Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 30

Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 30
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 202030 Aldin fíkjukaktusa eru hluti af daglegri fæðu fjölda fólks víða um heim og blöð kaktussins eru sögð góð á grillið. Plantan er upprunnin í Mexíkó en hefur náð fótfestu á þurrum svæðum um allan heim. Í Ástralíu og víðar hefur henni verið plantað út sem lifandi þyrnigirðing. Áætluð heimsframleiðsla á aldinum fíkjukaktusa er um 100 þúsund tonn á ári. Mexíkó er stærsti fram leiðandinn og þar í landi er yfir helmingur heimsframleiðslunnar. Ítalía er í öðru sæti en af öðrum löndum sem rækta aldinið má nefna Sikileyjar, Síle, Argentínu, Kali­ forníu ríki Bandaríkjanna Norður­ Ameríku, Brasilíu, Perú og fleiri lönd Suður­Ameríku, Jórdaníu, Ísrael, Egyptaland, Marokkó, Spán, Grikkland og Tyrkland. Mest af framleiðslu allra þessara landa er neytt innanlands og sem dæmi flytur Mexíkó ekki út nema um 10% framleiðslunnar. Ekki fundust upplýsingar um inn flutning á fíkjukaktusaldinum til Ís lands á vef Hagstofunnar. Aldinið hef ur samt sést annað slagið í ávaxtaborðum verslana og kaktusinn sjálfur er algengur sem pottaplanta til sölu í gróð ur vöruverslunum. Ættkvíslin Opuntia og tegundin ficus-indica Vel yfir eitt hundrað tegundir tilheyra ættkvíslinni Opuntia, sem tilheyrir ætt kaktusa, og eru þær allar upprunnar í Mið­ og Suður­Ameríku. Þar sem tegundir innan ættkvíslarinnar frjóv g­ ast auðveldlega sín á milli getur verið erfitt að greina þær í sundur. Allar eru þær með þyrna en mismarga og misstóra eftir tegundum og flestar eiga þær það sameiginlegt að vera með flatvaxin blöð og græn eða rauð og æt aldin. Algengasta tegundin sem ræktuð er til manneldis er Opuntia ficus­ indica og er tegundin jafnframt mest ræktaði kaktus í heimi til átu. Tegundin sem kallast fíkjukakt­ us á íslensku er fjölær og nær fimm til sjö metra hæð og allt að þrem­ ur metrum að þvermáli. Plantan er með stólparót sem vex um 30 sentí­ metra niður í jarðveginn og mynd­ ar hliðar rætur sem liggja grynnra. Vaxtarlag plöntunnar einkennist af mörgum stórum og þykkum skeið­ ar­ eða árarlaga blöðum. Ung blöð blágræn og vaxkennd viðkomu, vatnsfráhrindandi og nánast glans­ andi. Blöðin flatvaxin, stór, að allt að metri að lengd, þykk og 15 sentí­ metra breið, blöðin gildna með aldri, verða trékennd og líkjast trjástofni og sem er góður metri að ummáli. Blaðkjötið er ljóst með rauðum blæ. Þyrnar á blöðunum fáir en allt að 2,5 sentímetrar að lengd. Blómin um 8 sentímetra löng og 6 að þvermáli. Sjálffrjóvgandi, græn í fyrstu en blómstra hvítum, gulum eða rauðum blómum. Aldinið, sem er ber, gult eða rautt og inniheldur 150 til 400 lítil og hörð fræ. Til er fjöldi afbrigða og yrkja af fíkjukaktus sem eru ólík eftir ræktunar­ og vaxtarstað og eru sum fram ræktuð yrki þyrnalaus. Líftími plönt unnar er um 20 ár. Uppruni og útbreiðsla Þrátt fyrir að ekki sé vitað fyrir víst hvaðan O. ficus­indica er upprunnin bendir flest til þess að það sé á hásléttu Mexíkó og að þaðan hafi plantan breiðst út um Mið­Ameríku, suður að odda Padegóníu í Suður­Ameríku og norður til Kanada fyrir tíma komu Kristófers Kólumbusar, uppi 1451 til 1506, yfir Atlantshafsála. Eftir að plantan hafði langt undir sig báðar álfur Nýja heimsins fór hún í útrás í öðrum heimsálfum. Talið er að Kólumbus hafi flutt með sér fíkjukaktus til Lissabon í Portúgal árið 1493 við heimkomu úr fyrsta leiðangri sínum til Ameríku. Eftir að plantan barst til Evrópu breiddist hún hratt út um löndin kringum og á eyjum í Miðjarðarhafi sem kúríósplanta og þaðan í norðan­, austan­ og sunnanverðri Afríku og síðan hluta Asíu sem nytjajurt og sem slæðingur frá ræktun. Árið 1788 flutti Arthus Phillip, uppi 1738 til 1814, landsstjóri í Nýju Suður­Wales fíkjukaktus fyrstur manna til Sydney í Ástralíu sem garð plöntu og komu plönturnar frá Brasilíu. Bændur í Ástralíu komust fljótlega upp á lagið með Yfir eitt hundrað tegundir tilheyra ættkvíslinni Opuntia sem tilheyrir ætt kaktusa og eru þær allar upprunnar í Mið- og Suður-Ameríku. Algengasta tegundin til manneldis er O. ficus-indica og er tegundin jafnframt mest ræktaði kaktus í heimi til átu. HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Fíkjukaktus er góður á grillið Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Kaktusablöð sem kálfafóður. Víða, eins og á verndarsvæðum í Afríku og í Ástralíu, er litið á fíkjukaktus sem ágenga tegund. /Mynd VH. Sem pottaplanta þarf fíkjukaktus litla vökvun en mikla sól. Fíkjukaktusar eru notaðir sem lifandi girðing fyrir bæði menn og búfé.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.