Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 36

Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 202036 112.765.594 ástæður til að elska hitaveitur! „Pabbi, það kemur ekkert heitt vatn úr krananum!“ sagði sonur minn við mig í töluverðri geðs­ hræringu þegar hann átti að þvo hendurnar fyrir svefninn, fyrsta kvöldið sitt í heimsókn til heima­ lands móður sinnar. Þar vorum við stödd í Perú, landi þar sem heimsklassa jarðvar maauðlind er til staðar – en skrefið hefur ekki verið tekið að fara í stórfellda nýt­ ingu á henni. Besta tæknilega lausnin Fyrir okkur sem lifum og hrærumst í orku- og veitumálum er það oft sérstakt að upplifa hversu litla athygli og umræðu það fær nú- orðið hversu mikil lífsgæði nýt- ing jarðvarmaauðlindarinnar færir Íslendingum. Hérlendis eru rúmlega 90% híbýla á Íslandi kynt með hitaveitu sem byggir á beinni nýtingu jarðhita, en einnig eru starfræktar nokkrar sem nota raforku sem orkugjafa. Þannig er nær öll húshitun á Íslandi byggð á endur nýjanlegum orkugjöfum. Þessi staða sem við búum við á Íslandi er e-ð sem aðrar þjóðir dreymir um að ná. Í Hollandi er til dæmis fram undan risastórt átak í að byggja upp nýtingu jarðhita til húshitunar. Þegar Hollendingar leita sér fyrirmyndar, sérþekkingar og almennt aðstoðar við verkefnið, þá leita þeir hingað – til okkar. Hagstæð lausn fyrir heimili og fyrirtæki Húshitun með jarðhita er ekki bara almennt viðurkennt sem besta verkfræðilega lausnin í þeim geira, heldur er hún líka ákaflega hagstæð fyrir heimili og fyrirtæki. Ef við berum til dæmis saman húshitunarkostnað í höfuð- borgum á Norðurlöndum kemur í ljós að hann er afgerandi lægstur á Íslandi. Þar er kostnaðurinn hér- lendis að meðaltali þrefalt lægri en í öðrum höfuðborgum á Norður- löndum. Lífsgæði og atvinnusköpun Annað umkvörtunarefni barnanna minna þegar við vorum í Suður- Ameríku var að komast ekki í sund, því börnin eru vön því að geta valið úr 10 frábærum og heitum sundlaugum um helgar. Þegar heim var komið var það eitt fyrsta verkið að fara í Lágafellslaugina. Auk sundlaug- anna okkar frægu hefur undanfarin ár verið mikil uppbygging hringinn í kringum landið hjá ferðaþjónustu- fyrirtækjum sem byggja á nýtingu heita vatnsins. Má þar t.d. nefna Bláa lónið, Sjóböðin á Húsavík, Bjórböðin á Árskógssandi, Vök Baths í Fljótsdalshéraði og Fontana í Bláskógabyggð. Þá má ekki gleyma hátæknifyrirtækjunum okkar sem nýta heita vatnið til ræktunar í gróð- urhúsum, fiskeldis, framleiðslu á há- tækni lækninga og snyrtivörum og alls kyns atvinnusköpunar. Risastórt framlag í loftslagsmálum Mér telst til að ég sé kominn með sjö ástæður til að elska hitaveitur. Sem þýðir að mig vantar 112.765.587 ástæður, ef ég ætla að ná því sem boðað var í titli greinar minnar. Það næst með því að skoða hversu mikið hitaveiturnar spara okkur í losun gróðurhúsalofttegunda. Húshitun (og rafmagnsframleiðsla) með endurnýjanlegum orkuauðlindum er langstærsta framlag Íslands í loftslagsmálum. Samkvæmt tölum frá Orkustofnun er uppsafnaður sparnaður Íslendinga í losun gróð- urhúsalofttegunda í gegnum árin, með því að notast við endurnýjan- lega orku til húshitunar í stað jarð- efnaeldsneyta, 112.765.587 tonn. Til samanburðar við þessi 112 milljón tonn, þá má nefna að árlega losun frá landbúnaði á Íslandi er 0,6 milljón tonn. Förum vel með auðlindina Þessi árangur er ekki sjálfsagður. Það var og er gríðarlega kostnað- arsamt og flókið verkefni að byggja upp og viðhalda íslenska hitaveitu- kerfinu. Sú staðreynd kallar á að við kunnum að meta heita vatnið og hitaveiturnar og förum sparlega með þessa verðmætu auðlind. Þar er margt sem við getum öll gert. Á heimasíðu Veitna má t.d finna mörg góð hollráð um heitt vatn: • Berum saman okkar notkun við meðalnotkun sambæri- legs