Morgunblaðið - 09.01.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 09.01.2020, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 10-60% AFSLÁTTUR ÚTSALAN ERHAFIN SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS Reykjavík • Mörkin 3 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 ÚTSALAÁRSINSALLT AÐ 75% AFSLÁTTUR AF YFIR 1000VÖRUM. ALLT AÐ 50.000 AFSLÁTTUR AFYFIR 300 FARTÖLVUM ÚTSALAN Á FULLU Í TÖLVUTEK Opið í dag 10-18 Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Svona mál eru viðkvæm og það skiptir fólk máli hvort það þarf að bíða í nokkra mánuði eða eitt til tvö ár eftir niðurstöðu. Þessi bið getur verið þungbær fyrir fólk,“ segir Berglind Glóð Garðarsdóttir, lög- maður hjá Opus lögmönnum. Berglind gætir hagsmuna konu sem telur sig hafa orðið fyrir mistök- um við læknisþjónustu fyrir nokkr- um árum. Konan sendi kvörtun til Embættis landlæknis vegna málsins í júnímánuði árið 2018 og hefur enn ekki fengið niðurstöðu, nú átján mánuðum síðar. Berglind Glóð segir í samtali við Morgunblaðið að það sé í verkahring landlæknis að rannsaka ásakanir um mistök við læknisþjónustu. Hún kveðst hafa verið í sambandi við embættið á fjögurra til sex vikna fresti svo málið gleymist ekki. Svörin sem hún hafi fengið bendi til þess að svo sé ekki. „Ég veit að það er búið að vinna í málinu, það er búið að fá álit sérfræðings og vinna ákvörðun að miklu leyti. Nú er þetta búið að vera á lögfræðisviðinu í þrjá mánuði en gengur hægt,“ segir Berglind, sem sjálf er með fleiri mál sem bíða úrlausnar hjá landlækni. Þá hefur hún rætt við kollega sína sem kvarta margir undan seinagangi hjá emb- ættinu. „Því skal haldið til haga að viðmót- ið er gott og starfsfólk landlæknis er klárlega að gera sitt besta. Það svar- ar vel, sem er alls ekki tilfellið hjá öll- um stofnunum. Ég tel vandann koma að ofan,“ segir Berglind Glóð. Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoð- armaður landlæknis, segir í svari við fyrirspurn Morgunblaðsins að máls- meðferðartíma þurfi að skoða í sam- hengi hverrar kvörtunar fyrir sig, eðlis hennar og umfangs. „Meðferðartími mála hjá embætt- inu getur verið afar langur og er það miður. Bið í 18 mánuði eftir niður- stöðu er ekki óalgengur biðtími,“ segir Kjartan. „Hins vegar er það svo að á síð- ustu árum hefur kvörtunum sem berast embættinu fjölgað mikið, t.d. fjölgaði þeim um 59 milli áranna 2017 og 2018, eða úr 277 í 336. Þess- ari miklu aukningu hefur ekki fylgt aukið fjármagn til að fjölga í hópi þeirra sem sinna kvörtunarmálum. Oft á tíðum eru þetta viðkvæm og erfið mál sem réttilega ætti að leysa og ganga frá með eins skjótum hætti og mögulegt er. Embætti landlæknis kappkostar að gera það en um leið verður að tryggja að mikið álag og verkefna- fjöldi komi ekki niður á faglegri með- ferð þessara mála, enda er embætt- inu skylt lögum samkvæmt að finna skýringar á kvörtunum og athuga- semdum frá notendum heilbrigðis- þjónustunnar og tryggja eftir því sem kostur er að slík atvik endurtaki sig ekki,“ segir Kjartan ennfremur. Hann segir aðspurður að vinna við uppgjör síðasta árs sé rétt að hefjast. Því liggja sambærilegar upplýsingar ekki fyrir. Við fyrstu athugun kom þó í ljós að kvartanir samkvæmt 12. gr. laga um landlækni og lýðheilsu voru 126 talsins á síðasta ári en 112 árið 2018. Hefur beðið í átján mánuði eftir niðurstöðu  Óánægja með seinagang hjá landlækni  Biðin þungbær Biðin langa » Sjúklingur sem kvartaði undan mistökum við lækn- isþjónustu hefur beðið nið- urstöðu landlæknis í málinu í 18 mánuði. » Slík bið er ekki óalgeng hjá embættinu, segir aðstoðar- maður landlæknis. Morgunblaðið/Eggert Aðgerð Óánægja er með seinagang hjá landlækni. Myndin er úr safni. