Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 31

Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 31
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 2020 31 að nota kaktusinn sem náttúrulegt girðingarefni og þannig breiddist plantan hratt út og gerði sig heimakomna í náttúrunni. Vöxtur og útbreiðsla fíkju kaktussins var svo mikil á tímabili í Ástralíu að fjöldi bænda varð að yfirgefa jarðir sínar vegna innrásar kaktussins sem þeir uppnefndu Græna helvítið. Árið 1919 settu stjórnvöld í álfunni á stofn nefnd til að finna ráð til að sporna við útbreiðslunni, sem var á þeim tíma sögð vera 4 þúsund ferkílómetrar á ári og aukast á hverju ári. Fyrstu tilraunir til að hefta útbreiðsluna með eitri misheppnuðust og voru í kjölfarið, árið 1915, sótt fiðrildi til Brasilíu en lirfur hennar lifðu góðu lífi á plöntunni og dró það nokkuð úr hraða útbreiðslunnar. Bandaríski garðyrkju- og grasa- fræðingurinn Luther Burbank, uppi 1849 til 1926, var gríðarlega afkastamikill við plöntukynbætur og það var hann sem kom fram með kartöfluyrkið 'Burbank' sem forveri yrkisins 'Russet Burbank' sem MacDonalds hamborgarakeðjan notar mest sem franskar kartöflur. Í byrjun tuttugustu aldar mælti Burbank með notkun fíkjukaktusa sem nytjajurt á eyði merkursvæðum í suðurríkjum Bandaríkjanna. Í dag er víða, eins og til dæmis á verndarsvæðum, í Afríku og í Ástra líu litið á fíkjukaktus sem ágenga tegund. Nafnaspeki Prússneski náttúrufræðingurinn Alex- ander von Humboldt, uppi 1769 til 1859, taldi að uppruna latneska ætt- kvíslar heitisins Opuntina væri að finna í tungumáli Taíno-fólksins sem lifði á eyjum í Karíbahafi og að Spánverjar hefðu tekið heitið upp um árið 1500. Aðrir segja að heitið vísi til forngrísku borgarinnar Opus. Samkvæmt gríska grasafræðingnum Theophrastusi, uppi 371 til 287 fyrir Krist, óx þar planta sem auðvelt var að fjölga vegna þess að blöð hennar rættu sig vel. Tegundarheitið ficus-indica bendir til að um sé að ræða fíkjur frá Indlandi. Heitið er náttúrlega rang nefni þar sem ekki er um fíkju að ræða, hvað þá á plantan sé upprunnin á Indlandi. Svíinn Carl von Linnaeus, uppi 1707 til 1778, kallar plöntuna bæði Cactus opuntia og Cactus figur-indica í Species Plantorium, sem kom fyrst út árið 1753 og er undirstöðurit lat- neska tvínafnakerfisins sem notað er um lífverur. Í Mexíkó kallast plantan nopal og er heitið komið úr Nahuakt, nōpalli, sem var eitt af tungumálum Azteka, og þýðir árarblað og vísar til lögunar blaðanna. Aldinið kallast aftur á móti tuna. Brasilíumenn segja nopal, palma adensada, palma forrageira og palma de gado en í Suður-Afríku kallast aldinið turksvy. Á ensku kallast aldinið prickly pear, sem gæti verið þyrnipera á íslensku, Indian fig opuntia, barbary fig, cactus pear og spineless cactus. Frakkar segja figuier de barbarie, figuier d'Inde en Spánverjar chumba, chumbera, higo Indico, higuera de las Indias, nopal de castille, tuna og tuna mansa og Ítalir fico d'India og pero pungente. Í Hollandi segja menn schijfcactus og í Þýskalandi Indischer feigenkaktus, Svíar kalla