Fréttablaðið - 22.08.2020, Page 61
Eitt af markmiðum
okkar er að auka
við afþreyingu og á næstu
dögum býður Smárabíó
gestum í nýjan heim
sýndarveruleika, laser-
tags og skemmtunar.
Smáralind er stærsta verslun-armiðstöð landsins, staðsett í Kópavogi og eitt af fjölsótt-
ustu húsum landsins. Í Smáralind
má finna ótrúlegt úrval verslana
og veitingastaða, flaggskipsverslun
H&M á Íslandi, H&M home, einu
Zöru-verslun landsins, einu Monki-
verslun landsins og einu Weekday-
verslun landsins. Þá er Smárabíó,
mest sótta kvikmyndahús lands-
ins, aðdráttarafl fyrir húsið.
Breyttar áherslur í COVID
„Eins og gefur að skilja hefur
COVID breytt landslaginu í smá-
sölu á landinu á þann veg að nærri
öll neysla er innlend. Til marks
um það náði innlend kortavelta
Íslendinga nýjum hæðum í júlí
síðastliðnum og var 27,4 prósent
meiri en í júlí í fyrra. Við sáum
sambærilegar tölur í Smáralind,
þar sem veltuaukningin nam 26
prósentum á tímabilinu maí-júlí,
miðað við árið í fyrra,“ segir Tinna
Jóhannsdóttir, markaðsstjóri
Smáralindar.
Hún segir mjög góðan gang í
verslunum Smáralindar síðan nýr
raunveruleiki blasti við.
„Við erum lánsöm með það
hversu vel hefur gengið. Við stór-
jukum þrif og sóttvarnir í húsinu,
rekstraraðilar hafa staðið sig ein-
staklega vel í að sinna sínum sótt-
vörnum og fjöldatakmörkunum,
og í mörgum tilfellum hefur verið
um hálfgerða jólavertíð að ræða.
Við erum að sjá aukningu í gesta-
fjölda og veltu í húsinu og erum
því afar þakklát þótt auðvitað hafi
þetta verið erfiður tími. Fækkun
erlendra ferðamanna hefur lítil
sem engin áhrif haft á okkur þar
sem þeir hafa verið mjög lágt hlut-
fall af gestum hússins,“ segir Tinna.
Í Smáralind hafi líka verið tekin
algjör u-beygja í markaðsmálum.
„Eins og gefur að skilja erum við
ekki að halda neina stórviðburði
sem voru þungamiðjan í markaðs-
starfinu áður en landslagið breytt-
ist. Núna er allur fókus á að halda
húsinu öruggu, sótthreinsuðu
og koma í veg fyrir hópamynd-
anir. Við erum heppin að húsið
er gríðarlega stórt, vítt til veggja,
hátt til lofts og að verslunarrými
Smáralindar eru hlutfallslega mjög
stór,“ segir Tinna.
Nýr vefur Smáralindar
Á dögunum setti Smáralind í loftið
nýjan vef sem fékk nafnið HÉR ER
(herer.is).
„Vefurinn er tísku- og lífsstílsvef-
ur sem veitir lesendum innblástur,
hugmyndir og ráð um allt sem
viðkemur tísku, fegurð, hönnun og
lífsstíl,“ upplýsir Tinna.
„Í raun á vefurinn að þjóna
tilgangi nýju bestu vinkonunnar/
vinarins á netrúntinum. Við höfum
eflt markaðssetningu okkar á
samfélagmiðlunum og á hverjum
einasta degi erum við að setja inn
nýtt efni sem miðar að því að gefa
góðar hugmyndir og ráð varðandi
vöruúrval sem þjónustuaðilar
hússins bjóða upp á. Af nógu er að
taka enda úrvalið nærri endalaust.“
Aukin afþreying
Verslunarmiðstöðvar eru upp-
lifunarhús og til framtíðar mun
það spila enn stærri rullu í starfi
Smáralindar að auka við upplifun
gesta sem sækja húsið heim.
„Eitt af markmiðum okkar til
næstu ára er að auka við afþrey-
ingu í húsinu og hefur fyrsta
skrefið í þá átt þegar verið tekið
með stærra afþreyingarsvæði
Smárabíós sem verður opnað á
næstu dögum. Smárabíó mun
bjóða gestum í nýjan heim sýndar-
veruleika, lasertags og skemmt-
unar og stefnt er að því að það verði
einn stærsti leikvöllur landsins
fyrir fjölskyldur og hópa af öllum
stærðum og gerðum,“ upplýsir
Tinna.
Fyrsta Breeam In Use-
vottaða hús landsins
Reginn hf., eigandi Smáralindar,
hefur sett sér metnaðarfulla sjálf-
bærnistefnu sem felur meðal
annars í sér að félagið ætlar sér að
vera leiðandi í umhverfisvottun
fasteigna, þar sem fylgt er alþjóð-
legum kröfum um umhverfisþætti,
áhættustýringu og rekstur.
„Reginn varð einmitt á dögunum
fyrst íslenskra fasteignafélaga til
að ljúka sölu á grænum skuldabréf-
um,“ upplýsir Tinna. „Tilgangur
þeirrar útgáfu er að fjármagna og
endurfjármagna umhverfisvænar
fjárfestingar, umhverfisvottaðar
fasteignir og önnur verkefni sem
samræmast umgjörð félagsins um
græna fjármögnun.“
Liður í þessari vegferð var að
fá umhverfisvottun á Smáralind
sem leit dagsins ljós í desember á
síðasta ári.
