Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 23

Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 23
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 2020 23 HITAVEITUSKELJAR 1.250 lítra fyrir 4-5 fullorðna, fánlegar í 4 litum, álagssterkar og endingargóðar. Skelin er úr gegnheilu pólýetýlen án sérstakrar húðunar og er því auðveld í allri vinnslu, vilji fólk sérútbúa hana með stútum, ljósum eða öðru. VERÐ AÐEINS 148.800 KR. LÍNUBALAR Mjög sterkir og endingagóðir. Sterk og traust handföng. Staflast vel. Henta mjög vel á pallinn, í garðinn og garðvinnuna. VERÐ FRÁ 9.350 KR. JARÐGERÐARÍLÁT Til verndunar umhverfinu fyrir moltugerð / jarðgerð, framleidd úr endurvinnanlegu pólýetýleni (PE). VERÐ FRÁ 49.900 KR. BORGARPLAST HF. Fráveitulausnir og ker: Völuteig 31, 270 Mosfellsbæ, Sími: 561 2211 Húseinangrun og frauðkassar: Grænásbraut 501, 262 Reykjanesbæ, Sími: 561 2210 borgarplast.is Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði Hafðu samband 568 0100 www.stolpigamar.is Gámurinn er þarfaþing  Þurrgámar  Hitastýrðir gámar  Geymslugámar  Einangraðir gámar  Fleti og tankgámar  Gámar með hliðaropnun Til leigu eða sölu:  Gámahús og salernishús  Færanleg starfsmannaðstaða  Bos gámar og skemmur HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf Bænda 20. ágúst OPSON 2020 – gegn matvælasvindli: Umfangsmiklar aðgerðir gegn matvælasvindli – Mest gert upptækt af skepnufóðri og áfengi Í nýafstöðnum aðgerðum Europol, Interpol og fleiri löggæslustofn- ana, OPSON 2020, gegn mat- vælasvindli í Evrópu og víðar um heim, voru meðal annars gerð upptæk 320 tonn af hættulegum mjólkurafurðum. Aðgerðirnar fóru fram 20. júní síðastliðinn og var stjórnað frá Danmörku. Aðgerðin leiddi til að upp komst um 19 skipulögð glæpasamtök sem lögðu stund á matvælasvindl eða glæpi tengda framleiðslu og sölu á matvælum. Í aðgerðunum, sem voru alls um 26 þúsund, og fóru fram í flestum löndum Evrópu á sama tíma, voru 406 handteknir og um 12 þúsund tonn af ólöglegum og hættulegum varningi tengdum matvælasvindli gerð upptæk. Verðmæti varningsins er áætlað vera 28 milljón evrur, eða rúmlega 4,4 milljarðar króna. Fóður, kaffi og apríkósufræ Mest var gert upptækt af búfjárfóðri, yfir fimm þúsund tonn, og ríflega 2.000 tonn af áfengi. Í kjölfarið fylgdi matvara eins og morgunkorn, korn, kaffi og te. Á Spáni voru gerð upptæk 90 kíló af fölsuðu saffran og sjö kíló í Belgíu en saffran er dýrasta krydd á markaði í dag. Andvirði saffransins sem var gert upp á Spáni er áætlað vera tæpar 50 milljónir króna. Í samræmdum aðgerðum í Bandaríkjunum voru haldlögð 147 kíló af apríkósufræjum frá Evrópu sem átti að selja sem lyf gegn krabba­ meini. Skemmdir ostar og E. coli smit Í Búlgaríu, Ítalíu, Frakklandi, Grikklandi, Portúgal og í Sviss var sérstök áhersla á að skoða mjólk­ urframleiðslu og mjólkurafurðir. Gerð voru upptæk rúm 320 tonn af mjólkurafurðum sem hafði verið smyglað milli landa eða voru undir gæðamörkum. Til viðbótar voru gerð upptæk 210 tonn af skemmdum osti eða osti sem var ranglega merktur upprunalandi eða heiti. Nokkur sýni sem tekin voru úr osti í vöruhúsi í Búlgaríu reyndust jákvæð fyrir E. coli og þar í landi voru gerð upptæk 3,6 tonn af skemmdum osti sem stóð til að selja sem bræddan ost. 88 tonn af ólífuolíu gerð upptæk Gæði ólífuolíu voru meðal þess sem skoðað var í Albaníu, Króatíu, Frakklandi, Þýskalandi, Grikklandi, Jórdaníu, Litháen, Spáni, Portúgal, Noregi og á Íslandi. Alls voru gerð upptæk um 149 tonn af jurtaolíu til matargerðar í Grikklandi og samanlagt 88 tonn af ólífuolíu í Albaníu, Króatíu, Frakklandi, Ítalíu, Jórdaníu, Litháen, Portúgal og Spáni en ekkert í Noregi eða á Íslandi. Við skoðun hjá einu fyrirtæki á Ítalíu sem framleiðir ólífuolíu fund­ ust um 66 tonn af umfram ólífuolíu sem hvergi var skráð til bókar hjá framleiðandanum. Umfram olían var gerð upptæk. Áfengi Í Búlgaríu, Þýskalandi, Grikklandi, Frakklandi, Ítalíu, Króatíu, Ungverja­ landi, Litháen, Hollandi, Noregi, Portúgal, Spáni og á Bret lands eyjum var mest áhersla lögð á að skoða stöðu léttra og sterkra vína. Alls voru gerðir upptækir 1,2 millj­ ón lítrar af áfengi í aðgerðum lög­ reglunnar og var það að mestum hluta léttvín. Í Noregi fundust fimm þúsund lítrar af vodka sem stóð til að smygla til landsins í flutningabíl. Hestavegabréf og hrossakjöt Belgar, Danir, Frakkar, Ítalir, Írar, Spánar og Bretar voru þær þjóðir sem skoðuðu verslun með hrossakjöt. Aðgerðin fólst meðal annars í því að skoða vegabréf 157 þúsund hrossa frá átta löndum og skjöl sem varða um 117 tonn af hrossakjöti. Fjöldi lifandi hesta og um 17 tonn af hrossakjöti voru gerð upptæk í nokkrum slátur­ húsum í Belgíu, Írlandi, Ítalíu, Spáni og Hollandi. Skoðun í sláturhúsum í nokkrum löndum sýndi að um 20% erlendra hestavegabréfa voru fölsuð. /VH Ónýtur matur gerður upptækur og fargað. Mynd / Aðsend

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.