aldinið fikonkaktus og Danir kaktusfigen og Indisk figen. Á íslensku kallast plantan fíkju- kaktus og aldinið fíkjukaktusaldin. Saga Talið er að Opuntia ficus-indica sé blendingur tegundanna O. strepta- cantha og O. tomentosa en ekki er vitað hvort blendingurinn hafi orðið til í náttúrunni eða af manna völdun. Fornleifarannsóknir í Mexíkó og Mið- Ameríku benda til að fíkjukaktus hafi verið nytjaður af fólki í að minnsta kosti 8.000 ár. Í riti spænska trúboðans og fransiku-munksins Bernardino de Sahagún, uppi 1499 til 1590, sem kallast Historia General de las Cosas de la Nueva España og fjallar um sögu Nýja Spánar eða Suður- Ameríku, segir meðal annars að innfæddir væru almennt sterkir og heilsugóðir. Sahagún þakkaði það mataræði indíánanna sem að hans sögn borðuðu mikið af blöðum og aldinum fíkjukaktusa ásamt ýmiss konar rótum, hérum, snákum og fuglum. Annar spænskur guðsmaður, trú- boði og fransiku-munkur Toribio Motolinia, uppi 1482 til 1568, sagði að indíánar á þurrum svæðum drykkju safa fíkjukaktusa og brugguðu úr honum áfengan drykk auk þess sem þeir suðu hann niður í sykur. Í samantekt ábótans Jacobo de Grado, uppi 1484 til sirka 1560, um 250 lækningaplöntur innfæddra í Mexíkó, Codex de la Cruz-Badiano, frá 1552, segir að fíkjukaktus hafi verið notaður til að lækna margs konar mannamein og kæla brunasár. Ræktun Flestar tegundir innan ættkvíslarinnar Opuntia eru harðgerðar og þrífast allt frá fjöruborði og upp í 1.500 metra hæð. O. ficus-indica þrífst vel á þurrkasvæðum þar sem aðrar þurrkaþolnar tegundir dafna jafnvel illa auk þess sem plantan gerir litlar kröfur til jarðvegs og þolir hátt hitastig. Þrátt fyrir að tegundin sé með kuldaþolnari kaktusum þolir hún ekki frost og rætur hennar rotna sé jarðvegurinn of blautur. Í náttúrunni fjölgar plantan sér með fræi og blöð sem falla af henni skjóta auðveldlega rótum. Hún dreifir sér einnig með dýrum, fuglum, grasbítum, öpum og fílum með því að smáblöð festast við feld þeirra og falla síðan af og skjóta rótum. Einnig hafa menn verið afkastamiklir í að flytja plöntuna á ný svæði. Fíkjukaktus dafnar best í sendnum og djúpum jarðvegi þar sem úrkoma á ári er milli 200 og 400 millimetrar. Plantan þolir allt að 60% loftraka en ekki mikið salt í loftinu. Hún þoli hita á bilinu 1,5° til rúmlega 50° á Celsíus en vöxtur hættir við 10° Celsíus og þar fyrir neðan. Í ræktun tekur aldinið ekki nema fjóra til fimm mánuði að ná fullum þroska. Aldinin eru viðkvæm og eru þau tínd og pökkuð með höndum. Þyrnalaus afbrigði eru almennari í ræktun en afbrigði með þyrnum en til að ná af þeim þyrnunum eru þau nudduð með grasi eða við mjúkt og límkennt yfirborð. Fíkjukaktusar sem pottaplöntur þola vel að vera í suðurglugga og þurfa takmarkaða vökvun og áburðargjöf. Nytjar Fræ fíkjukaktusa innihalda milli 3 til 10% prótein og 6 til 13% af fitusýrum. Plantan er rík af C-vítamín og magnesíum. Blöðin eru 88% vatn, 10% kolvetni, innan við 1% prótein og fita og í hundrað grömmum eru um 56 kaloríur. Best er að taka húðina af aldinun- um og skera það í sneiðar fyrir