Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 35
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 2020 35
Þegar velja skal vinnuvéla- og landbúnaðar-
dekk skipta gæði, ending og áreiðanleiki
höfuðmáli.
Maxam dekkin eru hagkvæmur kostur
og hafa reynst vel við krefjandi aðstæður.
Gerðu kröfur — hafðu samband við sölumenn
okkar í síma 590 5280 og kynntu þér kosti
Maxam dekkjanna.
KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10
104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is
Hagkvæm
dekk fyrir
alvöru kröfur
samansett fóður getur líkaminn best
búið sig undir það sem koma skal
og tekist á við stóraukna þörf fyrir
afsetningu kalks samhliða brodd- og
mjólkur framleiðslu:
1. Fóður með lágu kalkinnihaldi
Þrátt fyrir að þessi aðferð geti dregið
úr doðatilfellum þá getur það verið
vandkvæðum bundið að framkvæma
þetta í raun á kúabúum. Til þess að
vel eigi að vera þarf að gefa fóður
sem inniheldur minna en 20 grömm
af nýtanlegu kalki á dag en miðað er
við að fengin kýr af stóru kyni þurfi
um 30 grömm á dag af nýtanlegu
kalki og með því að gefa henni
minna er líkaminn því vaninn við
að draga kalk úr beinum. Oftar en
ekki er þó kalkrýrt fóður almennt
séð ekki af góðum gæðum og því
hefur það áhrif á átgæði, eitthvað
sem ekki ber að stefna að síðustu
vikurnar fyrir burð.
2. Fóður með lágu kalíinnihaldi
Með því að gefa fóður sem er lágt í
kalí er hægt að draga úr líkum á því
að fá sýnileg doðatilfelli en dregur
ekki úr líkum á duldum doða. Kalí
er katjón líkt og natríum, kalk og
magnesíum en efni sem eru katjónar
hafa jákvæða hleðslu. Katjónar í
fóðri kúa stuðla að hærra sýrustigi
blóðsins og geta þar með valdið
doða hjá kúm. Anjónir hafa hins
vegar neikvæða hleðslu og dæmi
um anjónir er klór, bennisteinn og
fosfór. Anjónir stuðla að súrara
efna skiptaástandi og lægra sýrustigi
blóðsins og draga því úr líkum á
doða. Líkami kúnna aðlagast að
lægra sýrustigi blóðsins með því að
jafna út sýrustigið með því að losa
kalk úr beinunum fyrir tilstuðlan
PTH vakans. Með því að virkja þann
feril hjálpar það kúnni að takast á við
hina miklu kalkþörf sem myndast
þegar mjólkurmyndunin hefst.
Með því að gefa fóður sem er lágt í
kalí verða s.s. breytingar á hlutfallinu
á milli á katjóna og anjóna í fóðrinu,
kallað DCAD á ensku, en þær
breytingar verða ólíklega nægar til
að geta valdið nægilegri breytingu
á sýrustigi blóðsins. Það er reyndar
hægt að ná þessum áhrifum með því
að gefa kúnum jafnframt fóður sem
inniheldur aukið magn af klór og
brennisteini en því jafnvægi er ekki
auðvelt að stýra.
3. Fóður með anjónískum söltum
Sýnt hefur verið fram á að með
því að gefa kúm fóður, sem er með
neikvætt DCAD, síðustu þrjár
vikurnar fyrir burð þá dregur það
verulega úr líkunum á því að kýrnar
fáí sýnileg doðatilfelli sem og dulinn
doða. Eigi að takast vel til á fóðrið
að vera þannig sett saman að DCAD
sé -10 til -15 mEq/100g þurrefnis
fóðursins en eigi það að nást þarf að
nota rétta anjóníska steinefnablöndu
og til að koma þessu í kýrnar í
réttu hlutfalli er farsælast að gefa
þeim heilfóður. Anjónísk sölt eru
venjulega gefin í 21 sólarhring fyrir
burð og ekki er mælt með því að þau
séu gefin allt geldstöðutímabilið.
Þegar fóðuráætlun er gerð fyrir
þennan hóp kúa, þ.e. undir lok
geldstöðunnar, ætti að halda magni
kalíums og natr íums í lágmarki.
Fóðrið ætti að inni halda um 1,0%
af kalki og 0,35% af magnesíum til
að koma í veg fyrir doða. Styrkur
fosfórs í fóðrinu ætti að vera 0,25%
til 0,30% vegna þess að umfram
fosfór, þ.e. 0,40% eða hærri, eykur
hættuna á doða.
