Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 42

Bændablaðið - 30.07.2020, Blaðsíða 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 202042 MENNING&LISTIR LESENDABÁS Sögufélag Austurlands var stofn­ að að frumkvæði Benedikts Gísla­ sonar frá Hofteigi árið 1965 og var megintilgangur þess að „gefa út árlega ársrit um austfirsk efni, söguleg og samtímaleg, einnig að gefa út önnur rit eftir því sem stjórn félagsins sér sér fært og fjárhagslegir möguleikar leyfa“. Fljótlega eftir það hófst útgáfa Múlaþings, en svo nefnist rit félagsins, og hefur það komið út með stuttum hléum allar götur síðan. Síðustu árin hefur vantað nokkuð upp á að bakhjarl ritsins hafi verið traustur og því tóku nokkrir áhugasamir sig saman um að efna til félagsfundar í Sögufélaginu og var hann haldinn á Reyðarfirði þann 18. júní síðastliðinn. Unnið var að undirbúningi fundarins í samstarfi við forystu­ fólk SSA, Austurbrúar og Héraðs­ skjala safns Austfirðinga, en frum­ kvæði átti aðalfundur Söguslóða Austurlands, sem haldinn var í safnahúsinu á Egilsstöðum í vetur. Á Reyðarfjarðarfundinum voru skráðir 33 nýir félagar, sem sam­ þykktu að hefja starfsemi þess á ný, en hún hefur legið niðri um langt skeið og útgáfa Múlaþings hvílt á annarra herðum. Lagt var fram frumvarp að nýjum lögum félagsins um leið og eldri lög voru numin úr gildi. Ný stjórn var kjörin og sitja í henni Sigurjón Bjarnason, Egilsstöðum, formað­ ur, Þórður Vilberg Guðmunds­ son, Reyðarfirði, ritari og Unnur Birna Karlsdóttir, Fellabæ, gjald­ keri. Í varastjórn sitja Cathy Ann Josepsson, Vopnafirði og Þórhallur Þorvaldsson, Eskifirði. Hin nýja stjórn kom saman til fundar á Egilsstöðum þann 7. júlí þar sem samþykkt var að undirbúa samstarfssamning við Samband sveitarfélaga á Austurlandi um útgáfu Múlaþings og fleira sem efni þykja standa til. Eitt af verkefnum stjórnar er að finna fjárhagsgrundvöll fyrir félag­ ið en í meginatriðum er reiknað með því að einstök verkefni þess verði fjármögnuð sérstaklega, þannig að nokkur afgangur verði til almenns rekstrar. Mikilvægt er að félagið eigi gott samstarf við skjala­ og minjasöfn á Austurlandi, einnig við aðra þá sem vinna að ritun byggðasögu landshlutans. Stjórn félagsins væntir þess að eiga gott samstarf við sem flesta aðila við að standa fyrir verkefn­ um á vettvangi félagsins í náinni framtíð og er þess albúin að leggja sitt af mörkum til að efla söguritun og almennt menningarstarf á Austurlandi. /Fréttatilkynning Spennusagan Ógnarhiti eftir Jane Harper: Stundum búa stærstu leyndarmálin í minnstu bæjunum Í júní síðastliðnum kom út einn heitasti krimmi sumarsins, ástr­ alska spennusagan Ógnarhiti. Þar er á ferðinni frumraun hinnar áströlsku Jane Harper sem starfar sem blaðamaður í Melbourne. Ógnarhiti fjallar um lögreglu­ manninn Aaron Falk, sem er búsettur í Melbourne en ólst upp í litlum bæ, Kiewarra, í fimm tíma akstursfjarlægð frá Melbourne. Falk hefur ekki komið á heimaslóðir árum saman. Það er ekki fyrr en hann fær fréttir af því að æskuvinur hans, Luke Hadler, hafi myrt eiginkonu og kornungan son og síðan stútað sjálfum sér, að Falk snýr aftur til að vera viðstaddur útförina. Ekki allt með felldu Í Kiewarra hefur ríkt mikill sól­ arþurrkur og dauðahiti mánuðum saman og þegar Falk snýr aftur í sinn heimabæ er eins og gamlir draugar ryðjist fram með látum. Ásakanir um að hann hafi verið viðriðinn dauða æskuvinkonu sinnar, Ellíar Deackon, vakna á ný en á sínum tíma hafði vinur hans, Luke Hadler, verið hans helsta fjarvistarsönnun. Nú er Luke dáinn og greinilegt að einhver þekkir til þessa gamla sakamáls. Í miðju mikils mótlætis og magnaðrar h i t a b y l g j u ákveður Falk að rannsaka