neyslu. Í Mexíkó er aldinið borðað sem forréttur, í salati og súpum, með brauði eða að það er pressað í safa. Úr því er einnig unnið sælgæti og sultur. Ung blöð eru skræluð og steikt með eggjum og eldpipar og sagt að þau bragðist svipað og vatnsmelónur og áferð þeirra líkist baunum. Bæði aldin og lauf eru soðin og höfð sem meðlæti með kjúklingi og í takóskeljar og tortíur. Blöðin eru sögð góð grilluð. Úr plöntunni er unninn eins konar kaktusaostur og sýróp og úr þurrkuðum og muldum fíkju kaktusblöðum er búið til mjöl til baksturs. Vökvinn sem fæst með því að pressa blöðin er notaður til brandígerðar og úr honum er unnin olía og rautt litarefni. Úr húð blaðanna er unnið eins konar veganleður. Á Möltu, Sikiley og Sanktí Helenu er aðallega unnið áfengi í plöntunni. Blöðin eða árarnar eru mest notuð sem skepnufóður eftir að þyrnarnir hafa verið fjarlægðir, oft með eldi. Í dag eru þyrnalaus afbrigði ræktuð sem kýrfóður í suðvesturríkjum Bandaríkja Norður-Ameríku og plantan er þar líka notuð til að girða gripina af og sem uppspretta vatns fyrir þá á þurrkatímum. Árið 1961 gróðursettu kúbverskir hermenn 13 kílómetra langt þyrni- limgerði, eða þyrnivegg, úr fíkjukaktus umhverfis Guantanamo- herstöð Bandaríkjanna á eyjunni til að draga úr flótta landsmanna til Bandaríkjanna. Plantan hefur reynst vel til að hefta uppblástur í löndunum við Miðjarðarhaf og verið plantað út í þeim tilgangi, auk þess sem hún vinnur mengandi efni eins og olíur hratt úr jarðvegi. Tilraunir með að vinna bíódísel úr plöntunni hafa verið gerðar í nokkur ár. Í skjaldarmerki Mexíkó er örn með snák og fíkjukaktus í klónum en samkvæmt þjóðtrú Azteka óx kaktusinn fyrst þar sem örn hafði misst hann til jarðar á eyjunni Tenochtitlan eða upprunastað fíkju- kaktussins. Stórir fíkjukaktusar nýtast vel sem jólatré séu þeir skreyttir með kúlum, ljósum og englahári. Fíkjukaktus á Íslandi Lítið hefur verið fjallað um fíkju- kaktusa í íslenskum fjölmiðlum til þessa. Í Náttúrufræðingnum, 1. tölublaði 1959, er grein eftir Ingólf Davíðsson sem kallast Úr heimi kaktusanna. Það segir um fíkjukaktusinn: „Indverskar fíkjur eru aldin Opuntia Ficus indica. Þær eru næringarmiklar og m.a. borðaðar mikið í Suður-Evrópu og Norður-Afríku. Fíkjukaktus þessi er ræktaður og vex einnig villtur. Í Missisippidalnum er ræktuð fíkjukaktustegundin O. safinesqui og í Mexíkó O. leucotrighe vegna aldi- n anna, Þau eru þyrnótt og verður að skera þau þvert í sundur og taka síðan aldinkjötið innan úr þyrnibrynjunni.“ Í DV í júlí 2004 segir að nýjasta húsráðið í Bandaríkjunum gegn timburmönnum sé safi fíkjukaktuss. Útbreiðsla fíkjukaktuss í heiminum. Fíkjukaktus er góður til átu. Stórir fíkjukaktusar nýtast vel sem jólatré séu þeir skreyttir með kúlum, ljósum og englahári. Fullvaxinn fíkjukaktus nær fimm til sjö metra hæð og allt að þremur metrum að þvermáli. Kaktusárar á markaði. Aldinin er viðkvæm og eru þau tínd og pökkuð með höndum. Til að ná af þeim þyrnunum eru þau nudduð með grasi eða við mjúkt og límkennt yfirborð.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.