Varðandi sérstakt fóður fyrir
kvíg ur síðustu vikurnar fyrir burð
er vafasamt að þessi aðferð með
aníónísk sölt skili tilætluðum árangri
þar sem þeim rannsóknum sem
liggja fyrir um ágæti slíks fóðurs
fyrir kvígur ber ekki saman og sýna
mik inn breytileika.
4. Kalk eftir burð
Kalk sem gefið er kúnum strax
eftir burð og ekki sem hluti
af venjulegu fóðri hefur gefið
góðan árangur til þess að koma
í veg fyrir of mikla lækkun á
styrki kalks í blóði kúa. Mörg af
þeim fæðubótarefnum sem eru á
markaðinum og eru sérstaklega
framleitt í þessum tilgangi eru
tekin upp í meltingarveginum
innan 30 mínútna eftir gjöfina og
styrkur kalks í blóði kúnna ætti að
hækka í 4-6 klukkustundir. Þessi
efni koma oft í formi kalkklóríðs
og gefin sem þykkni eða hlaup.
Hafa þarf varann á þegar kúm er
gefið kalk-klóríð þar sem efnið
getu valdið öndunarerfiðleikum
ef það er ranglega sett í kýrnar.
Hvernig á að mæla DCAD?
Einfaldast er að nota sýrustig
þvagsins sem vísbendingu um
það hvort DCAD stjórnunin á
fóðri geldkúnna sé rétt. Sýrustig
þvagsins gefur þó ekki beint til
kynna hvort minni líkur séu á því
að kýrnar fái doða. Þegar sýrustigið
er mælt skal það tekið úr miðri
bunu innan 48 klukkustunda eftir
að kýrnar hafa fengið fóður sem
inniheldur anjónískt salt. Hjá
Holstein-kúm er mælt með því að
sýrustigið eiga að vera á milli 6,2
og 6,8 og að minnsta kosti lægra en
7,0. Ef meðaltal sýrustigs þvagsins
er miklu lægra er verið að gefa of
mikið af anjónum og þá þarf að
endurskoða fóðurskipulagið svo
það dragi ekki um of úr þurrefnisáti
kúnna.
Meðhöndlun
Eins og hér að framan segir er
for vörnin besta ráðið gegn doða
en ef hún er komin með sýnileg
doðaeinkenni, en ekki lögst, er mælt
með því að hella í hana þar til gerðu
meltanlegu kalki eða með því að gefa
henni kalkforðastaut. Kostir þess að
gefa kalkið með þessum hætti eru
að þá sér meltingarvegurinn um að
soga til sín kalkið jafnt og þétt yfir
lengri tíma.
Ef kýrin er lögst ætti alltaf að
kalla til dýralækni en áhrifaríkasta
leiðin til að snúa þessu ferli við er að
gefa kalk í æð. Margir dýralæknar
gefa þeim einnig glúkósa. Þó að
þessi meðferð sé nauðsynleg í
neyðartilvikum, getur of mikil
kalkgjöf í æð á stuttum tíma valdið
hjartaáfalli og auk þess falla áhrifin
hratt og því þarf að mæta því með
því að gefa kúnni fóðurkalk úr túpu
eða sambærilegum hætti nokkrum
klukkustundum eftir meðferð
dýralæknis og að sjálfsögðu í
samráði við dýralækninn.
Það eru til margar þekktar leiðir til þess að koma kalki í kýrnar.
Mjólkurbíll sem nýtir sólarorku
Norska afurðafélagið TINE hefur
nú kynnt til sögunnar enn eina leið
fyrirtækisins til þess að draga úr
umhverfisáhrifum mjólkurfram-
leiðslunnar í Noregi og nú er það
sólarorkudrifinn mjólkurbíll.
Reyndar gengur hann fyrir hrá-
olíu en dælubúnaður bílsins, sem
dælir mjólkinni úr mjólkurtanki
bóndans og yfir í bílinn, er rafdrifinn
og knúinn sólarorku. Um er að ræða
mjólkurbíl með 30 þúsund lítra tanki
og er tankurinn alsettur sólarsellum
sem fanga orku sólarinnar og hlaða
rafgeyma tankbílsins.