heimilis og skoðum hvernig við getum nýtt heita vatnið sem best. • Látum fagmann stilla hita- kerfið. • Notum lofthitastýrða ofn- loka til að jafna innihitann. • Förum yfir þéttleika og ein- angrun glugga og hurða. • Lokum gluggum þegar kalt er úti. • Förum yfir hitakerfi hússins og jafnvægisstillum þegar kólna fer í veðri. Ég lofaði 112.765.594 ástæðum til að elska hitaveitur og vona að ég hafi sýnt fram á það. Þær eru samt miklu fleiri. Ef þið höfðuð nb. gaman af þessari grein minni þá bendi ég á næstu grein mína: 320.680.342 ástæður til að elska endurnýjanlega raforku! Höfundur er forstöðumaður fags- viða hjá Samorku LESENDABÁS Sigurjón Norberg Kjærnested. FISKNYTJAR&NÁTTÚRA Vöktun er mikilvæg til að fylgjast með því hvort eldislax sé að ganga upp í veiðiár og er grunnforsenda þess að hægt sé að taka upplýstar ákvarðanir. Hafrannsóknastofnun hefur ekkert minnst á haustvöktun og lætur þannig hjá líða að upplýsa stjórnvöld um virkustu vöktunaraðferðina sem er forsendan fyrir því að hægt verði að meta hlutfall eldislaxa í veiðivötnum hér á landi á hagkvæman og skilvirkan hátt. Haustvöktun gengur út á að kafað er í veiðiár að hausti og taldir villtir laxar og eldislaxar. Í Áhættumati erfðablöndunar er megináhersla lögð á að vakta erfðablöndun, þ.e.a.s. staðfesta að atburðurinn erfðablöndun hafi átt sér stað. Hér er ,,lokaafurð“ mæld og metin, aðferðafærði sem var lögð af í sjávarútvegi fyrir áratugum. Nú er lögð áhersla á í sjávarútvegi að vera með eftirlitið sem næst þeim stað sem galli eða áhættan getur hugsanlega myndast. Þar er markmiðið að uppgötva og leiðrétta það sem aflaga fer sem fyrst til að lágmarka tjónið. Sýnatökur sem gefa takmarkaðar upplýsingar Til að staðfesta erfðablöndun er lagt til í Áhættumati erfðablöndunar að raf- veitt verði á hverju ári í um 20 veiðiám en aðeins sex þeirra er að finna á eld- issvæðum. Það er því aðeins verið að vakta lítinn hluta af veiðiám á eld- issvæðum sem getur staðfest hvort erfðablöndun hafi átt sér stað. Hér er um kostnaðarsama aðferðafærði og af skiljanlegum ástæðum s.s. í Noregi er ekki lagt mikið upp úr þessum DNA- sýnatöku til að ákvarða hlutfall eld- islaxa í veiðivötnum. Vöktunin felur því í sér að verið er að staðfesta tjónið, erfðablöndun, en áherslan ætti að vera að koma í veg fyrir slíkt og nota aðeins þegar grunur er um erfðablöndun til staðfestingar. Sýnatökur og villandi niðurstöður Í áhættumati erfðablöndunar er gert ráð fyrir því að senda til helstu lax- veiðiáa strokusýni (DNA-sýnatöku) og jafnframt óskað eftir hreistursýni til að meta hlutfall eldislaxa. Það eru ákveðin vandkvæði við notkun á þessari aðferð, ef sýnin eru tekin á stangveiðitímabilinu mælist lágt hlutfall eldislaxa sem gefur ekki raun- hæft viðmið um hlutfall eldislaxa á hrygningartímanum. Þetta er ástæðan fyrir því að Norðmenn leggja mikla áherslu á haustvöktun sem gefur góðar og raunhæfar upplýsingar um hlutfall eldislaxa í veiðiám. Haustvöktun Í Noregi hefur haustvöktun verið framkvæmd með góðum árangri síðustu ár í um 200 veiðiám. Meira finnst af eldislaxi í veiðiám að hausti en í stangaveiði að sumri. Það er ástæðan fyrir því að Norðmenn leggja mikla áherslu á að kortleggja hlutfall eldislaxa í veiðiám að hausti. Með haustvöktun fást áreiðanleg gögn til að leggja mat á hvort hugs- anleg erfðablöndun geti átt sér stað. Samfara auknu umfangi laxeldis á Vestfjörðum og umfangsmiklum áformum er skynsamlegt að vera með árlega haustvöktun til að meta stofnstærð villtra laxfiska og hlutfall eldislaxa eins og gert er í Noregi. Af hverju ekki haustvöktun? Það er athyglisvert að Hafrann- sóknastofnun forðast að nefna á nafn haustvöktun – hver ætli ástæðan sé fyrir því? Stundum er því haldið fram að veiðiréttareigendur muni ekki samþykkja