Fréttablaðið - 22.08.2020, Page 6

Fréttablaðið - 22.08.2020, Page 6
Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur Reykjavíkurborg auglýsir hér með eftir óbirtu handriti að skáldverki fyrir börn eða unglinga, frumsömdu á íslensku, til að keppa um Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur. Verðlaununum verður úthlutað í þriðja sinn að vori 2021. Verðlaun að upphæð 1 milljón króna verða veitt fyrir eitt handrit. Þriggja manna dómnefnd metur verkin og eru meðlimir hennar tilnefndir af menningar-, íþrótta – og tómstundaráði Reykjavíkurborgar, Rithöfundasam- bandi Íslands og Reykjavík bókmenntaborg UNESCO. Útgáfuréttur verðlaunahandrits er í höndum höfundar eða þess forlags sem hann ákveður að starfa með. Sé dómnefnd á einu máli um að ekkert innsent handrit fullnægi þeim kröfum sem hún telur að gera verði til verðlaunaverka má fella verðlaunaafhendinguna niður það árið. Handritum skal skilað í þríriti og undir dulnefni, en nafn og símanúmer höf- undar fylgi með í lokuðu umslagi. Ef um myndskreytt handrit er að ræða er ekki tekið á móti frummyndum, aðeins ljósritum. Handrit berist í síðasta lagi mánudaginn 11. janúar 2021. Utanáskrift: Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur b.t. Reykjavíkur bókmenntaborgar UNESCO Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnargötu 11, 101 Reykjavík Í apríl 2018 samþykkti borgarráð að frá 2019 verði Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur veitt árlega að vori fyrir handrit að nýrri barna eða ungmennabók. Arndís Þórarinsdóttir og Hulda Sigrún Bjarnadóttir hlutu Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur 2020 fyrir handrit sitt að bókinni Blokkin á heimsenda. uppskera! Ný íslensk ... hjá ok ku r í d a g H já b ó nd a í gær ... Afgreiðslutímar á www.kronan.is TÆKNI Þann 1. ágúst síðastliðinn komumst rannsakendur hjá net- öryggis- og tæknif yrirtækinu Comparitech að því að gagna- grunnur, með upplýsingum um 235 milljónir notenda Instagram, Tik- Tok og YouTube, hefði lekið og væri opinn hverjum sem er. Var þetta f lokkað niður í fjóra bunka, tvo tæplega 100 milljóna bunka með Instagram-reikningum, einn með 42 milljónum TikTok-reikninga og einn með 4 milljónum frá YouTube. Nánast allir innihéldu full nöfn notenda, prófílnöfn, mynd og lýsingu á reikningnum og einn af hverjum fimm innihélt netfang og símanúmer. Þá voru einnig upp- lýsingar um fylgjendur, aldur, kyn, staðsetningu, hvað þeir setja læk við, fjölda og hversu hratt þeim fjölgar. Paul Bischoff, ritstjóri hjá Com- paritech, segir að þessar upplýs- ingar myndu að öllum líkindum best nýtast netglæpamönnum sem reyna að fiska lykilorð fólks og þeim sem senda fjöldapóst, eða spam. „Jafnvel þó að þessar upplýsingar séu þegar aðgengilegar, verða þær mun verðmætari þegar búið er að setja þær upp í vel skipulagðan gagnagrunn heldur en hverjar fyrir sig,“ segir hann. Kom í ljós að lekann mátti rekja til fyrirtækisins Social Data í Hong Kong sem tók gagnagrunninn niður eftir ábendingar frá Comparitech. „Við söfnum upplýsingum og bætum við þær gagnlegum punkt- um fyrir viðskiptavini okkar, sem nota þær aðeins í ærlegum tilgangi. Það er mjög miður að þetta hafi komið fyrir en við löguðum vanda- málið um leið og það kom upp,“ segir í tilkynningu Social Data. Varar Comparitech notendur umræddra miðla sérstaklega við lykilorðaveiðurum á næstunni vegna þessa leka. „Þetta er allt of algengt, því miður,“ segir Theódór Ragnar Gísla- son, tæknistjóri netöryggisfyrir- tækisins Syndis. „Svona netfanga- listar eru alls staðar, fólk gefur þetta upp á samfélagsmiðlum og þessu er safnað saman. Þessir stóru gagna- grunnar eru mjög nytsamlegir því hægt er að nota þá til að ná til svo margra, með lykilorðaveiðum og fleiru, á sjálfvirkan hátt. Fólk fær þá tölvupóst frá hökkurum stílaðan á það með nafni.