dauða vinar síns, konu og sonar. Svo virðist að ekki sé allt þar með felldu. Flutti ung til Ástralíu Hin ástralska Jane Harper hefur vakið geysimikla athygli og í raun algjörlega slegið í gegn með Ógnarhita. Harper fæddist í Manchester á Englandi en átta ára gömul flutti hún með fjölskyldu sinni til Ástralíu. Síðar sótti hún háskólanám í Kent á Englandi þar sem hún lagði stund á ensku og eftir útskrift lá hennar leið loks aftur til Ástralíu þar sem hún starfar í dag sem blaðamaður hjá Herald Sun – og rithöfundur í hjáverkum. Ógnarhiti, The Dry, er hennar fyrsta bók og kom út árið 2016. Ári síðar fylgdi Harper óvæntri velgengninni með annarri bók sinni, Force of Nature, sem fjallaði sömuleiðis um lögreglumanninn Aaron Falk. Þriðja bókin, The Lost Man, kom út árið 2018 og hefur notið mikillar hylli og er sú fjórða væntanleg í ár. Gagnrýnendur spör­ uðu ekki stóru orðin í kjölfar útgáfu Ógnarhita og Harper nánast krýnd hin nýja krimmadrottning. Ógnarhiti væntanlegur í bíó Þess má geta að bandaríska leik­ konan Reese Witherspoon tryggði sér kvikmyndaréttinn að Ógnarhita skömmu eftir að hún kom út og var hún væntanleg í kvikmyndahús síðla þessa árs en vegna heimsfaraldursins er ljóst að hún ratar ekki á tjöldin fyrr en á því næsta. /Fréttatilkynning Af girðingarollum Morgunninn var fagur og sól skein í heiði þegar ég gáði til veðurs þenn­ an vordag. Gaf um leið auga fjalls­ hólfinu og sá fljótlega að Leiðinda­ Blökk var mætt í hólfið með lömb­ um sínum tveimur og úðaði í sig eins og enginn væri morgundagur­ inn. Ég þaut á stað og silakeppaðist á eftir rollunni, hnjótandi um aðra hverja þúfu eins og báðar lappir væru í krummafót en náði þó að reka hana úr hólfinu ... Þessar línur gætu verið úr bók með heitið Afrek girðingarollunn- ar eða Líf og störf Smugu-Móru og hennar afkomenda. Sumar af þess­ um girðingarollum öðlast nefnilega nokkra frægð og umtal og eru þekkt­ ar á mörgum bæjum en yfirleitt ekki af góðu. Þekkir þú gripinn? Samkvæmt áreiðanlegum heim­ ildum eru til nokkrar tegundir af girðingarollum. Stökkvarinn. Yfirleitt háfættari og léttari á sér en aðrar kindur með nokkuð yfirlætisfullan svip, sperra oft höfuð og dindil og eru almennt sakleysið uppmálað. Þær taka oft til­ hlaup að girðingunni og stökkva svo yfir ýmist með að snerta varla eða lenda á efsta strengnum og slengjast þannig yfir. Ummerki sjást varla og oftast engin. Smugan. Óskaplega leiðinleg skepna. Þrjóskusvipurinn áber­ andi, halla oft undir flatt og gera sig yfirmáta heimskulega á svip­ inn. Nokkrar undirgerðir eru af smugunni en flestar þeirra reyna við marga staði á girðingunni, uppi, í miðju og niðri. Ummerki eru greinileg, færa til strengi í neti, gera allt slakt og ull á neti og gadda­ vír. Smugu­Móra var vel þekkt og virtist hafa sérstaklega gaman að reyna sig við sæmilega góðar girðingar. Nokkrum sinnum var hún búin að fara í gegn á svipuðum stað á girðingu þrátt fyrir sífelldar betrumbætur og þéttingu staura svo hægt var að teygja sig á milli þeirra. En ekki lét Smugu­ Móra sig og hélt áfram upp­ teknum hætti. Að lokum var sett annað net utan á það sem fyrir var og girt hálft í hálft svo þröngir voru nú möskvarnir. Smugu­Móra lét sig ekki, stökk í girð inguna og ætlaði í gegn. En að þessu sinni hafði hún ofmetið eigin getu og lét lífið með því að hengja sig í girðingu sem varla var hægt að stinga lúku gegnum. Eitt var þó já­ kvætt, vesalings rollan lét lífið við það sem henni þótti skemmtilegast. Að sjálfsögðu voru lömbin sett á um haustið því þau voru af því kyni sem er „oho, svo duglegar að bjarga sér“. Brotvélin. Oft stærri og þyngri en aðrar en sneggri í hreyfingum en þær líta út fyrir að vera. Þessar