að farið verði í þeirra veiðiár og leitað að eldislaxi. Staðan er sú að veiðiréttareigendur á Vestfjöðrum standa nú frammi fyrir því að í fyrsta áhættumati erfðablöndunar var lagt til 50.000 tonna eldi á frjóum laxi í sjókvíum á Vestfjörðum. Í nýju áhættumati á þessu ári voru framleiðsluheim- ildir hækkaðar í um 65.000 tonn. Ein sviðsmynd sem blasir við veiðiréttar eigendum er að eldislax getur leitað í töluverðum mæli upp í veiðiár ef stórar slysasleppingar eiga sér stað. Af hverju ættu þeir að vera á móti slíku inngripi sem fælist í haustvöktun? Það væri hlut- verk Umhverfissjóðs sjókvíaeldis, sem laxeldisfyrirtækin fjármagna, að greiða kostnaðinn og ávinningur veiðiréttareigenda væri að þeir fengju upplýsingar: • Um stofnstærð laxastofns í veiðivatninu og hvort hæfilegt veiði- álaga væri á stofninum. • Um hlutfall eldislaxa í veiði- vatninu og hugsanlegar líkur á erfða- blöndun áður en hrygning á sér stað. Árvaki Í áhættumati erfðablöndunar er lögð mikil áhersla á notkun árvaka. Stór kostur við árvaka er að þar kemur strax fram hvort eldislax er að ganga upp í veiðiár og geta þannig upplýst um slysasleppingar sem ekki hafa verið tilkynntar. Með að skoða erfðaefni stroku- laxanna er síðan hægt að staðfesta uppruna þeirra. Gallinn við vöktun með árvökum skv. upphaflegu áhættumati erfðablöndunar er að gert er ráð fyrir að staðsetning flestra þeirra verði langt frá eld- issvæðum þar sem eldi á frjóum laxi er heimilað. Eftir því sem fjær dregur þeim stað sem slysa- slepping hefur átt sér stað eru færri og færri eldislaxar sem leita upp í veiðiár og munu því flestir árvak- arnir skila litlu er varðar vöktun á hlutfalli eldislaxa í veiðivötnum. Slysaslepping getur því átt sér stað t.d. á sunnanverðum Vestfjörðum án þess að strokulax komi upp í árvökum. Þeir fjármunir sem fyr- irhugað er að verja í árvaka sem eru í jafnvel hundruða km fjarlægð er betur varið með að koma fyrir í meiri nálægð við eldissvæðin. Árvakar mæla þó aðeins hlutfall eldislaxa í örfáum veiðivötnum og ekki raunhæf leið til að vakta öll veiðivötn vegna mikils kostnaðar. Það er aftur á móti hægt að gera fyrir flestar eða allar veiðiár með haustvöktun sem er hagkvæmasta og besta aðferðafræðin til að vakta hlutfall eldislaxa í veiðiám. Höfundur er sjávarútvegs- fræðingur og hefur m.a. unnið við ýmis mál tengd fiskeldi í rúm þrjátíu ár. Valdimar Ingi Gunnarsson. Áhættumat erfðablöndunar og vöktun laxastofna Laxá í Kjós. Mynd / Aðsend Oft heyrum við talað um ferðamannastaði sem eftir­ sóknarverða áfangastaði, t.d. Tenerife. Þarna finnst mér að orðið „áfangi“ sé misskilið. Áfangi er hluti af lengri leið. Grunnbúðir 1 eru einn áfangastað- ur á leið þeirra sem ætla upp á topp Everest-fjalls, grunnbúðir 2 eru næsti áfangastaður o.s.frv. Þegar komið er á toppinn er hann ekki áfangastaður því lengra verður ekki komist, heldur er þá komið á leiðarenda eða ákvörðunarstað. Á toppnum er ekki hægt að setj- ast að þannig að hann er bara við­ komustaður. Þannig er það með flesta ferðamannastaði, þeir eru viðkomustaðir eða dvalarstaðir til skamms tíma. Oft er hægt að komast á ákvörðunarstað í einum áfanga en annars verðum við að stoppa á einhverjum áfangastað og halda síðan áfram seinna. Þorsteinn Guðmundsson MÁLFAR&MÁLNOTKUN Áfangastaður Er kroppurinn í lagi? Mörg búverk krefjast þess að bóndinn sé í líkamlega góðu formi. Hann verður að búa yfir styrk, lipurð og þoli til að mæta ólíkum verkefnum dagsins. Þess vegna er mikilvægt að halda sér í formi, gera reglulega æfingar og leggja áherslu á að styrkja alla vöðva líkamans. Er þitt bú öruggur og góður vinnustaður? Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is PO RT h ön nu n Sporléttur ferðamaður. Mynd / TB

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.