Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 14
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 202014
Sviptingar í rekstri hjá Efnagreiningu ehf.:
Heyefna- og jarðvegsgreiningar
flytjast frá Hvanneyri til Akraness
– Lóðamál og óvissa varð til þess að eigendur ákváðu að flytja sig um set
Fyrirtækið Efnagreining tekur
senn til starfa á Akranesi. Það
hefur frá stofnun þess, 2015, verið
starf andi á Hvanneyri en félag
ið býður upp á efnagreiningar
og mælingar af ýmsu tagi fyrir
bændur, fyrirtæki og stofnanir.
Eig endur þess eru hjónin Elísabet
Axelsdóttir búfræðingur, sem er
fram kvæmdastjóri og Arngrímur
Thorlacius, efnagreiningar sér
fræðingur og dósent í efnafræði
við Land búnaðarháskólann. Efna
grein ing var til húsa í gömlu Nauta
stöðinni á Hvanneyri. Leigu samningi
var sagt upp vorið 2018.
Elísabet starfaði á rannsóknastofu
Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri
um 13 ára skeið. Skólinn lokaði henni
um áramótin 2014–15 og hætti með
þjónustuefnagreiningar fyrir bænd
ur. Elísabetu bauðst annað starf hjá
stofnuninni en hugur hennar stóð til
þess að halda áfram á sömu braut. Í
kjölfarið óskuðu þau Elísabet og Arn
grímur eftir að fá að reka eigin stofu
í rannsóknastofu skólans og bentu
á að sá háttur væri við lýði víða um
heim, þ.e. að einstaklingar reki eigin
stofur á vísindagörðum í tengslum
við háskóla. Hluti yfirstjórnar skólans
setti sig að sögn Elísabetar upp á móti
hugmyndinni.
Fengu inni í gömlu Nautastöðinni
Elísabet og Arngrímur hugleiddu
kaup á gámahúsnæði frá Kína þegar
Landbúnaðarháskólinn kallaði
Elísabetu á fund og bauð henni
húsnæði í gömlu Nautastöðinni á
Hvanneyri, sem var í eigu Bænda
samtaka Íslands, en leigusamningur
um húsnæðið var í gildi milli BÍ
og LbhÍ. Samningurinn var að
sögn kaupsamningur sem átti á
endanum að leiða til þess að skólinn
eignaðist húsnæðið. Elísabet kveðst
hafa haft efasemdir um þetta
fyrirkomulag og hvort leggja ætti
út í kostnaðarsamar breytingar til að
koma starfseminni af stað. Eftir að
aðilar bæði frá Bændasamtökunum og
Landbúnaðarháskólanum höfðu sagt
henni að ekkert væri að óttast varð þó
úr að þau tóku boðinu.
Í ársbyrjun 2015 fóru þau til
Sjanghæ og keyptu tæki og inn
réttingar og á meðan beðið var eftir
þeim var unnið að endurbótum á hús
næðinu og það innréttað. „Við lögðum
allt undir og margir Hvanneyringar,
ættingjar og vinir lögðu okkur lið,
við auglýstum stundum vinnuhelg
ar og iðulega mætti fólk og hjálp
aði okkur við þetta verkefni,“ segir
Elísabet. Hún fékk stærsta styrkinn
frá Atvinnumálum kvenna árið 2015,
Framleiðnisjóður landbúnaðarins
styrkti framkvæmdirnar á húsnæði
og þá bárust fleiri mikilvægir styrkir.
Byggðastofnun lánaði fé til tækja
kaupa og Landsbankinn fyrir breyt
ingum á húsnæði.
Staðráðin í að
ná heysýnunum heim
Elísabet segir að síðustu árin sem
LbhÍ hafi boðið þjónustugreiningar
fyrir bændur hafi kúabændur í stórum
stíl snúið sér til rannsóknastofu í
Hollandi með sín heysýni. Skólinn
hafi lítið gert til að mæta kröfum
nútímans þegar kom að greiningum,
m.a. voru selenmælingar ekki í boði
en þær fengust ytra. „Við vorum frá
upphafi staðráðin í að ná heysýnum
aftur heim og það tókst að mestu
haustið 2018, en þá var lokið við að
tengja okkar gagnagrunn við NorFor,
Samnorræna fóðurmatskerfið. Örfáir
bændur voru enn að senda heysýni til
greiningar í útlöndum í fyrrahaust,
2019. Það má í raun segja að heyefna
greiningar fyrir bændur hafi verið
ástæðan fyrir því að við ákváðum
að ráðast í að stofna fyrirtækið fyrir
fimm árum,“ segir Elísabet.