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Nýtt skipurit Seðlabanka Íslands var kynnt í gær og voru átta stöðugildi við stofnunina lögð niður samhliða þeim breytingum. Þær koma í kjölfar þess að Fjármálaeftirlitið (FME) sameinaðist bankanum um áramótin. Af þeim átta starfsmönnum sem hverfa frá bankanum við þessar breytingar eru fjórir framkvæmda- stjórar og fyrrverandi aðstoðarfor- stjóri FME. Þannig hverfur Jón Þór Sturluson frá störfum en fram að áramótum var hann aðstoðarforstjóri FME. Hann var meðal umsækjenda um stöðu aðstoðarseðlabankastjóra á sviði fjármálastöðugleika. Forsætis- ráðherra skipaði Gunnar Jakobsson, lögfræðing hjá Goldman Sachs í stöð- una skömmu fyrir áramót. Þá láta einnig af störfum þær Sig- ríður Logadóttir, sem var fram- kvæmdastjóri hjá Seðlabankanum og yfirlögfræðingur og Anna Mjöll Karlsdóttir, sem var yfirlögfræðing- ur FME. Þá lét af starfi framkvæmdastjóra gagnasöfnunar og upplýsingatækni hjá SÍ, Tómas Örn Kristinsson. Einnig hefur Guðmundur Kr. Tóm- asson, sem verið hefur framkvæmda- stjóri fjármálainnviða hjá SÍ látið af störfum. Hann hafði hins vegar til- kynnt áður en til sameiningar SÍ og FME kom að hann hygðist láta af störfum fyrir bankann nú um ára- mót. Í tilkynningu sem Seðlabankinn sendi frá sér í gær kemur fram að við skipulagsbreytingarnar nú séu kjarnasvið bankans sjö talsins, þ.e. hagfræði og peningastefna, sem Þór- arinn G. Pétursson stýrir, markaðs- viðskipti, sem Sturla Pálsson stýrir, fjármálastöðugleiki, sem Haukur C. Benediktsson stýrir, bankar, sem Finnur Sveinbjörnsson stýrir, lífeyr- ir og vátryggingar, sem lýtur forystu Rúnars Guðmundssonar, markaðir og viðskiptahættir, en framkvæmda- stjóri þess verður Páll Friðriksson og lagalegt eftirlit og vettvangsathug- anir sem Björg Sigurgísladóttir stýr- ir. Þá verða stoðsviðin fjögur. Rekst- ur verður í höndum Þóru Helgadótt- ur, upplýsingatækni og gagnasöfnun undir Loga Ragnarssyni, fjárhagur undir Erlu Guðmundsdóttur og mannauður í höndum Írisar Guðrún- ar Ragnarsdóttur. Þá mun Rannveig Júníusdóttir gegna stöðu framkvæmdastjóra á skrifstofu bankastjóra og tekur hún m.a. að stærstum hluta við þeim verkefnum sem Sigríður Logadóttir og Anna Mjöll Karlsdóttir gegndu innan SÍ og FME fram til þess- a.Heimildarmenn Morgunblaðsins innan og utan Seðlabankans sem þekkja til stöðunnar þar innanhúss segja að fyrirliggjandi breytingar muni styrkja stöðu Ásgeirs Jónsson- ar seðlabankastjóra til muna. Hann mun hafa átt lokaorðið um þær breytingar sem hefur verið ráðist í. Sérstaklega nefndu viðmælendur blaðsins að Sigríður Logadóttir hefði verið náinn samstarfsmaður Más Guðmundssonar, fyrrverandi seðla- bankastjóra og öðrum lykilstjórn- endum SÍ til margra ára og stóð hún m.a. mjög þétt við bak bankastjórans í harkalegum deilum sem spruttu upp í tengslum við umsvif og fram- göngu gjaldeyriseftirlits bankans á árunum eftir hrun. Þá var Anna Mjöll Karlsdóttir mjög náinn sam- starfsmaður Unnar Gunnarsdóttur sem færðist úr stöðu forstjóra FME í stöðu aðstoðarseðlabankastjóra við sameininguna nú um áramótin. Hið sama átti við um Jón Þór Sturluson, sem var hægri hönd Unnar en hann hverfur, líkt og áður var nefnt, frá störfum. Það er einnig sagt til marks um þá uppstokkun sem er að eiga sér stað í kjölfar þess að nýr seðlabankastjóri var skipaður í ágúst síðastliðnum að Rannveig Sigurðardóttir aðstoðar- seðlabankstjóri, sem aðeins hefur gegnt stöðunni í eitt og hálft ár, hefur nú sótt um stöðu ríkissáttasemjara. Ekki er ljóst hvað veldur því að hún vill hverfa frá bankanum nú. Hins vegar segja heimildir Morgunblaðs- ins að það kunni að hafa áhrif að fyrr í vetur tók Ásgeir Jónsson, hennar nýi yfirmaður, ákvörðun um að segja syni hennar upp störfum hjá bank- anum. Hann hafði gegnt stöðu for- stöðumanns fjárstýringar SÍ um nokkurra ára skeið. Uppstokkun hjá Seðlabankanum  Yfirlögfræðingi bankans og Fjármálaeftirlitsins sagt upp störfum  Nýtt skipurit sameinaðrar stofnunar hefur tekið gildi  Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FME í hópi þeirra sem hverfa frá störfum Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Breytt 142 dagar eru síðan Ásgeir Jónsson tók við af Má Guðmundssyni. Bankinn hefur tekið á sig breytta mynd og lykilstarfsmenn horfið á braut. Rannveig Sigurðardóttir aðstoðarseðlabankastjóri sækist eftir stöðu utan bankans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.