Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 202046
BÝ TIL HVAÐ SEM ER - GERI VIÐ ALLT
Laghentur smiður ferðast um landið og tekur að sér verkefni.
• Kjarnaborun, allar stærðir af borum.
• Steypusögun, múrbrot. Fræsun fyrir gólfhita.
• Viðhald og viðgerðir á öllu, s.s. raftækjum.
• Geri við sumarbústaði, smíða hvað sem er inn í hús.
Drífandi ehf.
S. 777-8371 - Netfang: gunnariceman@gmail.com
Sími: 517-8240 - Súðarvogur 20 - www.eyjalind.is
Vertu vinur okkar á Facebook
Gúmmíbelti
- Fyrir smágröfur
Aðalfundur 60plús Laugardal, haldinn 29. júní 2020
skorar á sveitastjórnir, ráðherra og alþingismenn
Suðurkjördæmis að vinna að því að húsnæði Háskólans
á Laugarvatni, Rannsóknarsetur Háskóla Íslands,
Laugarvatni, Lindarbraut, verði gert að dvalarheimili
fyrir aldraða.
Kveðja
Stjórnin.
Verð frá 10.000 krónur nóttin
með morgunmat.
Frábært sumartilboð fyrir þá sem eiga erindi í
borgina. Erum í næsta nágrenni Smáralindar,
fjölda veitingastaða og annarrar fjölbreyttrar
þjónustu. Aðgengi hótelsins er einstaklega
þægilegt og frí bílastæði fyrir gesti.
201hotel.is - info@201hotel.is - S. 556-1100
Bókið með því fara heimasíðuna okkar og notið orðið “SumarBaendur” í Promocode.
Árnanes (Höfn 6km)
Vönduð gisting í fallegu umhverfi,
fjölbreytt afþreying.
Leitið tilboða.
www.arnanes.is / arnanes@arnanes.is / S. 478-1550 & 896-6412
Tjaldsvæðið Systragil við Vaglaskóg
Í skjóli trjáa við lindina hjalandi.
Frábær aðstaða, nægt rafmagn,
gönguleiðir, golf, stutt til Akureyrar,
á Húsavík og í Mývatnsveit.
www.systragil.is sími 860-2213
FERÐAÞJÓNUSTA
Nýr viðskiptavefur Sláturhúss KVH
Í komandi sláturtíð verða breyt
ingar hjá Sláturhúsi KVH á
Hvamms tanga, en í staðinn fyrir
að senda út vigtarseðla og afreikn
inga hefur verið tekinn í gagnið
nýr viðskiptavefur þar sem inn
leggjendur og aðrir viðskiptamenn
slátur hússins geta skráð sig inn
með raf rænum skilríkjum eða
Íslykli og nálgast öll sín gögn þar.
„Viðskiptavefurinn er einstak lega
einfaldur og þægilegur í notkun og
birtast vigtarseðlar, afreikningar og
reikningar strax inn á viðskiptavefn-
um eftir að þeir hafa verið bókað-
ir. Sláturhúsið mun að sjálfsögðu
koma til móts við þá sem treysta
sér ekki í að nota viðskiptavefinn
og senda í tölvupósti eða bréfpósti
til viðkomandi,“ segir í tilkynningu
frá Sláturhúsi KVH.
Allar upplýsingar og leiðbein-
ingar um notkun viðskiptavefs-
ins má finna á vef sláturhússins
www.skvh.is.
Nýr viðskiptavefur Sláturhúss KVH
Í komandi sláturtíð verða breytingar á hjá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga, en í staðinn fyrir að senda
út vigtarseðla og afreikninga hefur verið tekin í gagnið nýr viðskiptavefur þar sem innleggjendur og
aðrir viðskiptamenn sláturhússins geta skráð sig inn með rafrænum skilríkjum eða Íslykli og nálgast öll
sín gögn þar.
„Viðskiptavefurinn er einstaklega einfaldur og þægilegur í notkun og birtast vigtarseðlar, afreikningar
og reikningar strax inná viðskiptavefnum eftir að þeir hafa verið bókaðir. Sláturhúsið mun að
sjálfsögðu koma til móts við þá sem treysta sér ekki í að nota viðskiptavefinn og senda í tölvupósti
eða bréfpósti til viðkomandi,“ segir í tilkynningu frá Sláturhúsi KVH.
