Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 17

Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 17
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 2020 17 Lífræn hreinsistöð • Fyrirferðalítil fullkomin sambyggð skolphreinsistöð • Uppfyllir ýtrustu kröfur um gæði hreinsunar • Engin rotþró eða siturlögn 25 ára ábyrgð • Tæming seyru á þriggja til fimm ára fresti • Engir hreyfanlegir hlutir • Stærðir frá 6 – 55 persónueiningar Tunguhálsi 10 - 110 Reykjavík Sími 517 2220 - petur@idnver.is G ra fik a 19 Reki ehf Sími: 562 2950 Höfðabakka 9 110 Reykjavík Netfang: tryggvi@reki.is Vefsíða: www.reki.is BJÓÐUM MIKIÐ ÚRVAL SÆTA Í HVERS KYNS VINNUTÆKI FRÁ UNITEDSEATS. Þjóðminjasafn Íslands: Safnar frásögnum um ísbirni Ísbjarnasögur er heiti á nýrri spurningaskrá sem Þjóðminjasafn Íslands sendir út um þessar mundir. Tilgangurinn með henni er að safna minningum fólks um ísbirni með áherslu á að rannsaka ferðir þeirra til Íslands í sögulegu og samtímalegu samhengi. Spurningaskráin er hluti af þriggja ára rannsóknarverkefni, Ís birnir á villigötum, sem unnið er í samstarfi íslenskra og alþjóðlegra háskóla og safna. Tengsl dýra, fólks og umhverfis Kristinn Schram þjóðfræðingur, sem vinnur að verkefninu ásamt fleirum, segir að með því að safna minningum fólks fáist innsýn í líf þess og reynslu. „Það er mikilvægt að fá innsýn í reynslu þeirra sem með einhverjum hætti lifa í návist hvítabjarnarins. Sú þekking á að nokkru leyti rætur aftur í aldir með sagnaarfi sem ríkur er af bjarndýrum sem tignargjöfum og andvaragestum. Oft vísa þessar sögur til óljósra marka bjarna og manna og þá ekki síst berserkja. Samtímafrásagnir geta líka varpað ljósi á fjölþætt tengsl dýra, fólks og umhverfis á tímum loftslagshlýn­ unar, bráðnandi íss og hækkandi sjávarmáls.“ Ísbirnir á villigötum Spurningaskráin er hluti af þriggja ára rannsóknarverkefni, Ísbirnir á villigötum, sem unnið er í samstarfi íslenskra og alþjóðlegra háskóla og safna. Það er styrkt af Rannsóknasjóði Rannís og leitt af myndlistarfólkinu Bryndísi Snæbjörnsdóttur og Mark Wilson í samstarfi við Kristin og Æsu Sigur­ jóns dóttur listfræðing. „Auk þjóðfræðilegra rannsókna er unnið út frá sjónarhorni samtímalista og listfræði,“ segir Kristinn, „þannig að í verkefninu verða mörk fólks og dýra, menningar og raunveruleika skoðuð, ásamt samverkandi áhrifum loftslagsbreytinga á fólksflutninga og umhverfisrof sem því miður færist í aukana.“ Frásagnir varðveittar til framtíðar Spurningaskránni er svarað á vefsíðu menningarsögulega gagnasafnsins Sarpur, www.sarpur.is. Þær frásagnir sem berast verða varðveittar um ókominn tíma og gerðar öllum aðgengilegar, nema annað sé tekið fram. Nöfn heimildarmanna birtast ekki. /VH Ísbjörn á gangi í Kaktovik, Alaska. Mynd / Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson Kristinn Schram þjóðfræðingur vinnur að söfnun upplýsinga um ís­birni­ásamt­fleirum.­ Mynd / KÓP Íslensk framleiðsla á Bílskúrs- og Iðnaðarhurðum 564-0013 | 865-1237

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.