Morgunblaðið - 09.01.2020, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 09.01.2020, Qupperneq 37
FRÉTTIR 37Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 starfa hjá Advania í Finnlandi. „Nú er ár liðið frá því að Advania keypti fyrirtækið Vintor í Finnlandi og hóf starfsemi þar í landi. Sú starfsemi hefur gengið framar björtustu von- um og styrkja kaupin á Accountor ICT rekst- urinn þar verulega,“ segir Ægir Már Þór- isson, forstjóri Advania á Íslandi, í tilkynningunni og bætir við að með kaup- unum geti Advania nú boðið upp á alhliða upplýsingatækniþjónustu í Finnlandi líkt og í Svíþjóð og á Íslandi. Kaupir finnskt fyrirtæki  Umsvif Advania þrefaldast í landinu Ægir Már Þórisson Upplýsingatæknifyrirtækið Advania gekk í gær frá kaupum á finnska tæknifyrirtækinu Accountor ICT. Með kaupunum þrefaldast umfang Advania í Finnlandi. Í tilkynningu frá Advania segir að fyrirtækið, sem áður var í eigu Accountor Group, sameinist nú Advania í Finnlandi. Í tilkynningunni kemur einnig fram að ársvelta Accountour ICT sé um 20 milljónir evra, eða um þrír milljarðar ís- lenskra króna. Hjá fyrirtækinu starfa um 60 manns sem bætast í hóp þeirra 20 sem fyrir Aðsóknarmet var slegið hjá Keilu- höllinni í Egilshöll á árinu 2019 samkvæmt tilkynningu frá Gleði- pinnum, rekstraraðila hallarinnar. Aldrei í 35 ára sögu Keiluhallar- innar hafa jafn margir leikið þar keilu á einu ári. Segir í tilkynningunni að 183.261 manns hafi sótt keiluhöllina á árinu sem svarar til rúmlega helmings landsmanna. Þá segir að Keiluhöllin hafi verið mest sótti keilusalur í Evrópu þetta sama ár, en þar er vísað til talningakerfisins Steltro- nic, sem tengt er alþjóðlegum taln- ingakerfum. „Við erum þakklát okkar viðskiptavinum fyrir þessa frábæru aðsókn og höfum haft að markmiði að skapa hér aðstöðu sem er eins og best verður á kosið á heimsvísu, segir Andrea Péturs- dóttir, framkvæmdastjóri Keiluhall- arinnar. Heildarfjöldi er meiri Andrea áréttar að þessi fjöldi sem kom í höllina á árinu séu ein- ungis þeir viðskiptavinir sem spiluðu keilu, en samhliða er rekinn veitingastaðurinn Shake&Pizza og Sportbarinn. Þar fari fram fjöl- margir viðburðir í hverjum mánuði. „Húsið er því alla jafna troðið af fólki og klárt mál að heildarfjöldi allra viðskiptavina okkar yfir árið er miklu meiri.“ Í tilkynningunni er einnig sagt frá því að Gleðipinnar muni opna nýja átta brauta Keiluhöll í gamla Nýló-salnum á jarðhæð Kex Hostel. Með opnun hennar verða keilu- brautir á höfuðborgarsvæðinu því samtals þrjátíu. Nýr salur eins og sá elsti „Við sjáum fyrir okkur að mæta keiluþörfum íbúa í miðbænum og nágrenni sem hingað til hafa þurft að leggja á sig töluvert ferðalag til að komast í keilu í Reykjavík, og eins ferðamanna í miðbæ Reykja- víkur. Keiluhöllin nýja verður út- litslega í anda Kex Hostel og fyr- irmyndin er elsti keilusalur sem starfræktur er í Los Angeles, Hig- hland Park Bowl,“ segir Jóhannes Ásbjörnsson, einn af eigendum Gleðipinna, af þessu tilefni. Keila Fyrirmynd nýja keilusalarins er elsti keilusalur í Los Angeles. Metað- sókn í Keiluhöll  Mest sótti salur í Evrópu 2019 Í nóvember 2019 voru fluttar út vörur fyrir 52,1 milljarð króna og inn fyrir 56,5 milljarða króna fob. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Hagstofu Íslands. Vöruvið- skiptin í nóvember, reiknuð á fob verðmæti, voru því óhagstæð um 4,4 milljarða króna. Í nóvember 2018 voru vöruviðskiptin óhagstæð um 18,8 milljarða króna á gengi hvors árs fyrir sig. Vöruviðskipta- hallinn í nóvember 2019 var því 14,4 milljörðum króna minni en á sama tíma fyrir ári. Án skipa og flugvéla nam vöruviðskiptahallinn í mánuðinum 1,7 milljörðum króna, en var 18,3 milljarðar króna í nóv- ember 2018. Á fyrstu 11 mánuðum 2019 var verðmæti vöruútflutnings 49,4 milljörðum kr. meira en á sama tímabili árið áður Vöruviðskipti óhag- stæð í nóvember
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.