Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 15
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 2020 15
Amerískir Sandblásturskassar
m/ryksugu 2 stærðir
Verð frá 448.756 kr
Þvottakör
3 stærðir
Verð frá 12.590 kr
SENDUM FRÍTT UM ALLT LAND MEÐ FLYTJANDA
ÖLL VERÐ ERU MEÐ VSK
Sandblásturskassar m/ryksugu
2 stærðir
Verð frá 199.690 kr
Sandblásturskútur
m/ryksugu 80L
Verð 84.125 kr
HREINSIEFNI
SANDBLÁSTURSSANDUR
SANDBLÁSTURSKASSAR
SANDBLÁSTURSKÚTAR
VÉLAHLUTAÞVOTTAVÉLAR
ÞVOTTAKÖR
HÁÞRÝSTIDÆLUR
DÆLUR
O.m.fl.
ALK 150
ÞETTA SEM VIRKAR - og er
einstaklega gott í hesthúsið,
fjárhúsið og fjósið.
Umhverfisvænt sterkt
alkalískt hreinsiefni fyrir erfið
óhreinindi. Alhliða hreinsiefni
fyrir gólf, veggi, áhöld, vélar
og fl. Virkar sérstaklega vel á
fitu og sót.
Verð 5L, 3.590 kr
20L, 10.208 kr
ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA
SÍÐAN 1985
Sandblásturskútar
3 stærðir
Verð frá 43.135 kr
byko.is
YLEININGAR ERU LÉTTAR STÁL-
KLÆDDAR SAMLOKUEININGAR
SEM FÁST MEÐ ÞÉTTIFRAUÐS-
EÐA STEINULLARKJARNA.
Einingarnar eru sterkar og burðarmiklar og
fást með mismunandi yfirborði og litum að
eigin vali. Helstu kostir þess að nota samloku-
einingar er auðveld og fljót uppsetning, auðveld
þrif, mikil burðargeta, mikið einangrunargildi og er
ódýr kostur ef miðað er við hefðbundnar lausnir.
Yleiningar henta vel fyrir eldri gripahús þar sem
skipta þarf út þak- og eða veggjaklæðningum.
BALEX yleiningar eru framleiddar undir
ströngu eftirliti samkvæmt viðurkenndum
evrópskum stöðlum.
Hafðu samband: bondi@byko.is
YLEININGAR
Bænda
að ekki sé hægt að reka fyrirtæk-
ið við slík skilyrði. Ógerlegt sé að
flytja starfsemina nema með mun
lengri fyrirvara. Þau Elísabet og
Arngrímur buðu í húsnæðið upphæð
sem ekki var langt frá fasteignamati,
en of mikið bar í milli þeirra og
Bændasamtakanna þannig að ekkert
varð úr kaupum.
Óskuðu eftir lóð undir
starfsemina og leist best á Akranes
Á þessum tíma bauðst til kaups
hluti af svefnskálum sem stóðu við
Búrfellsvirkjun. Elísabet sendi út
bréf til Borgarbyggðar og óskaði
eftir lóð fyrir 100 fermetra hús og um
það bil 500 fermetra lóð. Tilboð frá
Borgarbyggð kom eftir 13 vikur sem
var alltof seint. Hún sendi sams konar
bréf til fleiri sveitarfélaga á suðvest-
urhorni landsins, m.a. Akranes, og
þar á bæ stóð ekki á svörum. „Þeir
sannfærðu mig um að Akranes væri
besti kosturinn,“ segir hún. Hún segir
flest hafa staðist og mikill vilji til að
gera eins vel og kostur er.
Unnið hefur verið við að setja
húsin upp undanfarnar vikur og
framkvæmdir gengið vel en Elísabet
segir að mikil vinna sé við að koma
rannsóknastofu upp. Að gera slíkt
tvisvar yfir 5 ára tímabil sé hálfgerð
bilun.
Félagið skilaði einhverjum
hagnaði á liðnu ári sem gerir kleift
að byggja starfsemina upp á nýjum
stað. Helsta ástæða þess er að
Byggðastofnun lengdi á liðnu ári á
láni til fyrirtækisins úr 5 árum í 10
og segir Elísabet það skipta sköpum
fyrir reksturinn.
„Við erum mjög bjartsýn,“ segir
Elísabet og telur að ákveðið hagræði
sé af því að starfsemin sé nær höfuð-
borginni. „Við yfirgefum Hvanneyri
með söknuði, en hlökkum líka til
að flytja á Skagann og takast þar á
við gömul og ný verkefni á nýjum
stað.“
/MÞÞ
Björk Sigurjónsdóttir að vigta sýni fyrir jarðvegsmælingar.
Heysýni frá bændum í sýrusuðu.
Húsnæðið er nú senn að verða tilbúið og starfsemi Efnagreiningar hefst á
Akranesi í næsta mánuði.