Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 45
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 2020 45
Mercedes-Benz Sprinter. Fallegur
og góður bíll vel umgenginn. Með
gott viðhald með rúmgóðan kassa
og lyftu. Nýskoðaður í toppformi.
Innfluttur frá Þýskalandi 2017. Verð
aðeins 2,3 m. Uppl. í síma 868-3144.
Til sölu
Plast í fjárhúsgólf og stíur. Bása- og
drenmottur, útileiktæki, gúmmíhellur
og gervigras. Heildarlausnir á leik-
svæðum. Uppl. í síma 820-8096 eða
á netfangið jh@johannhelgi.is
Continental sumardekk, ekin 500
km 225/50/17, verð 15.000 kr. Uppl.
í síma 664-5884, Stefán.
Ódýrar heimaræktaðar trjáplöntur
til sölu í 2 l pottum. Birki, alpareynir,
loðvíðir, ilmreynir, aspir, rifsber,
sólber, hélurifs, körfuvíðir og ýmsar
tegundir kvista. Aðeins 750 kr.
stk. Uppl. í síma 857-7363 (Er í
Reykjavík).
Rúlluvagn, 11 m langur, 22,5" dekk,
verð 1.300.000 kr. Rúlluvagn,
9 m, verð 700.000 kr. Rófu- og
gulrótarsáningsvél, verð 700.000 kr.
Grimme 7530 kartöfluupptökuvél,
verð 3.500.000 kr. Kartöflusáningsvél
Howard, verð 400.000 kr. Tínslu-
og færibönd sýló, verð 150.000 kr.
Vigt 0-185 kg. Verð: 150.000 kr. New
Holland 7740 - ámoksturstæki, verð
1.700.000 kr. 40 feta kæligámur,
verð 550.000 kr. Öll verð án vsk.
Nánari uppl. í síma 899-9801.
Til sölu ósamsett bogahýsi, 5x9 m.
Selst á 600.000 kr. Staðsett á Suður-
landi. Uppl. í síma 898-5978.
Útsala! Rýmingarsala, stórlækkað
verð á rafstöðvum 15 kw 799 þús.
+ vsk. 30 kw 799 þús. + vsk. Tak-
markað magn, útvegum allar stærðir.
Uppl. á holt1.is og í síma 435-6662.
Útsala! Dek diesel varaaflsrafstöðvar
400/230 V, 50 Hz, 15 Kw. Verð 799
þ + vsk. 30 Kw, verð 799 þús. + vsk.
5 kw diesel 284 þús. + vsk. Uppl. á
Holt1.is ásamt símum 435-6662 og
895-6662.
Til sölu Massey Ferguson 135 árg.
1971, notuð 5.800 vst. Kram allt í
góðu lagi sbr. vinnustundamæli.
Dekk austan og vestan eru á
skalanum 7 af 10 mögulegum.
Aurhlífar sunnan og norðan og
vélarhlíf að vestanverðu (ljós og grill)
þarfnast viðhalds eða endurnýjunar
við. Verðið er skitinn 400.000 kall
og ef þú átt hann ekki til, svo maður
tali nú ekki um þá, sem eiga hann
til en tíma honum ekki. Plís ekki
hringja með einhver skítakomment
og leiðindi. Ef þú ert enn að lesa er
síminn 845-0699.
Weckman þak-og veggjastál 0,5
mm galv. kr. 1.550 m2, 0,45 mm.
Litað kr. 1.590 m2 0,6 mm, galv. kr.
1.890 m², 0,5 mm, litað. kr. 1.990 m2.
Öll verð með virðisaukaskatti. Af-
greiðslufrestur 4–6 vikur. H. Hauks-
son ehf. Uppl. í síma 588-1130 eða á
netfangið hhaukssonehf@simnet.is
Rafstöðvar á útsölu, nokkur stk. eftir,
15- 25 -30 kw , eitt verð 799 þús. +
vsk. Einnig 5 kw loftkældar. Uppl.
á Holt1.is og í símum 895-6662 og
435-6662.
Óska eftir
Kaupi alla hvarfakúta og sótsíur
undan bílum, flesta á 5.000 kr. stk.
Uppl. á friddi84@visir.is eða í síma
785-1615, Friðþór.
Vantar snúningsvél, 4 stjörnu, helst
Fellu eða ef einhver á gamla P.Z.
Fanex 500 í lagi eða til niðurrifs.
Uppl. í síma 847-4892.
Óska eftir drifi í Deutz Fahr Condi-
Master 5221. Á sama stað er 2
stjörnu Kuhn múgavél til sölu og
einnig eitthvað af heyrúllum. Nánari
uppl. í síma 894-0943.
Óskum eftir akri fyrir gæsaveiði. Ekki
lengra en 2 klst. akstur frá Rvk. Get
vaktað akur, borga sanngjarnt leigu-
verð. Allt kemur til greina. Uppl. í
síma 770-0325, Jóhann.
Óska eftir notuðu mótatimbri 1x6.
Óska enn fremur eftir ódýru sexhjóli.
Uppl. í síma 894-9249.
Vil kaupa tvískera Kvernelandplóg í
góðu standi. Uppl. í síma 434-7879.
Atvinna
Óska eftir laghentum manni eða tré-
smið til ýmissa starfa á Suðurlandi.
