Morgunblaðið - 09.01.2020, Side 37

Morgunblaðið - 09.01.2020, Side 37
FRÉTTIR 37Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 starfa hjá Advania í Finnlandi. „Nú er ár liðið frá því að Advania keypti fyrirtækið Vintor í Finnlandi og hóf starfsemi þar í landi. Sú starfsemi hefur gengið framar björtustu von- um og styrkja kaupin á Accountor ICT rekst- urinn þar verulega,“ segir Ægir Már Þór- isson, forstjóri Advania á Íslandi, í tilkynningunni og bætir við að með kaup- unum geti Advania nú boðið upp á alhliða upplýsingatækniþjónustu í Finnlandi líkt og í Svíþjóð og á Íslandi. Kaupir finnskt fyrirtæki  Umsvif Advania þrefaldast í landinu Ægir Már Þórisson Upplýsingatæknifyrirtækið Advania gekk í gær frá kaupum á finnska tæknifyrirtækinu Accountor ICT. Með kaupunum þrefaldast umfang Advania í Finnlandi. Í tilkynningu frá Advania segir að fyrirtækið, sem áður var í eigu Accountor Group, sameinist nú Advania í Finnlandi. Í tilkynningunni kemur einnig fram að ársvelta Accountour ICT sé um 20 milljónir evra, eða um þrír milljarðar ís- lenskra króna. Hjá fyrirtækinu starfa um 60 manns sem bætast í hóp þeirra 20 sem fyrir Aðsóknarmet var slegið hjá Keilu- höllinni í Egilshöll á árinu 2019 samkvæmt tilkynningu frá Gleði- pinnum, rekstraraðila hallarinnar. Aldrei í 35 ára sögu Keiluhallar- innar hafa jafn margir leikið þar keilu á einu ári. Segir í tilkynningunni að 183.261 manns hafi sótt keiluhöllina á árinu sem svarar til rúmlega helmings landsmanna. Þá segir að Keiluhöllin hafi verið mest sótti keilusalur í Evrópu þetta sama ár, en þar er vísað til talningakerfisins Steltro- nic, sem tengt er alþjóðlegum taln- ingakerfum. „Við erum þakklát okkar viðskiptavinum fyrir þessa frábæru aðsókn og höfum haft að markmiði að skapa hér aðstöðu sem er eins og best verður á kosið á heimsvísu, segir Andrea Péturs- dóttir, framkvæmdastjóri Keiluhall- arinnar. Heildarfjöldi er meiri Andrea áréttar að þessi fjöldi sem kom í höllina á árinu séu ein- ungis þeir viðskiptavinir sem spiluðu keilu, en samhliða er rekinn veitingastaðurinn Shake&Pizza og Sportbarinn. Þar fari fram fjöl- margir viðburðir í hverjum mánuði. „Húsið er því alla jafna troðið af fólki og klárt mál að heildarfjöldi allra viðskiptavina okkar yfir árið er miklu meiri.“ Í tilkynningunni er einnig sagt frá því að Gleðipinnar muni opna nýja átta brauta Keiluhöll í gamla Nýló-salnum á jarðhæð Kex Hostel. Með opnun hennar verða keilu- brautir á höfuðborgarsvæðinu því samtals þrjátíu. Nýr salur eins og sá elsti „Við sjáum fyrir okkur að mæta keiluþörfum íbúa í miðbænum og nágrenni sem hingað til hafa þurft að leggja á sig töluvert ferðalag til að komast í keilu í Reykjavík, og eins ferðamanna í miðbæ Reykja- víkur. Keiluhöllin nýja verður út- litslega í anda Kex Hostel og fyr- irmyndin er elsti keilusalur sem starfræktur er í Los Angeles, Hig- hland Park Bowl,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn af eigendum Gleðipinna, af þessu tilefni. Keila Fyrirmynd nýja keilusalarins er elsti keilusalur í Los Angeles. Metað- sókn í Keiluhöll  Mest sótti salur í Evrópu 2019 Í nóvember 2019 voru fluttar út vörur fyrir 52,1 milljarð króna og inn fyrir 56,5 milljarða króna fob. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands. Vöruvið- skiptin í nóvember, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 4,4 milljarða króna. Í nóvember 2018 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 18,8 milljarða króna á gengi hvors árs fyrir sig. Vöruviðskipta- hallinn í nóvember 2019 var því 14,4 milljörðum króna minni en á sama tíma fyrir ári. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn í mánuðinum 1,7 milljörðum króna, en var 18,3 milljarðar króna í nóv- ember 2018. Á fyrstu 11 mánuðum 2019 var verðmæti vöruútflutnings 49,4 milljörðum kr. meira en á sama tímabili árið áður Vöruviðskipti óhag- stæð í nóvember

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.