Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 20204 FRÉTTIR Kúa- og svínabændur í Norðurgarði hefja framleiðslu á útiræktuðu grænmeti: Lífleg brokkolí- og blómkálsrækt á Skeiðunum Bændurnir á Norðurgarði á Skeið­ um ákváðu að hefja tilrauna­ ræktun með blómkál og brokkolí á vormánuðum og um þessar mundir byrja þau að uppskera brokkolí en blómkálið á aðeins lengra í land. Ef vel gengur hyggjast þau færa enn frekar út kvíarnar og prófa fleiri tegundir, eins og kínakál og hvítkál, á næsta ári. Hjónin Ásmundur Lárusson og Matthildur Elsa Vilhjálmsdóttir reka sextíu kúa mjólkurbú á Norðurgarði ásamt því að vera með uppeldisgrísi fyrir Laxárdal. Nú bætist einnig útiræktunin við sem er á um 15 hektara svæði. „Þar sem sonur okkar og jafnvel báðir synirnir eru að koma inn í reksturinn hugsuðum við leiðir til að hafa meiri fjölbreytileika og ákváðum að prófa þessa ræktun. Síðan finnst mér þetta í raun mjög skemmtilegt svo það verður spennandi að sjá hvernig þetta þróast. Við sáðum þessu út í bakka í gróðurhúsi til að byrja með hérna heima um miðjan aprílmánuð áður en þessu var plantað út,“ útskýrir Ásmundur. Horfa til meiri fjölbreytni Ef vel gengur setja hjónin stefnuna á að koma sér upp gróðurhúsi næsta vor fyrir enn frekari ræktun. Nú styttist í að þau geti farið að uppskera brokkolí en blómkálið á örlítið lengra í land. „Þetta eru vörur sem vantar virkilega á markaðinn, það er úr íslenskri ræktun sem er fullmögulegt. En þetta er töluvert bras og mikil vinna í kringum þetta. Við erum að uppskera í kringum 3–400 gramma hausa og hefur varan um fimm vikna geymsluþol. Við ákváðum að fara í samstarf við Sölufélagið sem kemur hingað og sækir og sér um að pakka vörunni fyrir verslanir,“ segir Ásmundur og bætir við: „Það var kalt í vor en það virðist ekki koma að sök, þessi ræktun hentar vel fyrir íslenskar aðstæður. Nú erum við strax farin að hugsa um fleiri möguleika, það er að hafa meiri fjölbreytni og horfum við til kínakáls og hvítkáls næsta vor. Við notum engin eiturefni við ræktunina, einungis áburð og síðan fer afskurðurinn í kýrnar svo það er hámarksnýting á afurðinni. En þetta útheimtir mannskap, bæði þegar sett er niður og við upptöku og það þarf að gera í góðu veðri svo það er ýmislegt sem þarf að hafa í huga eins og við búskap almennt.“ /ehg Ásmundur Lárusson, bóndi á Norðurgarði á Skeiðum, sáði út, ásamt fjölskyldu sinni, brokkolí og blómkáli í vor til að auka fjölbreytni í framleiðslu á bænum. Myndir / ehg Jafnt stórir sem smáir hjálpuðu til við að setja niður plönturnar í vor en bændurnir fengu lánaða vél frá Flúðum. Brokkolí- og blómkálsplönturnar líta vel út og fara bændurnir senn að uppskera brokkolí þar sem hausarnir eru um 3–400 gramma stórir þegar þeir eru sendir í verslanir. Haustslátrun hjá SS hefst 4. september: Engir slátrarar koma frá Nýja-Sjálandi í ár Haustslátrun sauðfjár hefst hjá Slát­ urfélagi Suðurlands á Sel fossi föstu­ daginn 4. september en reiknað er með að slátra um 106.000 fjár í ár. „Við ætluðum að vera til 4. nóvember en vegna kórónu veirunnar þá fáum við ekki atvinnuslátrara frá Nýja-Sjálandi og höfum því ákveðið að framlengja slátrunina strax um tvo daga, eða til 6. nóvember,“ segir Benedikt Benediktsson, framleiðslustjóri hjá SS. 120 starfsmenn ráðnir Benedikt segir að Íslendingar sæki lítið sem ekkert um störf í slátur- tíðinni og því verður erlent starfsfólk frá Póllandi ráðið í meira mæli en áður, en alls verða ráðnir um 120 starfsmenn í sláturtíðina. „Við reiknum með að það gangi að ráða Pólverjana með því að skima á landamærum og svo aftur 4–5 dögum eftir komu til landsins því það er mikilvægt að ekki berist smit inn í sláturhús því það getur haft alvarlegar afleiðingar ef slátrun stoppar. Við þurfum einnig að grípa til fleiri aðgerða til að hefta líkur á smiti með því að setja upp bráðabirgðaaðstöðu til að stækka matsal svo meira bil sé á milli fólks í matsalnum og einnig mun aðgangur annarra en starfsmanna vera bannaður til að minnka líkur á smiti á meðan sláturtíð stendur,“ bætir Benedikt við. /MHH Benedikt Benediktsson, framleiðslu- stjóri hjá