Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 32

Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 202032 Undanfarin ár hefur Ráðgjafar­ mið stöð landbúnaðarins unnið að söfnun og úrvinnslu rekstrar­ gagna frá sauðfjárbúum. Allt í allt telur gagnagrunnurinn núna gögn frá 56­65 sauðfjárbúum um land allt fyrir árin 2014–2018. Niðurstöður 2018 Í 3. og 4. tbl. Bændablaðsins árið 2019 var gerð grein fyrir niðurstöð um verkefnisins 2014–2017 en nú skulum við skoða niðurstöður fyrir árið 2018 og höfum árið 2017 til samanburðar. Árið 2018 stóðu þessi 64 sauðfjárbú sem skiluðu gögnum undir 8,3% af landsframleiðslu dilkakjöts í landinu. Forsendurnar að baki liðunum í töflu 1 má sjá í vefútgáfu greinarinnar á bbl.is. Best reknu búin hafa lægri framleiðslukostnað Niðurstöður fyrir árið 2018 sýna í raun lakari rekstrarniðurstöðu en árið 2017. Framleiðslukostnaður er svipaður milli ára á hvert kíló en tekjur lækka milli ára sem skýrist af auknum opinberum greiðslum skv. fjáraukalögum 2017 vegna falls í afurðaverði og hvernig því framlagi var skipt milli búa líkt og getið er um í reglugerð nr. 19/2018 og bókfærðist árið 2017. Hins vegar skal bent á að uppbætur á afurðaverð haustið 2018 eru hjá flestum sláturleyfishöfum bókfærð 2019 og tilheyra því bókhaldsári. Jafnframt sýna niðurstöðurnar árið 2018 að best reknu búin hafa lægri framleiðslukostnað á hvert kíló dilka­ kjöts. Í töflu 3 sést að búin í efsta þriðj­ ung eru með framleiðslukostnað upp á 895 krónur á kíló sem er 150 krónum lægra en meðaltal gagna safnsins. Helsti munurinn milli áranna 2017 og 2018 liggur í því að búin sem hafa minnsta framlegð hafa fækkað fé hlutfallslega meira en búin sem hafa mesta framlegð, kostnaður­ inn er áfram til staðar, framleiðslan minni og framleiðslukostnaður hærri sem því nemur. Munurinn á fram­ leiðslukostnaði best reknu búanna og þeirra sem eru lakari hefur aukist og er núna 332 krónur á kíló. Rétt er að vekja athygli á því að búin sem hafa mesta framlegð eru með 16.662 krónur á kind meðan búin með minnstu framlegðina hafa 7.174 krónur á kind. Það er munur upp á 9.500 krónur á kind. 400 kinda bú í efsta þriðjungi hefur því 3,8 milljónum meira úr að moða til að greiða fastan kostnað, greiða laun og borga af lánum en sambærilegt bú í neðsta þriðjungi. Þegar tafla 3 er skoðuð nánar sést að flestir kostnaðarliðir hjá búunum í efsta þriðjungi eru mun hagstæðari en hjá búunum í hinum tveimur flokkunum. Hér geta verið veruleg sóknarfæri í bættri afkomu. Áframhald verkefnis Það eru víða tækifæri til að bæta reksturinn á hverju búi fyrir sig en engin ein lausn hentar öllum. Það er oft gott að bera sig saman við aðra og velta fyrir sér hvort hlutirnir þurfi að vera með þeim hætti sem þeir eru, ef dæmi sýna að önnur sambærileg bú ná betri árangri með minni tilkostnaði og meiri afurðum en manns eigið bú. Með góðu liðsinni fagráðs í sauðfjárrækt og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins höfum við fengið tækifæri til að halda þessu verkefni áfram og bjóðum sauðfjárbændum enn og aftur að ganga til liðs við okkur í þessu mikilvæga verkefni. Ávinningurinn af verkefninu er margvíslegur en fyrst og fremst er þetta eini gagnagrunnurinn sem gefur raunverulega mynd af afkomu sauðfjárbænda og jafnframt eini gagnagrunnurinn sem gefur bænd­ um færi á að sjá hvernig þeir standa rekstrarlega í samanburði við aðra í sambærilegum rekstri. Verkefnið