Bændablaðið - 30.07.2020, Qupperneq 11

Bændablaðið - 30.07.2020, Qupperneq 11
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 2020 11 Ingvar Björnsson, bóndi á Hólabaki, leiddi vinnu um mótun umhverfisstefnu landbúnaðarins: Bændur geta tekið forystu í loftslagsmálum – Eigum ekki að óttast hugmyndir um endurheimt votlendis heldur taka þátt í umræðunni og stýra því hvaða land er endurheimt Ingvar Björnsson á Hólabaki hefur undanfarin ár leitt þá vinnu að móta umhverfisstefnu fyrir landbúnaðinn með sjálfbærni að leiðarljósi. Sú stefna var samþykkt á síðasta Búnaðarþingi og lesa má hluta úr henni hér neðar í greininni. Blaðamaður lagði fyrir hann nokkrar spurningar varðandi skoðanir hans á endurheimt votlendis: Hvernig sérð þú fyrir þér að bænd­ ur geti orðið leiðandi í umhverfis­ málum hérlendis? „Með umhverfisstefnu landbúnað­ arins hafa bændur sett sér metnað­ arfull markmið í umhverfismálum. Meginstef umhverfisstefnunnar eru loftslagsvernd, sjálfbærni og vist­ heimt. Bændur hafa yfir að ráða landi og þekkingu og eru því lykilaðilar þegar kemur að aðgerðum í þessum málaflokkum. Í loftslagsmálum getur land­ búnaðurinn tekið forystu með því að kolefnisjafna framleiðsluna á næstu árum. Það verður gert með því að draga úr losun og ráðast í aðgerðir til kolefnisbindingar svo sem með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Þegar kolefnisjöfnun landbúnaðarframleiðslu er lokið verður hægt að halda áfram og vinna að kolefnisbindingu í þágu samfélagsins alls.“ Er það raunhæft á 10 árum? „Það er vel raunhæft að kolefnisjafna íslenskan landbúnað á 10 árum. Það þarf að vinna í góðu samstarfi við stjórnvöld og stofnanir á borð við Landgræðsluna og Skógræktina.“ Hvaða skoðun hefur þú á endur­ heimt votlendis og því starfi sem unnið hefur verið þar af Votlendissjóði? „Endurheimt votlendis er öflug aðgerð í loftslagsmálum og til að endurheimta röskuð vistkerfi. Endurheimt votlendis á landi sem ekki er nýtt til landbúnaðarfram­ leiðslu er enn fremur mjög skyn­ samleg leið til að geyma frjósamt og gott landbúnaðarland fyrir komandi kynslóðir. Í stað þess að láta lífræn efni brenna upp og dæla koltvísýr­ ingi út í andrúmsloftið er hægt að bleyta upp í landi og halda áfram að byggja upp lífrænan forða. Ef fram­ tíðarkynslóðir munu þurfa á þessu landi að halda til matvælafram­ leiðslu er hægt að ræsa það fram og taka til ræktunar. Bændur eiga ekki að óttast hugmyndir um endurheimt votlendis en fremur að taka þátt í umræðunni og stýra því hvaða land er endurheimt.“ Umhverfisstefna Bændasamtaka Íslands Á Búnaðarþingi fyrr á árinu var um­ hverfisstefna landbúnaðarins sam­ þykkt til ársins 2030. Um hverfis­ stefnan fjallar á almennan hátt um landbúnað og umhverfismál og skilgreinir meginmarkmið íslensks landbúnaðar í umhverfismálum næsta áratuginn. Lagt er til að leiðarljós stefnunnar verði loftslags mál, sjálf­ bærni og vistheimt og meginmarkmið landbúnaðar í umhverfismálum hafi skírskotun í þessa þætti. Markmiðið með henni er að setja íslenskum landbúnaði stefnu í umhverfismálum til næsta áratugar og er helst horft til þriggja þátta: 1. Að umhverfisstefnan verði leiðar­ ljós einstakra bænda og bú greina sem og landbúnaðarins alls í umhverfismálum. 