rollur gera beinlínis árás á girðingar, reyna ekki að troðast í gegn eða stökkva yfir heldur hlaupa á fullri ferð á girðingar. Ef girðing er ný eða nýleg tekst það sjaldnast í fyrstu tilraun en þá er bara hlaupið aftur og aftur. Hef horft á rollu hlaupa meira en fimm ferðir í sæmilega girðingu þar til þrír staurar lágu í valnum og viðkomandi komst í gegn. Ummerki eftir þessar rollur eru því greinileg. Moldvarpan. Þessar rollur eru alltaf á hnjánum, lymskulegar á svipinn og sennilega býsna drjúgar með sig. Tilheyra þessum hópi mjög fáar kindur og var ég ekki viss um tilvist þeirra fyrr en ég stóð eina að verki. Hún stóð við girðinguna og hagaði sér eins og hundur og gróf sig undir neðsta vírinn. Gengu moldarflygsur í allar áttir frá henni þar til glufa myndast og þá var reynt. Að mörgu að hyggja Að ala upp góða girðingarollu getur verið ærinn starfi. Eftir að kindur fara út úr húsi eftir burð verður að vera tryggt að fyrstu tvær vikurnar kynnist lömbin alls ekki fjár­ eða lambheldum girðingum heldur einhverjum girðingardruslum sem þau læra að hlaupa í gegnum með mæðrum sínum. Lömbin læra nefni­ lega það sem fyrir þeim er haft. Þá er björninn unninn og girðingarollan verður trúlega til. Gleðilegt sumar. Hjalti Þórðarson Skagafirði, áhugamaður um íslensku sauð- kindina Skyldu þessar vera líklegar til stórra verka? Mynd / Úr einkasafni Hjalti Þórðarson. Sögufélag Austurlands: Samstarf um útgáfu Múlaþings Safnahúsið á Egilsstöðum hefur löngum verið heimili Sögufélags Austurlands og Múlaþings. Mynd / Úr einkasafni Blaðamaðurinn og rithöfundurinn Jane Harper kallar ekki allt ömmu sína. Á dögunum var viðburðurinn Rabarabaradraumórar haldinn að Vöglum til að kynna verkefnið HÖNNÍN, sem er samstarfs­ verkefni NÍN, Listaháskólans, Háskólans á Akureyri, Þekk ingar­ nets Þingeyinga og Nýsköpunar­ sjóðs náms manna. Þar voru meðal annars teknar til skoðunar nýjar leiðir við nýtingu á rabarbara og var afraksturinn stórskemmtileg­ ur að sögn forsvarsmanna verk­ efnisins. Ása Gunnlaugsdóttir er einn af aðgerðarstjórum hjá Nýsköpun í norðri sem kom að verkefninu. „Þetta voru nýútskrifaðir hönnuðir úr Listaháskóla Íslands, Hlín Blöndal (BA, arkitektúr), Sylvía Dröfn Jónsdóttir (BA, vöruhönnun) og Malgorzata Kowasz (MA, hönnun), sem hafa kannað rabarbara og hvaða möguleika hann býður upp á. Þetta er ein af fáum jurtum sem getur vaxið hvar sem er á Íslandi og er gríðarlega vannýtt. Það voru virki­ lega spennandi afurðir sem komu út úr verkefninu og við burðurinn á Vöglum var mjög vel sóttur,“ segir Ása. Jurtin nýtt til hins ýtrasta Viðburðurinn var haldinn að Vöglum og höfðu nem endurnir skreytt gróð­ urhúsið með lituðu efni úr rabar bara en ásamt því kynntu þær rafræna bók með öllu ferl­ inu sem þær höfðu farið í gegnum með tilraunum á jurtinni. „Þær gerðu rabarbarapitsur og síðan reyktu þær rabarbara en þær komust inn í gamalt reykhús í Svartárkoti í Bárðardal og gerðu barbeque­sósu með reyktum rabar­ bara í. Einnig kynntu þær tvær tegundir af kimchi, sem er kóresk aðferð við að súrsa og geyma mat, sem var virkilega gott,“ útskýrir Ása og segir jafnframt: „Útkoman var mjög áhugaverð. Það þarf að þróa þetta meira og rann­ saka áður en hægt væri að þróa vörur á markað en það er vel raunhæft. Fólk úr sveitinni og gestir sem komu voru virkilega áhugasöm um þennan rabarbaraleiðangur. Þessi samvinna háskóla og atvinnulífs skiptir miklu máli og með þessu er verið að hugsa um framtíðina í sveitinni.“ /ehg Malgorzata Kowaszen, Þórey Guðjónsdóttir og Argitxa Etchebarne sóttu viðburðinn Rabarabaradraumóra á dögunum. Rabarabaradraumórar Rabarbarapitsur.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.