Fréttablaðið - 22.08.2020, Page 34

Fréttablaðið - 22.08.2020, Page 34
Sögur eru til af miklum ormi er bjó í skerinu. Lá hann þar á gulli og beit í sporðinn á sér. Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Saga Kópavogs sem bæjar-félags er ekki ýkja löng. Elstu merki um mannaferðir þar eru frá 9. öld við Kópavogsþing. En bærinn Kópavogur reis þar skammt frá. Önnur forn bæjar- stæði í landi Kópavogs eru Digra- nes, Hvammur (síðar Hvammskot og Fífuhvammur) og Vatnsendi. Fram að fyrri hluta 20. aldar var aðeins að finna nokkra bóndabæi í því landi sem nú tilheyrir Kópa- vogi. Uppbygging bæjarfélagsins hófst ekki fyrr en í kreppunni miklu upp úr 1930 og því er ekki liðin öld síðan í Kópavogi mátti aðeins finna örfá býli og fáeina sumarbústaði. En þar sem sögu mannkyns sleppir tekur við stórmerkileg jarðsaga sem gerir svæðið ekki eingöngu merkilegt fyrir sakir jarðfræði, heldur að þrælskemmti- legu og gullfallegu útivistarsvæði fyrir alla að njóta. Land Kópavogs ber ýmis merki um að hafa verið mótað af ísaldar- jöklum. Þinghóll er í raun hluti af 10.000 ára gömlum jökulgarði en hóllinn stendur við Kópavogsbotn hjá gamla þingstaðnum í Kópa- vogi. Helsta sögnin af Þinghólnum er tengd nafni hólsins. Það hefur verið trú manna að á hólnum hafi álfar haldið sitt eigið þing á svip- uðum tíma og mannfólkið. Eiga álfarnir að hafa komið þar saman og þingað en ekki fóru aftökur þar fram, enda þekkist það ekki á meðal álfa. Einnig liggur stór jökulgarður frá Álftanesi og neðansjávar upp að norðurströnd Kársness. Í landi Kópavogs er ýmis náttúruvætti að finna, en náttúruvætti eru Kópavogur kemur sífellt á óvart Kópavogur er í dag síður en svo samansafn af gulum, gráum og grænum götum heldur er þar að finna allt í senn fjölbreytta sögu, margskrúðugt menningarlíf og ómótstæðilega náttúrufegurð. Tónlistarmaðurinn Herra Hnetusmjör er stoltur Kópavogsstrákur og hefur aukið hróður Kópavogs mjög með Kóp Bois útgáfu og fjöllistahópi. Þá var hann valinn bæjarlistamaður Kópavogs fyrir stuttu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Kópavogur er gullfallegt svæði með mikið af stórbrotinni náttúru sem gaman er að skoða hvort sem maður er náttúruunnandi eða jarðfræðingur. MYND/GETTY IMAGES friðlýstar náttúrumyndanir sam- kvæmt íslenskum lögum. Náttúru- vætti geta verið til dæmis fossar, eldstöðvar, hellar og drangar, svo og fundarstaðir steingervinga, sjaldgæfra steintegunda og steinda, sem mikilvægt er að varð- veita sakir fræðilegs gildis þeirra, fegurðar eða sérkenna. Náttúruvætti í Kópavogi Í botni Kópavogs og Fossvogs eru til að mynda stórmerkilegar leirur með fjölbreyttu fuglalífi. Má þar nefna tegundir eins og tjald, stokk- önd, stúfönd, rauðbrysting, tildru og lóuþræl. Kópavogsleira sem er um 21 hektari að stærð er dvalar- staður fyrir alls 30 staðbundnar fuglategundir og um tíu farfugla- tegundir. Borgarholt á Kársnesi er einnig friðlýst náttúruvætti þar sem má sjá greinileg ummerki um hærri sjávarstöðu á höfuðborgarsvæð- inu. Grágrýtishnullungar ein- kenna holtið og neðri mörk þeirra marka hina fornu sjávarstöðu. Einnig er áhugavert samfélag villtra gróðurtegunda á Borgar- holti sem hefur þrifist í návist við erlendan garðagróður í nágrenn- inu. Víghólar eru einnig friðlýstir en um er að ræða jökulsorfnar grá- grýtisklappir sem staðsettar eru á hæsta punkti Kópavogsháls í um 70 metra hæð yfir sjávarmáli. Elliðavatn er einnig á nátt- úruminjaskrá, en það er grunnt sigdældarvatn sem í er þykkt kísilgúrlag og mikið lífríki. Botnplöntur eru afar áberandi og dýralíf við fjöruna mikið og fjölbreytt. Í Elliðavatni er góð silungsveiði, en í vatnakerfinu lifa allar tegundir villtra ferskvatns- fiska á Íslandi; bleikja, lax, urriði, áll og hornsíli. Það eru svo ekki allir sem vita að næstum því helmingur af landi Kópavogs, eða 37 km², er innan Bláfjallafólkvangs. Svæðið er á Reykjanesgosbeltinu og á því eru margs konar ummerki um eld- virkni, svo sem hraun, eldgígar og móbergsmyndanir. Hraun frá að minnsta kosti fimmtán eld- stöðvum innan fólkvangsins eru að nokkrum hluta innan marka Kópavogs. Kampar í Kópavogi Vorið 1940 kom breski herinn til Íslands og setti meðal annars upp nokkur herskálahverfi og nokkra kampa á útjöðrum Kópavogs. Meðal þeirra voru æfingasvæðið á Sandskeiði, ratsjárstöðin Camp Catherine á Víghól og herskála- hverfið Camp Wade á Hörðu- völlum undir Vatnsendahæð þar sem bjuggu um tíma nærri 900 hermenn. Einnig má nefna Bournemouth Camp í landi Sæbóls, Skeleton Hill þar sem nú er Hamraborg, nefnt sökum beinagrinda sem fundust þar, hugsanlega þeirra sem líf- látnir voru á þingum í Kópavogi eða kumlateigur, og svo Hilton Camp í landi Fífuhvamms. Kórsnesormurinn Skammt undan ysta odda Kárs- ness er sker sem vel má greina þegar fjarar. Sögur eru til af miklum ormi er bjó í skerinu. Lá hann þar á gulli og beit í sporðinn á sér. Skerið var heimili ormsins en þar hélt hann til í hellisskúta einum sem kallaður var kór. Þar lá hann ófrýnilegur mjög og gætti fjársjóðs síns. Sagt er að nesið allt hafi verið kennt við kór þennan. Hafi það því ekki alltaf verið nefnt Kársnes heldur kallað Kórsnes. Þá var oftar en ekki talað um kórinn í nesinu. Nú er Kórsnesið/Kárs- nesið horfið undir landfyllingu – og sennilega hvílir ormurinn undir henni enn. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RKÓPAVOGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.