SS. Myndir / MHH SS reiknar með að slátra um 106 þúsund fjár á Selfossi í haust og að ráða þurfi 120 starfsmenn sértaklega í sláturtíðina. Formaður Búnaðarsambands Suður -Þingeyinga: Hægt að ná góðri uppskeru verði veður gott fram á haustið „Heilt yfir gengur vel hér á svæðinu. Það er enn mikið eftir af sumrinu og ef haustið verður gott ætti að nást að heyja vel,“ segir Haukur Marteinsson, formaður Bún aðar sambands S­Þingeyinga og bóndi á Kvíabóli í Kinn. Hann segir að skortur á vætu hafi sett svip sinn á fyrri hluta sumars, en hefði ekki endilega haft afgerandi áhrif á fyrsta slátt, þótt dæmi væru vissulega um það frá einhverjum stöðum. „Það hefur rignt vel síðustu daga og þó það hafi líka verið kalt hef ég heyrt af því að bændur hafi borið á meiri áburð eftir slátt en vanalega í von um auka uppskeru,“ segir Haukur. Endurrækt túna með mesta móti Kal var gríðarmikið í sýslunni á liðnu vori og segir Haukur að búið sé að taka út kal á yfir 50 bæjum og sé það á bilinu frá 40 og upp í 90% á milli bæja, þannig að jarðrækt og endurvinnsla túna hafi verið með allra mesta móti. Spretta í nýræktun er að jafnaði góð og telur Haukur að heilmikil uppskera geti náðst það sem eftir lifir sumar og fram á haust verði veður með skaplegum hætti. „Þó er auðvitað misjafnt hversu snemma að vorinu menn komust í að vinna upp tún og vissulega hefur það áhrif þar sem nýlega var búið að sá og að lenda í kjölfarið í þurrkum. Þær nýræktir sem sáð var í fyrst munu gefa mestu uppskeruna,“ segir Haukur. /MÞÞ Haukur Marteinsson. Tún og rýgresisnýræktir í Kaldakinn líta ágætlega út. Mynd / HM Það varð uppi fótur og fit á samfélags miðlum í vetur þegar nýr rjómaostur frá MS var settur á markað. Neytendur brugðust margir hverjir ókvæða við og sögðu að nýr og mýkri rjómaostur hentaði verr til matargerðar en sá gamli. Nú hefur MS gefið út að gamla uppskriftin að rjómaosti sé fáanleg í búðum á ný. „Til að koma til móts við sem flesta neytendur var ákveðið að setja gamla rjómaostinn aftur á markað og verður hann fáanlegur í verslunum samhliða þeim nýja. Gamli rjóma- osturinn er stífari en sá nýi og hentar einkar vel í eðlur, ídýfur og aðra heita rétti. Gamli rjómaosturinn kemur í 200 g umbúðum og vonum við að neytendur sem hafa saknað þess gamla geti nú tekið gleði sína á ný,“ segir í tilkynningu frá MS. /TB Gamli rjóma- osturinn fæst á ný Gamli rjómaosturinn þykir stífari en sá nýi. Mynd / MS Doktor Hrönn Jörundsdóttir hefur verið skipuð í embætti forstjóra Matvælastofnunar til næstu fimm ára. Hrönn er með BS-gráðu í efnafræði frá Háskóla Íslands og lauk MS-prófi í umhverfisefnafræði árið 2002 frá Stokkhólmsháskóla. Árið 2009 lauk hún einnig doktorsgráðu í umhverfisefnafræði frá sama skóla og hefur unnið hjá MATÍS undanfarin 11 ár. Frá árinu 2016 hefur hún verið stjórnandi hjá MATÍS þar sem hún hefur stýrt fjölmörgum innlendum og alþjóðlegum rannsóknaverkefnum, stefnumótun, rekstri og ráðgjafarverkefnum. Einnig hefur Hrönn verið formaður áhættumatsnefndar á sviði matvæla, fóðurs, áburðar og sáðvöru frá árinu 2019. Hún hefur enn fremur sérhæft sig á sviði matvælaöryggis, áhættumats og áhættumiðlunar. Alls bárust átján umsóknir um starf forstjóra Matvælastofnunar. Mat hæfnisnefnd fimm umsækjendur vel hæfa til þess að gegna starfinu. Í kjölfarið boðaði ráðherra þá í viðtal þar sem ítarlega var farið ofan í einstaka þætti starfsins og sýn umsækjenda. /VH Hrönn Jörundsdóttir nýr forstjóri MAST Hrönn Jörundsdóttir. Mynd / Matís Húsfreyjurnar í Hamarsbúð á Vatnsnesi í Húnaþingi bjóða upp á hið rómaða kaffihlaðborð um verslunarmannahelgina. Hlaðborð Húsfreyjanna byggir á grónum matarhefðum Vatnsness en boðið er upp á rjómapönnukökur, parta, skonsutertu, reyktan silung og kæfu, rabarbaraköku, randalínu, kanil- sem og möndlutertu og margt annað gómsætt og gott. Opið er 1. og 2. ágúst milli kl. 14 og 18. Verð á hlaðborði er kr. 2.000 fyrir 13 ára og eldri en kr. 1.000 fyrir 6–12 ára. Gestir eru beðnir að koma með reiðufé þar sem enginn posi er á staðnum. Kaffihlaðborð um verslunarmannahelgina

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.