Eru í vottunarferli
skv ISO 9000 staðli
Rúmlega 70% af tekjum fyrirtækis
ins koma inn síðustu fjóra mánuði
ársins en þá er törn við greiningar á
hey og jarðvegssýni. Síðasta haust
störfuðu 8 manneskjur í hlutastarfi
hjá fyrirtækinu, flestir nemendur
LbhÍ. Allan ársins hring sinnir fé
lagið ýmiss konar mælingum fyrir
stofnanir og fyrirtæki og er mest um
orkuefna og steinefnamælingar. Þá
eru örverugreiningar einnig í boði
en í þeim greiningum er mikið af
hraðvirkum prófefnum. Elísabet
segir að tækninni fleygi ört fram og
Efnagreining sé vel tækjum búið.
„Við erum í vottunarferli samkvæmt
ISO 9000 staðli og við vonumst til
að ná að jafna tekjurnar meira yfir
árið og ná til okkar í meira mæli
sýnum frá matvælaframleiðendum
og aðilum í fæðubótargeiranum.
Nú er þróunarsetur á Akranesi í
uppbyggingu og það hljómar mjög
spennandi.“
Blaut tuska í andlitið
Leigusamningi við Efnagreiningu var
sagt upp vorið 2018 og „það var eins
og að fá blauta tusku í andlitið,“ segir
Elísabet. Landbúnaðarháskólinn
hafði þá sagt upp sínum leigusamn
ingi við Bænda samtökin. „Ég fór í
miklu uppnámi á fund með þáverandi
rektor sem virtist koma nokkuð á óvart
allt það samstarf sem er milli LbhÍ og
Efnagreiningar. Eftir marga leyni
fundi var niðurstaðan að háskólaráð
vildi að við myndum flytja rann
sóknastofuna inn á rannsókna stofu
LbhÍ. Ég vissi ekki hvort ég ætti að
hlæja eða gráta,“ segir Elísabet. Enn
var í yfirstjórn skólans manneskja
sem hafði á sínum tíma staðið gegn
því að þau færu með sína starfsemi
þar inn. „Svo ég tjáði rektornum að
það væri of mikil áhætta,“ segir hún.
„Það eru flestir furðu lostnir yfir því
að við séum á förum frá Hvanneyri
og þykir sorglegt að skólinn hafi ekki
beitt sér fyrir því að halda fyrirtækinu
í gömlu Nautastöðinni.“
Elísabet segir að Bændasamtökin
hafi gert þeim ljóst við samnings
slitin að þeir ætluðu að selja gömlu
Nautastöðina. Fyrir ári var gerður
leigusamningur við Efnagreiningu
til 1 árs sem framlengdur var um
6 mánuði í senn með 3 mánaða
uppsagnarfresti og segir Elísabet
Sápur og egg til sölu
„Það gengur mjög vel, sápurnar
seljast eins og heitar lummur
og fólk er mjög ánægt með þær.
Þetta eru handgerðar sápur, sem
ég bý til, sem innihalda tólg úr
heimabyggð, auk lífrænna jurta
og ilmkjarnaolíur,“ segir Maja
Siska á bænum Skinnhúfu í
Holtum í Rangárvallasýslu.
Sápurnar selur hún í minnstu
sápubúð Íslands, sem staðsett er
í ísskáp á afleggjaranum heim til
hennar. Í skápnum eru líka seld egg
frá Judith og Sverri í Gíslholti, sem
gengur líka mjög vel að selja. Maja
segir að sápurnar hennar innihaldi
engin kemísk gerviefni og mýkja
húðina á sama tíma og þær hreinsa.