“ Ekki liggja fyrir tölur um hversu margir Íslendingar eru „hakkaðir“ á hverju ári, það er, brotist inn á reikninga þeirra. En Theódór segir þetta mjög algengt. Sá sem þetta skrifar er þar ekki undanskilinn. Í sumar var brotist inn á reikning á tölvuleikjasíðunni Steam og Twitter. Reynt hefur verið að brjót- ast inn á f leiri reikninga og tölvu- póstum frá lykilorðaveiðurum rignt inn. Theódór leiðir mig í gegnum það hvernig ég get séð hvaða þekktum innbrotum og gagnalekum ég hef lent í, á síðunni haveibeenpw- ned. com. Kemur þar í ljós að net- fangið kemur fram í tveimur lekum. Annars vegar í leka á tölvuleikjasíðu frá árinu 2018 og hins vegar í Voda- fone-lekanum fræga árið 2013. Theódór segir hakkara geyma lykilorðalista úr mörgum af þessum gagnalekum. „Það verður auðvelt fyrir hakkarana að skrá sig inn í hinar og þessar skýjaþjónustur með þínu lykilorði eða af brigði af því,“ segir hann. Mynstrinu er þá breytt með sjálfvirkum tólum, það sem kallast „password spraying“, því mannskepnan hugsi gjarnan í mynstrum og velji sér sömu eða svipuð lykilorð í hvert skipti. „Ef þú ert ekki búinn að virkja tvíþátta auðkenningu er hægt að brjótast inn í tölvupóstinn þinn,“ segir Theódór spurður hvað fólk geti gert til að verja sig. En hún getur til dæmis verið í formi SMS-skeytis eða með sérstöku smáforriti. Sem betur fer hafði innbrot í reikninga mína engar aðrar afleið- ingar en þær að geta ekki spilað tölvuleiki í nokkra klukkutíma. Auðvelt reyndist að ná stjórn á reikningunum aftur. En það er ástæða fyrir því að hakkarar reyna að komast yfir reikninga, sér í lagi ef til dæmis greiðslukortaupplýsingar eru hengdar við þá. „Af leiðingarnar geta verið fjár- hagslegar eða persónulegar,“ segir Theódór. „Sumir glata öllum ljós- myndunum sínum eða skrifuðum samskiptum við einhvern nákom- inn. Þetta er eins og innbrot á heim- ili.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Instagram, TikTok og YouTube gögn láku út Nýlega uppgötvaðist risa gagnaleki hjá fyrirtæki sem hafði safnað upplýs- ingum um notendur Instagram, TikTok og YouTube. Tæknistjóri Syndis segir þetta of algengt og hakkarar hafi ýmis tól til að brjótast inn á reikninga fólks. Reikningsupplýsingar í stórum bunkum eru mjög nytsamlegar fyrir netglæpamenn. MYND/GETTY Ef þú ert ekki búinn að virkja tvíþátta auðkenningu er hægt að brjótast inn í tölvupóstinn þinn. Theódór Ragnar Gíslason, tækni- stjóri Syndis REYKJAVÍK Í sumar var lokað fyrir rafmagn hjá átta einstaklingum hjá Orkuveitu Reykjavíkur og 39 for- eldrar voru í uppsagnarferli vegna vanskila leikskólagjalda. Þetta kemur fram í svari Fjármála- og áhættusviðs borgarinnar við fyrir- spurn Sönnu Magdalenu Mörtu- dóttur, um fjölda þeirra sem ekki njóta þjónustu frá Reykjavíkur- borg eða fyrirtækja í hennar eigu vegna vanskila. Benti Sanna á mikilvægi þess að enginn væri án grunnþjónustu vegna vanskila á meðan kórónaveirufar- aldurinn geisar. Þegar barn fær upp- sögn á leikskólavist vegna vanskila foreldra þá er fjölskyldunni vísað til félagsráðgjafa og þá frestast upp- sögnin í allt að þrjá mánuði á meðan unnið er úr vanskilunum. Af þeim 39 sem voru í uppsagnarferli þá, var hluti þeirra ekki með börn sem fara í leikskóla í haust. Alls voru átta for- eldrar barna sem þurfa að ganga frá vanskilum til að geta þegið boðið um leikskólavistina. Þá fengu foreldrar sjö barna ítrekun á uppsögn eftir að hafa ekki staðið við samning um greiðslu vanskila. Þau höfðu frest til næstu mánaðamóta til að gera vanskilin upp. – bþ Átta voru án rafmagns í Reykjavík 39 foreldar voru í uppsagnarferli vegna vanskila leikskólagjalda 2 2 . Á G Ú S T 2 0 2 0 L A U G A R D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.