Um framtíðarvinnu getur verið að
ræða. Uppl. í síma 894-9249.
Laxeyri ehf. óskar eftir að ráða
starfsmann í fiskeldisstöð sem er
staðsett í Húsafelli. Stöðin framleiðir
laxaseiði fyrir laxveiðiár. Nánari uppl.
í síma 848-2245 eða á hofdaholt1@
simnet.is
Húsnæði
Stúdíóíbúð í Mosfellsbæ til leigu frá
og með 1. sept. ´20. Uppl. í síma
820-6020.
Jarðir
Jörð í Borgarfirði óskast í skiptum
fyrir einbýlishús í Hafnarfirði.
Einungis er leitað eftir jörð til að búa
á, ekki dýrarækt eða til að stunda
búskap. Helst stórt einbýlishús, ekki
of mörg útihús (enda verða þau ekki
nýtt í rekstur), hitaveita er kostur
sem og aðgangur að ljósleiðara.
Einbýlishúsið í Hafnarfirði er 90 fm á
þremur hæðum í miðjum Hafnarfirði.
Allar ábendingar vel þegnar. Svör
sendast á tölvupósti benni.joh@
gmail.com, eða í síma 820-2221.
Góðan dag. Hópur fjölskyldufólks,
með börn og barnabörn, er að leita
að landi undir um 12 hjólhýsi til
heilsársnotkunar á skjólsælum stað.
1–2 hektarar til leigu eða kaups.
Undir um það bil 100 km frá Rvk.
Við þurfum rafmagn og kalt vatn að
lóð, annað gætum við séð um. Uppl.
veitir Bjartur í síma 898-5049 og á
netfanginu bjartur@myllan.is
Til leigu
Herbergi til leigu í Grafarvogi. 10
mín. gangur að Borgarholtsskóla.
Ísskápur, aðgangur að eldhúsi, baði
og heimilistækjum. Bankatrygging 2
mán. Hiti, rafmagn, hússjóður og net
innifalið. 90.000 kr. á mánuði. Innikisa
leyfð. Uppl. á rimaleiga@gmail.com
Þjónusta
Tek að mér viðgerðir á flestum tegund-
um sjálfskiptinga. Hafið samband í
síma 663-9589 til að fá uppl. og tilboð.
HP transmission, Akureyri. Netfang
einar.g9@gmail.com, Einar G.
Tek að mér almenna girðingarvinnu
og viðhald á girðingum. Uppl. gefur
Hreinn í síma 866-9588, Sveitadurg-
ur ehf.
Auglýsinga- og áskriftarsími
Bændablaðsins er 563-0303
www.bbl.is
S: 5272600 - www.velavit.is
Varahlutir - Viðgerðir
Vélavit
Sala Þjónusta
www.velavit.is
Erum með varahluti og þjónustu fyrir allar JCB vélar
S: 527 2600
Smáauglýsingar Bændablaðsins
Sími 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is
Framleiðir þú matvæli?
Verið velkomin í viðskipti
Með nýjum smáauglýsingaflokki í Bændablaðinu og á bbl.is,
sem ber heitið Matvörur, geta framleiðendur af öllum stærðum
og gerðum komið upplýsingum á framfæri um vöruframboð og
vörumerki á hagkvæman og auðveldan hátt.
Auglýsingastjóri
Bændablaðsins gefur
nánari upplýsingar
um birtingar í síma
563-0303.
Þín auglýsing birtist í
32 þúsund eintökum
Bændablaðsins sem
kemur út á tveggja
vikna fresti.
Hægt er að skrá
smáauglýsingar
í gegnum vef
Bændablaðsins,
bbl.is.
Grunnverð á auglýsingu
með mynd og stuttum
texta er aðeins
5.800 kr. m. vsk.
Frjósemi í Húnavatnshreppi:
Kýrin Snúlla hefur tvisvar
borið tvíkelfingum
Bændablaðinu barst mynd af
frjósamri kú, Snúllu, á bænum
Auð kúlu 1 í Húnavatnshreppi. Hún
bar sínum fyrsta kálfi 25. júní 2018
og eignaðist svo tvíkelfing 9. júní
2019, naut og kvígu. Svo bar við að
Snúlla bar tvíkelfingum á ný 27. júní
síðastliðinn, aftur kvígu og nauti.
Faðirinn er enginn annar en heima
nautið Kölski.
Fjögurra manna fjölskylda býr
á Auðkúlu 1, bændurnir Ásgeir
Ósmann Valdemarsson og Karen
Ósk Guðmundsdóttir og börnin
þeirra, Emil Jóhann og Dagbjört
Ósk. Svo eru Tara og Kristal
heimilishundarnir og Tumi kötturinn
á bænum.
„Við erum með holdanauta
ræktun og u.þ.b. 85 kýr sem bera.
Um 110 kýr munu bera hjá okkur á
næsta ári. Síðan höfum við nokkur
hross okkur til skemmtunar,“ segir
Karen Ósk, ánægð með sveitalífið og
tvíkelfingana hjá Snúllu. Hún segir
Snúllu mjög góða móður sem hugsi
vel um kálfana sína sem munu ganga
undir henni fram á haust.
/MHH
Kýrin Snúlla með kálfana sína tvo. Mynd / Karen Ósk Guðmundsdóttir