„Svo veitir ekki af á COVID19
tímanum að vera aðeins lengur að
þvo sér um hendurnar. Maður þarf
að nudda sápustykkið aðeins og það
hjálpar til að hreinsa hendurnar,
frekar en að ýta á takka og fá
fljótandi sápu sem er oft skolað
strax af,“ bætir Maja við. Sápurnar
hennar heita „Húð og hár“ og fást í
margnota ferðaöskjum í ísskápnum
og heima hjá henni.
/MHH
HLUNNINDI&VEIÐI
FRÉTTIR
Svefnskálar frá Búrfellsvirkjun voru fluttir á Akranes og komið þar fyrir. Mikil vinna er að innrétta rannsóknastofu
með öllum þeim búnaði sem til þarf til efnagreininga. Myndir / Úr einkasafni
Elísabet Axelsdóttir og Arngrímur
Thorlacius eiga fyrirtækið Efna
greiningu ehf.
Stór hluti starfsemi Efnagreiningar
er að greina heysýni frá bændum.
Maja Siska við gamla ísskápinn og sápurnar sínar, sem hafa slegið í gegn
á kórónutímum, auk eggjanna, sem seljast líka vel. Mynd / MHH
Litrík og falleg vegg-
ljós úr íslenskri ull
Vöruhönnuðirnir Kristín Soffía
Þorsteinsdóttir og Bjarmi Fannar
Irmuson reka saman hönnunar
stúdíóið Stundumstudio og hafa
nú sett á markað ljósið Ær sem á
rætur að rekja til verkefnis sem
hófst í samstarfi við Icelandic
Lamb árið 2018. Með því vildu
þau skoða hvort bóndinn gæti
fengið meira fyrir sínar afurðir
og upphefja ullina til nýtingar í
hönnun sinni.
„Við vorum saman í bekk í
vöru hönnun í Listaháskólanum og
útskrifuðumst fyrir tveimur árum.
Eftir útskriftina fengum við styrk frá
Rannís til að skoða stöðu óætra afurða
kindarinnar. Án þess að fara nánar
út í niðurstöður okkar það sumarið,
leiddi þessi rannsókn til þess að okkur
fannst mikilvægt að setja íslensku
ullina í nýtt samhengi og nýjan
búning með það að markmiði að opna
augu fólks fyrir þeim möguleikum
og verðmætum sem hún býr yfir. Á
þeim forsendum varð veggljósið Ær
til. Við hófum samstarf við Icelandic
Lamb og skoðuðum ýmislegt, meðal
annars að nota ærmjólk, en enduðum
á að nýta ullina í okkar hönnun. Við
fórum á milli bæja og hittum bændur
og byrjuðum að þæfa ull,“ útskýrir
Kristín Soffía.
Glært og endingargott efni
Hönnuðirnir byrjuðu að handþæfa
meðal annars dúnúlpu, derhúfur
og mittistöskur, sem var hugsað
sem liður inn í unglingamenningu
landsins.
„Við sýndum vörurnar á Hönn
unar mars og þegar þessu var lokið
langaði okkur að vinna meira með
ullina og langaði að gera hana í föstu
formi eins og trefjaplast. Við sáum
hvað það skein fallega í gegnum
hana og þá kom hugmyndin að
ljósinu. Við tókum ólitaða og litaða
kembu, lögðum í sílíkonmót og
notum fljótandi pólyesterresínefni
sem er alveg glært og verður eins
og gler. Efnið er mjög endingargott
en við röðum kembunni eftir okkar
hug myndum eða eftir óskum fólks
og fáum þá skemmtilega litaflóru í
ljósin. Hvert ljós er einstakt og engin
tvö eru eins. Við getum notað verðlitla
ull í framleiðsluna og okkur er alveg
sama þó að það sé lyng eða mói
sjáanlegt. Ljósið er hannað þannig að
hægt er að skipta ullar platt anum út að
framan en það er sett á ljósastellið með
seglum svo auðvelt er að skipta því
út,“ segir Kristín Soffía en nú vinna
þau að hönnun umbúða og senn fer
heimasíðan stundumstudio.com í
loftið. /ehg
Veggljósið Ær er komið á markað.
Ljósin eru unnin úr ull og fljótandi pólyesterresínefnum en engin tvö ljós
eru eins.