Fréttablaðið - 22.08.2020, Side 64

Fréttablaðið - 22.08.2020, Side 64
Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Bókaðu bás á www.extraloppan.is GEFÐU HLUTUNUM NÝTT LÍF fatnaður & fylgihlutir húsbúnaður hönnunarvara o.fl Á YouTube er hægt að finna gríðarlega mikið af vit-leysu, skemmtun, fölskum upplýsingum og samsæriskenn- ingum, en þar er líka hægt að fá góða fræðslu og kennslu. Það er hægt að finna margar verri leiðir til að verja frítíma sínum en að sökkva sér í skemmtilegt gláp og góða fræðslu og á YouTube eru ýmsar rásir sem eru hann- aðar til að fræða almenning, oft á skemmtilegan og aðgengilegan hátt. Þar sem auðvelt er að nálgast efni á YouTube og það er ókeypis er um að gera að nýta sér þessa auðlind, en það þarf samt að passa að velja réttu rásirnar, svo upplýsingarnar séu áreiðanlegar og gagnlegar. Hér eru fimm góðar rásir sem er þess virði að kíkja á, en það er rétt að taka fram að þær eru allar á ensku. 5-Minute Crafts Þessi rás var stofnuð árið 2016 og hefur yfir 67 milljónir áskrifenda. Hún hentar sérstaklega vel fyrir fólk sem finnst gaman að vinna í höndunum. Þarna er farið yfir alls kyns handverk og leiðir til að auðvelda sér lífið og jafnvel spara nokkrar krónur. Stór hluti af efninu fjallar um tísku eða matargerð en viðfangsefnin eru mjög fjölbreytt og þarna er hægt að læra ótalmargt. Það er lítil þörf fyrir ensku- kunnáttu til að geta nýtt mynd- böndin því yfirleitt er ekkert talað í þeim og trixin sem eru sýnd eru yfirleitt gerð með ein- földum hlutum sem f lestir hafa aðgang að. Myndböndin henta öllum aldurshópum, en það eru til systurstöðvar sem eru sérstak- lega ætlaðar krökkum og stelpum, sem heita 5-minute crafts kids og 5-minute crafts girls. Kurzgesagt – In a Nutshell Þessi rás var stofnuð 2013 og er með yfir 12 milljónir áskrifenda. Besta fræðslan á YouTube Það er mikið af ókeypis efni fyrir fróðleiksfúsa á netinu og þó að það eigi auðvitað ekki að trúa öllu sem þar er að finna eru til rásir á YouTube sem veita góða fræðslu og njóta mikilla vinsælda. Finna má verri leiðir til að eyða frítíma sínum en að sökkva sér í skemmti- legt gláp og góða fræðslu og á YouTube eru ýmsar rásir sem eru hannaðar til að fræða almenning, oft á skemmtilegan og aðgengi- legan hátt. MYND/GETTY Á YouTube er heill hafsjór af góðu fræðslu- efni. Það þarf bara að velja rásir vel. MYND/GETTY Kurzgesagt þýðir „í hnotskurn“ á þýsku og þar er reynt að útskýra alheiminn með einu myndbandi í einu. Kafað er ofan í alls kyns fróðleg og misstór viðfangsefni og vakin athygli á f lóknum ferlum sem hafa áhrif á líf okkar en við tökum alla jafna ekki eftir. Myndböndin byggja á vandlegum rannsóknum en eru teiknuð á einfaldan hátt og reynt er að gera vísindi bæði aðgengileg og skemmtileg. Þau eru sjaldan meira en 10 mínútur að lengd, þannig að þau eru auðmelt. CrashCourse Rásin var stofnuð árið 2006 af bræðrunum Hank og John Green og hefur yfir 11 milljónir áskrif- enda. Þar eru f lókin málefni útskýrð með stuttri yfirferð þar sem gerð er grein fyrir aðalatrið- unum. Fjallað er um sögu, tölv- unarfræði, eðlisfræði, stjarneðlis- fræði, sálfræði og margt f leira. Í myndböndunum er farið hratt yfir en þau eru í léttum tón, sem gerir þau aðgengilegri. TED-Ed Fræðslurás TED var stofnuð árið 2011 og hefur yfir 12 milljónir áskrifenda. Rásin býður upp á vandaða og fjölbreytta fræðslu í myndbandsformi frá alls kyns fræðingum. Það er bæði boðið upp á teiknimyndir og fyrirlestra og fjallað um allt frá Rómaveldi til forna til nýjustu eðlisfræði. Vsauce Rásin var stofnuð árið 2007 og hefur 16 milljónir áskrifenda. Þar reynir Michael Stevens að svara alls kyns spurningum sem vekja forvitni hans, eins og „í hvaða átt er niður?“ og „hvað er hraði myrkurs?“. Hann hefur meðal annars tekið viðtal við David Attenborough og fengið f leiri fræga gesti til sín. Felix Kjellberg, eða PewDiePie, er með vinsælustu YouTube-rás í heimi og vefurinn er frekar þekktur fyrir afþrey- ingu en fræðsluefni. Engu að síður er mikið af góðri fræðslu á YouTube. MYND/GETTY 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 2 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 L AU G A R DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.