er bændum að kostnaðarlausu og framlag fagráðs gefur okkur færi á að borga þátttakendum fyrir gögnin sem við fáum til úrvinnslu. Best er að fá gögnin lykluð m.v. grunnlykla í dkBúbót en einnig má senda landbúnaðarframtal RSK 4.08. Þau bú sem eru með bókhaldið sitt í hýsingu hjá RML geta sent Maríu verkefnisstjóra beiðni um að nálgast þau þar en hún hefur aðgang að þeim sem þjónustufulltrúi við dkBúbót. Þátttakendur athugið Við erum afskaplega þakklát öllum þeim sem hafa lagt lóð á vogarskálar þessa verkefnis og bjóðum bæði eldri og nýja þátttakendur velkomna í verk­ efnið. Þau bú sem óska eftir þátttöku í þessu verkefni þurfa að tilkynna slíkt til verkefnisstjóra fyrir 21. ágúst nk. Verkefnisstjórar eru Eyjólfur Ingvi Bjarnason (eyjolfur@rml.is) og María Svanþrúður Jónsdóttir (msj@ rml.is) sem veita nánari upplýsingar. Eyjólfur Ingvi Bjarnason og María Svanþrúður Jónsdóttir Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins ehf. 8S NÝR Austurvegi 69 // 800 Selfoss // 480 0400 // jotunn.is // jotunn@jotunn.is LANDBÚNAÐARDEILD AFLVÉLA Afkomuvöktun sauðfjárræktar: Best reknu búin hafa lægri framleiðslukostnað – Bú sem sem hafa mesta framlegð eru með 16.662 krónur á kind á meðan búin með minnstu framlegðina fá 7.174 krónur á kind. 2018 Þátttökubú Skýrsluhald 300 ær eða fleiri Reiknuð kg fullorðnar ær 29,8 27,8 Fædd lömb fullorðnar 1,93 1,84 Til nytja fullorðnar 1,76 1,65 Reiknuð kg veturgamlar ær 12,6 11,2 Fædd lömb veturgamlar 1,10 0,93 Til nytja veturgamlar 0,78 0,69 Fallþungi 16,6 16,9 Gerð 9,37 9,08 Fita 6,35 6,53 Tafla 2 - Munur á meðaltali skýrsluhaldsniðurstaða hjá þátttökubúum og búum í skýrsluhaldinu með fleiri en 300 skýrslufærðar ær. Tafla 1 - Meðaltöl kostnaðarliða eftir árum. Munur talna fyrir 2017 frá grein í 3. tbl. 2019 er vegna fleiri þátttökubúa. 2017 n=65 Meðaltal 2018 n=64 Meðaltal Ásetningshlutfall 1,11 1,06 Framleiðslukostnaður kr/kg 1.045 1.056 Afurðatekjur kr/kind 9.656 10.010 Opinberar greiðslur kr/kind 13.492 12.510 Aðkeypt fóður kr/kind 577 520 Áburður og sáðvörur kr/kind 3.014 2.804 Rekstur búvéla kr/kind 2.396 2.761 Rekstrarvörur kr/kind 2.061 2.038 Ýmis aðkeypt þjónusta kr/kind 2.537 2.666 Framlegð kr/kind 12.563 11.760 Viðhald eigna kr/kind 1.109 1.494 Annar rekstrarkostnaður kr/kind 1.260 1.391 Laun og launatengd gjöld kr/kind 6.989 6.791 EBITDA kr/kind 6.793 5.697 Afskriftir kr/kind 3.660 3.711 Fjármagnsliðir kr/kind 2.528 2.556 Árið 2018 Miðað við framlegð kr/kind Efsti 1/3 Miðja Neðsti 1/3 Búrekstrarupplýsingar: n=64 Ásetningshlutfall m.v. ærgildi 0,96 1,00 1,26 Framleiðslukostnaður kr/kg 895 1.060 1.227 Afurðatekjur kr/kind 11.031 9.794 9.253 Opinberar greiðslur kr/kind 13.906 12.945 10.716 Aðkeypt fóður kr/kind 449 636 484 Áburður og sáðvörur kr/kind 2.215 3.360 2.846 Rekstur búvéla kr/kind 2.245 2.682 3.304 Rekstrarvörur kr/kind 1.634 2.218 2.255 Ýmis aðkeypt þjónusta kr/kind 1.732 2.204 3.907 Framlegð kr/kind 16.662 11.638 7.174 Viðhald útihúsa og girðinga 1.139 1.176 2.110 Annar rekstrarkostnaður 1.232 1.568 1.372 Laun og launatengd gjöld 7.805 6.506 6.041 Þáttatekjur/EBITDA kr/kind 7.941 6.850 2.521 Afskriftir kr/kind 2.971 5.292 2.992 Fjármagnsliðir kr/kind 1.615 2.514 3.455 Tafla 3 – Búrekstrarupplýsingar 2018 skipt eftir framlegðarflokkum. Þessir þrír hrútar hugsa sitt um hagkvæmni í rekstri sauðfjárbúa. Mynd / BBL

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.