiða stöðu hjá mér og stilla mér upp við vegg og ætlar sér um leið að græða á því.“ Jón segir að hann hafi neitað þessum skilmálum og hótað að setja Iceland Umlimited í þrot og að því fylgdi að greiðslumiðlunin fengi ekkert upp í sína skuld. „Um leið og ég gerði það er mér boðinn annar og betri samn­ ingur og með 4% vöxtum. Greiðslu­ miðlunarfyrirtækið var sem sagt umsvifalaust tilbúið til að draga úr kröfunum þegar ég hótaði að fara með mitt fyrirtæki í þrot. Satt best að segja taldi ég mig eiga inni einhverja góðvild hjá fyrirtæki sem ég er búinn að vera í viðskiptum við í tíu ár en svo er greinilega ekki. Í framhaldi af þessu og rúmlega 100% hækkunar á þóknunargjaldi greiðslumiðlunarinnar í október á síðasta ári hef ég verið að horfa í kringum mig eftir öðrum kostum erlendis sem bjóða upp á sams konar þjónustu,“ segir Jón Gunnar Benjamínsson hjá Iceland Unlimited. /VH Jón Gunnar Benjamínsson, eigandi Iceland Unlimited. Mynd / Aðsend Bændur taka á móti gestum í Mosfellsdal: Námskeið í dýrahirðingu Á Hraðastöðum í Mosfellsdal er tekið á móti margvíslegum hópum allt árið um kring þar sem jafnt ungir sem aldnir una sér í návígi við dýrin á staðnum. Húsfreyjan, Nína Baastad, sér um reksturinn og segir það ákaflega skemmtilegt að geta kynnt sveitina allt árið um kring. „Við byrjuðum að taka á móti leikskólum fyrir 16 árum en fyrir sex árum, þegar dætur okkar vantaði sumarvinnu, kom upp sú hugmynd að halda námskeiðin Sveitasælu fyrir börn frá sex ára aldri. Þetta eru vikulöng námskeið sem er tvískipt fyrir og eftir hádegi. Þá hjálpa börnin til við að hirða um dýrin og læra að umgangast þau. Margir koma ár eftir ár en þetta eru hátt í 400 börn sem koma á ári hverju. Þessa návist við dýrin vantar svo mikið í dag og í raun að komast í sveit. Opið um helgar fyrir gesti Um helgar höfum við opið fyrir almenning frá 11–17 og teymt er undir krakka milli klukkan 13 og 14. Það eru alls kyns hópar sem koma hingað og hefur verið vinsælt hjá starfsmannafélögum að koma ásamt dvalarheimilum aldraðra. Við fengum einmitt hóp frá eldri borgurum í fyrra sem var virkilega skemmtilegt, þá var meðalaldurinn um 90 ár og þau voru öll svo glöð að koma. Þá fengum við góðar sögust­ undir og minningar úr sveitinni frá þeim,“ segir Nína. /ehg Um helgar er opið á Hraðastöðum í Mosfellsdal frá kl. 11–17. Teymt er undir krökkum milli klukkan 13 og 14. Mynd / Aðsend

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.