2. Að umhverfisstefnan verði mikilvægt verkfæri við endur­ skoðun búvörusamninga og aðra framtíðarsamninga ríkis og bænda um umhverfistengd verkefni. 3. Að umhverfisstefnan verði mikil­ vægt verkfæri til markaðs sóknar landbúnaðarvara á íslenskum markaði og jákvæðrar ímyndar­ sköpunar fyrir íslenskan landbún­ að. Hægt að fara blandaða leið Í umhverfisstefnunni er töluvert fjallað um endurheimt votlendis þar sem bændur geta lagt sín lóð á vogarskálarnar við kolefnisbindingu. Eftirfarandi texti er vísun úr stefn­ unni: „Loftslagsbreytingar eru ein stærsta áskorun mannkyns og fram­ tíð komandi kynslóða ræðst af því hvernig við bregðumst við á næstu árum. Ráðast þarf í átak í kolefn­ isbindingu ásamt því að draga eftir mætti úr losun gróðurhúsalofttegunda. Kolefnisbinding mun að mestu fara fram með skógrækt, landgræðslu og endurheimt votlendis. Þarna hafa bændur margt fram að færa, landið, þekkinguna og verkfærin. Endurheimt votlendis er öflug mótvægisaðgerð gegn kolefnislos­ un. Ekki er um að ræða kolefn­ isbindingu heldur er kolefnislos­ un frá framræstu landi stöðvuð. Áætlað er að ha af framræstu landi losi árlega um 20 tonn af CO2. Ef kolefnisjafna á íslenskan landbúnað þarf að endurheimta 30.000 ha af votlendi á tímabilinu 2020–2030. Þetta samsvarar 3.000 ha árlega eða um 1 ha á hvert lögbýli í byggð. Sé farin blönduð leið, (t.d. skógrækt 50% ‐landgræðsla 30% ‐endurheimt votlendis 20%), að því takmarki að kolefnisjafna íslenskan landbúnað árið 2030 þarf að ráðast í eftirfarandi aðgerðir á hverju lögbýli í byggð á árabilinu 2020‐2030: 1. Planta 10 ha af blönduðum skógi 2. Græða upp 30 ha af rofnu landi 3. Gndurheimta 2 ha af votlendi.“ /ehg Votlendissjóður hrekur rangfærslur um endurheimt votlendis Votlendissjóður sendi frá sér eftirfarandi upplýsingar þar sem farið er yfir það sem sjóðurinn telur vera rang- færslur í umræðu um málaflokkinn og veitir viðeigandi skýringar. Rangfærsla 1: Votlendi skipta engu máli fyrir loftslagið Skýring: Votlendi/mýrar eru sérstakar því gróður sem vex í þeim rotnar ekki nema að mjög litlu leyti og safnast því fyrir. Ástæðan fyrir því er að vegna vatnsins er ekkert súrefni til staðar og því ekki skilyrði fyrir örverur til að brjóta niður lífræna efnið og breyta því í CO2 (koltvísýring). Munurinn á gróðri í votlendi og til dæmis graslendisgróðri er að graslendisgróður sölnar og rotnar að hausti og losar sama magn af CO2 og hann batt yfir sumarið. Í votlendi safnast saman órotnaðar jurtaleifar í oft mjög þykk mólög í hundruð eða þúsundir ára. Þegar votlendi er framræst fer vatnið úr jarðveginum og skilyrði skapast fyrir örverur til að brjóta niður lífræna efnið. Rotnun hefst og þar með losun á CO2. Fyrir framræstar mýrar í okkar loftslagsbelti nemur losunin um 23 tonnum af CO2 á hektara á ári. Til samanburðar losar ný bifreið um 2 tonn af CO2 á ári. Einn fótboltavöllur er tæpur 1 hektari. Rangfærsla 2: Við endurheimt votlendis losnar metangas sem er öflug gróð ur­ húsa lofttegund og því borgar sig ekki að endurheimta votlendi. Skýring: Metan er um 25 sinnum öflugri gróðurhúsaloft­ tegund en koltvísýringur (CO2) en magn þess á flatarmáls­ einingu er 200 falt minna. Ef magnið er fært yfir í CO2 ígildi jafngildir það 3 