Allar upplýsingar og leiðbeiningar um notkun viðskiptavefsins má finna á vef sláturhússins
www.skvh.is.
www.bbl.is
Klettur – sala og þjónusta
fær góðan liðstyrk
Klettur – sala og þjónusta ehf. festi
nýverið kaup á starfsemi FS Mótor
ehf. af Finnboga Þórarinssyni,
stofnanda og eiganda fyrirtækisins,
sem jafnframt hefur hafið störf á
þjónustuverkstæði afl og vinnu
véla deildar Kletts.
Klettur, sem um árabil hefur
verið leiðandi í sölu og þjónustu á
vinnu vélum, aflvélum í skip og báta
og rafstöðvum, hyggst með þessu
auka enn frekar við þjónustufram-
boð sitt. Finnbogi Þórarinsson er
vel kunnur á þessu sviði, hann hefur
frá því laust fyrir aldamót starfrækt
FS Mótor og sérhæft sig í viðhaldi,
viðgerðum og endurgerð skipa- og
bátavéla.
Að sögn Finnboga hefur hann
í gegnum tíðina unnið mikið við
CAT-vélar og ávallt átt mikið og gott
samstarf við Klett sem og forvera
fyrirtækisins, vélasvið Heklu. „Það
er gott að hafa núna meira afl á bak við
sig; neyðarþjónustu, sólarhringsvakt
og aðgengi í lager auk þess sem
það verður gott að losna við alla
pappírsvinnu og þess háttar,“ sagði
Finnbogi og kvaðst mjög ánægður
með þessar breytingar á högum sínum.
Þjónustuverkstæði afl- og vinnu-
véladeildar er með vakt allan sól-
arhringinn, deildin er mjög tækni-
vædd og sinnir m.a. bilanagreiningu
gegnum fjargæslubúnað hjá 8–10
fiskiskipum. Þetta einfaldar bilana-
leit og styttir verulega þann tíma
sem skipin þurfa að staldra við í
landi vegna viðhalds og viðgerða.
Á bilinu 160–170 vinnuvélar eru
einnig búnar tölvum sem þjónustu-
verkstæðið getur tekið yfir gegnum
netið til eftirlits og greininga. Loks
má nefna að afl- og vinnuvéladeild
Kletts sinnir eftirliti og viðhaldi
rafstöðva víða um land samkvæmt
þjónustusamningum við sjúkrahús,
Isavia, Mílu og fleiri aðila. /EHG
Finnbogi Þórarinsson (t.h.) hefur selt Kletti – sölu og þjónustu fyrirtæki sitt FS Mótor og gengið til liðs við hið
fyrrnefnda. Aðalsteinn Jóhannsson hefur verið þjónustustjóri afl- og vinnuvéladeildar Kletts síðastliðin fjögur ár
en hann segir mikinn feng í Finnboga fyrir sitt lið sem nú telur hátt í 20 manns. Mynd / Aðsend
Kórónasmituðum minkum
verður ekki slátrað
Nýlega var þúsundum minka á
þremur minkabúum á Norður
Jótlandi í Danmörku slátrað eftir
að upp komst um kórónusmit á
búunum. Nú hafa dönsk yfir
völd gefið út að hér eftir verði
kórónasmituðum minkum ekki
slátrað heldur verða starfsmenn
búanna skyldaðir til að bera
munnbindi við störf.
Nýju reglurnar, sem taka gildi
nú í júlí, þýða aukið vægi sjúk-
dómsvöktunar á dýrunum og að
hindra smit. Nú verða allir starfs-
menn minkabúa í landinu að bera
munnbindi, hanska og nota sótt-
hreinsispritt en með því minnka
líkurnar á að smit berist. Allar heim-
sóknir á minkabú í landinu eru nú
bannaðar. Einnig þurfa öll minkabú
í Danmörku, sem eru um 1.200 tals-
ins, að skila inn sýnum frá sínum
búum í þrjár vikur. Hingað til hefur
Matvælastofnun í landinu fram-
kvæmt tilviljunarkenndar sýnatökur
á tíunda hverju minkabúi í landinu
svo nú verður aukið enn frekar í
sýnatökuaðgerðir í landinu. Mælt
hefur verið með því að eigendur og
starfsmenn minkabúa í landinu fari
reglulega í sýnatökur til að koma í
veg fyrir og stöðva útbreiðslu kór-
ónuveirunnar.
/ehg – landbrugsavisen.dk
Martin Merrild, formaður Landbrug og födevarer, er minkabóndi. Allar heim-
sóknir á minkabú í Danmörku eru nú bannaðar. Mynd / Aðsend