„Smáralind varð fyrst íslenskra
fasteigna til að fá Breeam In Use-
vottun sem er alþjóðlegur staðall
og vottunarkerfi fyrir byggingar
á rekstrartíma þeirra. Hún metur
frammistöðu okkar í umhverfis-
málum og sjálfbærni. Við erum
afar stolt af þessari vottun enda er
Smáralind sérlega stórt og flókið
mannvirki og dýrt í rekstri en á
sama tíma er gríðarlega mikilvægt
að hlúa að umhverfisþáttum í
öllum rekstri hússins.“
Smáralindarsvæðið
orðið þungamiðja
Mikil uppbygging hefur átt sér stað
á Smáralindarsvæðinu síðustu ár
sem hefur styrkt Smáralindina
gríðarlega.
„Norðurturninn hýsir nú um
1.000 starfsmenn á degi hverjum
auk þess sem fjöldi íbúa hefur
stóraukist á svæðinu með tilkomu
nýrra hverfa og aukins byggingar-
magns á svæðinu,“ segir Tinna, og
það hefur styrkt gestaflæði hússins
og dreift því betur yfir daginn.
„Nú er húsið fullt af lífi allan dag-
inn og fram á kvöld og það hefur
skilað sér í bættum rekstri. Svæðið
í heild sinni er orðið eftirsótt fyrir
vinnustaði en stórum vinnustöð-
um á svæðinu hefur fjölgað mikið
undanfarin ár og mikil eftirspurn
er eftir verslunarrými í Smáralind
þessa dagana.“
Aukið aðgengi fyrir rafbíla-
eigendur og hjólafólk
Á síðasta ári var rafhleðslustæðum
fjölgað í Smáralind og nú er unnið
að magnaðri hjólageymslu fyrir
viðskiptavini og starfsfólk.
„Þó að í kringum Smáralind séu
gríðarmörg bílastæði, nærri 3.000
talsins, er mikilvægt að hlúa líka
að gangandi og hjólandi viðskipta-
vinum sem hefur stórfjölgað. Því
erum við að undirbúa fullkomna
aðstöðu þar sem fólk getur komið
og hlaðið rafhjólin sín, pumpað í
dekkin og geymt hjólin á öruggum
og góðum stað. Borgarlína mun
síðan tengjast Smáralind á næstu
árum og við erum spennt að vinna
enn betur að tengingum að húsinu
okkar sem er eitt af fjölsóttustu
húsum landsins,“ segir Tinna.
Framtíð smásölu á landinu
Verslanafermetrum á heimsvísu fer
fækkandi og margir eru að draga
saman seglin vegna aukinnar net-
sölu.
„Slíkt er ekki að óttast hérlendis
í sama mæli hvað varðar versl-
unarkjarna eins og Smáralind. Við
erum einstaklega vel sett og „future
proof“ hvað þetta varðar,“ segir
Tinna.
„Við eigum hlutfallslega fáar
verslunarmiðstöðvar og versl-
unarkjarna miðað við höfðatölu.
Í Svíþjóð til dæmis, þar sem 10,2
milljónir manna búa, eru 390
verslunarmiðstöðvar og versl-
unarkjarnar. Það gera um 26.000
manns á hverja miðstöð/kjarna. Á
Íslandi erum við um 365.000 með
Smáralind, Kringluna, Glerártorg
og miðbæinn. Það gera 91.000
manns á hverja miðstöð/kjarna.
Þetta er öfundsverð staðreynd fyrir
okkur Íslendinga og við getum vel
haldið þeim öllum í góðum gangi
næstu áratugina, jafnvel þó að
netsala fari á enn meira flug en nú
hefur orðið. Hlutfall netverslunar
af heildarverslun var 9 prósent
þegar samkomutakmarkanir voru
sem mest íþyngjandi og hlutfallið
verður að mínu mati aldrei mikið
hærra en þetta. Engu að síður er
það mikilvægara núna fyrir okkur
sem rekum verslunarmiðstöðvar
að hugsa um þær sem upplifunar-
og samkomuhús, leggja þunga í að
veita góða þjónustu í verslununum
og auka stöðugt við sýnileika á net-
inu, sem er búðargluggi nútímans,“
segir Tinna.
Skemmtu þér og skoðaðu
smaralind.is og herer.is.
Stærsti leikvöllur landsins
Í Smáralind hefur ríkt jólavertíð síðan heimsfaraldurinn brast á og húsið iðar af lífi. Í smíðum er ný
hjólageymsla og nýja vefsíðan er eins og besti vinur á ferð um stærsta búðarglugga nútímans.
Tinna Jóhannsdóttir er markaðsstjóri Smáralindar. MYND/ALDÍS PÁLS
Smáralind er skemmtilegt upplifunarhús með spennandi sérverslunum í bland við veitingastaði og afþreyingu fyrir alla aldurshópa. MYND/SAGA SIG
FÓLK KYNNINGARBLAÐ 7 L AU G A R DAG U R 2 2 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 KÓPAVOGUR