Lausagangur mengar
Í Noregi, rétt eins og í flestum
lönd um, þurfa mjólkurbílarnir að
vera í gangi á meðan mjólkurdæl-
ing fer fram þar sem hefðbundinn
dælubúnaður er knúinn af vökva-
kerfi mjólkurbílsins. TINE hefur
reiknað út að þessi lausagangur
standi að meðaltali yfir í um 1.000
vinnustundir á hverju ári á hverjum
bíl sem er um það bil þriðjungur af
vinnutíma hvers bíls. Þessi lausa-
gangur tekur til sín um 5 tonn af
olíu vegna þessa og einungis lítill
hluti olíunnar fellur til vegna mjólk-
ur dælingarinnar sem slíkrar heldur
einfaldlega fer til þess að halda stórri
vél hvers tankbíls í lausagangi.
Minna sótspor
Hinar nýju sólarsellur geta hlaðið
upp 2000 wöttum við góð skilyrði og
það er nóg til þess að knýja rafknúna
mjólkurdælu og þar með er hægt að
hafa slökkt á mótor mjólkurbílsins
við dælinguna. Þetta þýðir verulegan
samdrátt á sótspori hvers bíls en talið
er að hægt sé að spara í kringum 12,5
tonn af CO2 með þessari nýju og
áhugaverðu aðferð sem þó enn sem
komið er, er einungis gerð í tilrauna-
skyni á einum af 250 mjólkurbílum
sem TINE er með í rekstri. /SNS
Efnarisinn Bayer:
Hefur greitt 1.600 milljarða
í skaðabótamál vegna eiturs
Eiturefnið Roundup var og er enn
mikið notað af bændum víða um
heim undanfarna áratugi. Efnið var
sérlega öflugt við að drepa illgresi
og þótti með öllu óskaðlegt fólki.
Þannig voru heilu og hálfu akrarnir
sprautaðir með Roundup og það
ekki einungis til að drepa illgresi
heldur var Roundup oft notað
í öðrum tilgangi, t.d. sprautað á
kornakra til að flýta þroska, á kart-
öfluakra til að fella grösin og margt
fleira mætti nefna.
Annað efni sem hefur svipaða
virkni heitir XtendiMax og inniheldur
virka efnið dicamba en það virkar líkt
og Roundup og drepur illgresi. Þessi
efni hafa verið í notkun í áratugi og
dicamba var t.d. fyrst skráð sem ill-
gresiseitur árið 1967. Áður fyrr voru
þessi efni framleidd af tveimur mis-
munandi fyrirtækjum en eftir að fyrir-
tækið Monsanto rann inn í alþjóðlega
fyrirtækið Bayer árið 2016 hafa efnin
tvö verið á einni hendi. Efnin hafa
verið gríðarlega vinsæl hjá bændum
víða um heim og mikið notuð en
undanfarið hafa komið fram fleiri
og fleiri tilfelli sem benda til þess að
notkunin sé alls ekki eins skaðlaus
fólki og áður var talið. Margir tengja
notkun efnanna við aukna tíðni á
krabbameini.
Þegar notendum efnanna varð
ljóst hve skaðleg áhrifin voru mynd-
aðist grundvöllur hóplögsóknar í
Bandaríkjunum og endaði það með
því að alls 125 þúsund kærur voru
sendar til Bayer. Bayer, sem er leið-
andi efna- og lyfjafyrirtæki í heimin-
um, hefur haft nokkuð skýra stefnu
í þessu máli og hafa forsvarsmenn
fyrirtækisins ekki haft áhuga á að
hafa þetta erfiða mál hangandi yfir
sér. Fyrirtækið hefur mætt flestum
kærum með greiðslu á bótum og nú
hefur Bayer lokið 95 þúsund mál-
sóknum með greiðslum. Í þessum 95
þúsund málum hefur fyrirtækið fallist
á að greiða 12 milljarða dollara, eða
sem nemur hvorki meira né minna
en 1.676 milljörðum íslenskra króna
sem að mestu renna beint til kærenda
en þó fara um 115 millj-
arðar til landhreinsun-
ar þar sem talið er að
efnin Roundup og
Dicamba hafi valdið
miklum skaða. Enn
er þó 30 þúsund
málum ólokið en
unnið er að því að
ljúka þeim.
Það vekur
athygli að þrátt
fyrir að Bayer
hafi greitt alla þessa
upphæð í skaða bætur heldur fyrir-
tækið áfram að framleiða efnin sem
aldrei fyrr og selur t.d. Roundup enn
í sama tilgangi og áður og án þess
að vara sérstaklega við hinum mögu-
lega skaðlegu áhrifum af notkun á
því.
/SNS
Einn af mjólkurbílum TINE.