Morgunblaðið - 09.01.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 09.01.2020, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 DIMMALIMM Laugavegi 53 | Sími 552 3737 | Opið mán.-fös. 10-18, lau. 10-17 Skoðið úrvalið á facebook DimmalimmReykjavik 30% 50% afsláttur til ÚTSALAN ER HAFIN! Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Í vetrarhörkum gauka margir mat- arbita að smáfuglunum til að auð- velda þeim lífsbaráttuna. Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur segir að fóðrun fugla við hús og bæi njóti vaxandi vinsælda en oft sé fólk að vandræðast með hvað eigi að gefa fuglunum. „Fuglarnir þurfa jafn misjafna fæðu og tegundirnar eru margar og til að auka fjölbreytni þeirra fugla sem sækja í garða á vetrum, er árangursríkast að gefa fjölbreytt fóður,“ segir Jóhann Óli. Snjótittlingur harður af sér Almennt segir hann að smáfugl- arnir séu harðgerir og eigi að þola misjafna veðráttu. Snjótittlingur sé sérstaklega harður af sér, hann eigi heimkynni lengra í norðri en nokk- ur annar spörfugl, t.d. á Grænlandi og Svalbarða, og hann sé einn fárra fugla sem sjáist á miðhálendi Ís- lands á veturna. Langvarandi hörk- ur og miklir umhleypingar geti haft áhrif á stofna fuglanna og nefnir Jó- hann Óli auðnutittling og glókoll í því sambandi. Aðspurður hvar fuglarnir haldi sig þegar hríðin er mest segir hann að starar og þrestir nátti sig helst og leiti skjóls í trjám og þá einkum grenitrjám. Snjótittlingar leiti frek- ar skjóls í klettum eða á öðrum skjólgóðum stöðum. Jóhann Óli segir að í kuldum og frosthörkum þurfi fuglarnir mikla orku til að halda á sér hita og því sé fita ein besta fæðan handa þeim og margir gefi fuglum tólg, kjötsag, flot og mör. Ýmsir blandi fitu saman við aðra fæðu eins og brauð og korn. „Slík fæða heldur oft í lífi í fuglum, sem hafa hrakist hingað á haustin og reyna að þreyja þorrann og góuna. Nefna má hettusöngvara, glóbrysting og ýmsar finkur sem dæmi um þess háttar hraknings- fugla,“ segir Jóhann Óli. Algengast sé þó að gefa fuglunum svonefnt fuglakorn, sem fæst í verslunum, og er það sérstaklega ætlað snjótittlingum. Þá selur Fuglavernd hýðislaust sólblómafræ, sem auðnutittlingar eru sólgnir í, og snjótittlingar fúlsa heldur ekki við. Landneminn krossnefur er einnig frææta og tekur sólblómafræ. Jó- hann nefnir að þrestir séu æstir í epli, perur og aðra ávexti og vetr- argestir eins og silkitoppur komi stundum í epli. Að sögn Jóhanns Óla sækja gló- kollar lítið í æti, en sjáist samt iðu- lega í görðum þar sem þeir sækja í skordýr. Sama eigi við um músar- rindla sem sæki frekar æti í fjöruna. Vanafastir fuglar Fuglar eru vanafastir og oft tekur þá nokkurn tíma að finna fóðrið, en þegar þeir hafa vanist fóðurgjöfum halda þeir áfram heimsóknum sín- um. Sumir hafa langtímaminni og koma ár eftir ár í sömu garðana, að sögn Jóhanns. Fita og fræ hjálpa smá- fuglum í vetrarhörkum  Fjölbreytt fóður eykur fjölbreytni Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Harðindi Auðnutittlingar eru sólgnir í sólblómafræ. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ríkislögmaður telur ekki að embætti hans hafi sett nýtt fordæmi eða við- mið til framtíðar með samningi um greiðslu bóta til Ólínu Þorvarðardótt- ur vegna brots Þingvallanefndar gegn henni við ráðningu í stöðu þjóðgarðsvarðar. Við slíka samn- ingsgerð sé stuðst við dómafordæmi en hvert tilvik einnig metið út frá aðstæðum. Ríkislögmaður fer með uppgjör bótakrafna sem beint er að ríkissjóði, samkvæmt lög- um um embættið. Í tilviki samninga við Ólínu Þorvarðardóttur vísaði Þingvallanefnd bótakröfum