tonnum af CO2 á hektara á ári. Nettó ávinningurinn af endurheimt votlendis er því 20 tonn af CO2 á hektara á ári. Hægt er að hafa áhrif á magn losunar metansins með því að hafa vatnsyfirborðið rétt undir yfir­ borði jarðvegsins. Enginn losunarflokkur í loftslagsbókhaldi Íslands er ábyrgur fyrir jafn mikilli losun af gróðurhúsaloft­ tegundum og framræst votlendi. Rangfærsla 3: Íslenskar mýrar innihalda meira af steinefnum og því er losun frá þeim miklu minni en erlendis. Skýring: Íslenskar mýrar, sérstaklega nálægt gosbeltinu, innihalda meira af steinefnum/gosefnum en mýrar á sam­ bærilegum stöðum á hnettinum. Steinefnin hafa þau áhrif að losunin er umtalsvert meiri en frá mýrum sem innihalda minna af steinefnum. Rannsóknir Susanne Möckel við Háskóla Íslands sýna þetta. Rangfærsla 4: Ekki eru til neinar rannsóknir til að geta fullyrt um losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum mýrum. Skýring: Niðurstöður rannsókna sem hafa verið gerðar og eru í gangi gefa ekki tilefni til að ætla að losun frá íslenskum mýrum sé almennt frábrugðin losun frá mýrum á sambæri­ legum stöðum á hnettinum. Rannsóknir Gunnhildar Evu Gunnarsdóttir á sextán framræstum og óframræstum mýrum á Suðurlandi og rannsóknir Hlyns Óskarssonar og Jóns Guðmundssonar frá Landbúnaðarháskólanum og Rannveigar Ólafsdóttur á svæðum á Vesturlandi sýna þetta glöggt. Rangfærsla 5: Betra er að rækta tré á framræstu landi en að endurheimta það. Skýring: Öflugustu leiðirnar til að takast á við loftslagsvand­ ann hérlendis eru að endurheimta votlendi, græða upp illa farið land og rækta tré. Jarðvegur framræsta landsins heldur áfram að losa gróðurhúsalofttegundir þó að tré séu gróðursett í hann. Besta niðurstaðan fyrir loftslagið er að endurheimta votlendi, rækta upp tré þar sem gott er að rækta tré (ekki í votlendi) og ná gróðurþekju á illa farið land. Rangfærsla 6: Litlir, gamlir eða grónir skurðir losa ekkert lengur. Skýring: Skurðir grafnir í votlendi losa gróðurhúsa­ lofttegundir, en það sem mestu máli skiptir er allt svæðið sem skurðurinn framræsir, sem getur verið mjög stórt og allt upp í nokkur hundruð metra í hvora átt frá skurðinum. Um leið og vatn fer úr jarðveginum kemst súrefni ofan í hann og skilyrði skapast fyrir örverur til að hefja niðurbrot á lífrænu efni. Kolefni tapast og hraðinn á tapinu jafngildir því að jarðvegurinn þynnist um hálfan sentimetra á ári. Það tekur eins metra þykkt mólag því 200 ár að rotna og verða að lofttegund. Það er ekki langt síðan framræsla hófst á Íslandi svo ástæða er til að ætla að flest framræst svæði á Íslandi séu enn að losa gróðurhúsalofttegundir af fullum krafti. Það skiptir litlu hvort skurður er gróinn eða ekki. Lífræna framræsta efnið heldur áfram að rotna á meðan eitthvað er til að rotna. „Bændur hafa yfir að ráða landi og þekkingu og eru því lykilaðilar þegar kemur að aðgerðum. Í loftslagsmálum getur landbúnaðurinn tekið forystu með því að kolefnisjafna framleiðsluna á næstu árum,“ segir Ingvar Björnsson. Mynd / Aðalheiður Ingvarsdóttir Í landi Grafarholts í Borgarfirði var undir lok vetrar hafin vinna við endurheimt votlendis en landið er í einkaeign. Mynd / Votlendissjóður

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.