hennar til ríkislögmanns. Kærunefnd jafnréttis- mála hafði úrskurðað að Þingvalla- nefnd hefði brotið gegn jafnréttislög- um með því að ráða Ólínu ekki í starf þjóðgarðsvarðar. Eins og fram hefur komið samdist um að ríkið greiddi Ólínu 20 milljónir í bætur vegna fjár- tjóns hennar. Er þar tekið mið af launum þjóðgarðsvarðar í átján mán- uði en launin eru samkvæmt því rúm- ar 1.100 þúsund á mánuði. Fordæmi um átján mánaða laun Einar Karl Hallvarðsson ríkislög- maður segir almennt um slíka samn- inga: „Við miðum við dómafordæmi sem þekkt eru í málum af þessu tagi, einkum varðandi óréttmæt starfslok. Einnig dóma Hæstaréttar vegna fjár- tjóns sem fólk hefur orðið fyrir vegna brots á jafnréttislögum. Út frá þessu reynum við að meta hvert tilvik.“ Seg- ir hann að við slíka samninga sé oft lit- ið til tímabils launa og það megi til dæmis lesa út úr nýlegum dómi hér- aðsdóms að miðað var við 18 mánaða laun. Þegar metið er við hvaða tímabil skuli miða sé allur skalinn undir. Í þessu tilviki hafi verið ráðið í stöðuna til fimm ára og verði að líta til þess. Bótafjárhæðin ráðist þá af launum sem viðkomandi hefði haft í tiltekinn tíma. Einar Karl segir að einnig þurfi að líta til aldurs viðkomandi, það er að segja möguleika hans á vinnumark- aði, og hvort hann hafi laun eða at- vinnuleysisbætur. Marga slíka þætti þurfi að taka með í reikninginn. Fram kom í viðtali við Láru V. Júl- íusdóttur hæstaréttarlögmann í blaðinu fyrr í vikunni að mál Ólínu væri einstakt. Staða Ólínu hefði verið sterk vegna þess að hæfustu einstak- lingarnir hefðu aðeins verið tveir, karl og kona, og vegna þess að ráðið hefði verið í stöðuna til fimm ára en ekki samkvæmt venjulegum uppsagnar- fresti. Nefndi hún tvö fordæmi um héraðsdóma um bótagreiðslur ríkis- ins vegna brota á jafnréttislögum. Annars vegar 500 þúsund króna miskabætur vegna máls frá 2012 og hins vegar 800 þúsund króna miska- bætur vegna máls frá 2017. Miska- bætur eru dæmdar vegna ófjárhags- legs tjóns en ekki bætur vegna fjártjóns eins og samið var um við Ólínu. Gísli Guðni Hall hrl. sagði í sömu grein að ríkið hefði með máli Ólínu sett ákveðið fordæmi um fjárhæð bóta sem litið verði til í framtíðinni. Einar Karl tekur ekki undir það að verið sé að setja ný viðmið með þessum samningi. Fallið hafi dómur í Hæstarétti þar sem brot á jafnrétt- islögum var talið grundvöllur til að bæta fjártjón. Þá megi lesa út úr ný- legum héraðsdómi að miðað hafi ver- ið við 18 mánaða laun við ákvörðun um bætur. „Við lítum til fordæma um tímalengd og fjárhæðir og lítum einnig til aðstæðna í hverju máli. Reynum svo að ná sátt frekar en að fara fyrir dóm,“ segir Einar Karl. Af sérstökum fjárlagalið Bætur sem ríkið er dæmt til að greiða eða fellst á bótaskyldu eru greiddar af sérstökum fjárlagalið undir fjármálaráðuneytinu. Einar Karl segir að ríkislögmanni sé falið að annast uppgjör bótakrafna og geri ráðstafanir til að bætur séu greiddar af þessum tiltekna fjárlaga- lið. Samningar séu ekki gerðir með fyrirvara um samþykki ráðherra. Embættinu sé treyst fyrir þessum málum. Hann tekur fram að þetta séu í eðli sínum ófyrirséð útgjöld en reynt sé að áætla þau við fjárlaga- gerð. Litið var til dómafordæma  Ríkislögmaður segir að ekki séu sett ný viðmið með samningi um bætur til Ólínu Þorvarðardóttur  Embætti ríkislögmanns annast uppgjör bótakrafna  Taka þarf marga þætti með í reikninginn Morgunblaðið/Ómar Þingvellir Úrskurðarnefnd jafnréttismála úrskurðaði að brotið hefði verið á Ólíniu Þorvarðardóttir við ráðningu. Einar Karl Hallvarðsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.