Morgunblaðið - 09.01.2020, Side 40

Morgunblaðið - 09.01.2020, Side 40
FRÉTTASKÝRING Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Fátt bendir til þess að eldflaugaárás- ir Írans á bandarískar herstöðvar í Írak í fyrrinótt hafi verið gerðar í öðrum tilgangi en að sýna heima- mönnum í Íran að þarlend stjórnvöld hygðust svara drónaárás Bandaríkj- anna, sem leiddi til dauða Qassem Soleimani hershöfðingja, án þess að árásirnar myndu stuðla að frekari átökum við Bandaríkin. Árásir Írana á herstöðvarnar í Erbil í norðurhluta Íraks og al-Asad í vesturhluta lands- ins eru sagðar hafa valdið litlu tjóni og engu mannfalli auk þess sem írönsk stjórnvöld létu vita af fyrir- ætlunum sínum áður en ríkið lét til skarar skríða. Um 70 norskir hermenn eru með aðsetur í al-Asad herstöðinni og hef- ur norska dagblaðið Verdens Gang eftir Brynjar Stordal, fjölmiðlafull- trúa norska hersins, að norska hern- um hafi verið gert viðvart um vænt- anlegar eldflaugaárásir áður en þær áttu sér stað. Kvaðst Stordal ekki geta sagt til um það hvort það hafi verið bandamenn eða írönsk stjórn- völd sem veittu umrædda viðvörun. Þá hefur Jake Tapper, fréttamað- ur CNN, fengið þær upplýsingar frá starfsmanni Pentagon, varnarmála- ráðuneyti Bandaríkjanna, að leiðtog- ar bandaríska hersins telja að Íran hafi markvisst valið skotmörk sem myndu ekki leiða til dauðsfalla, og þá sérstaklega ekki dauða Bandaríkja- manna. „Skipulagt val skotmarka, lágmarks tjón, hámarks viðvörun,“ segir lýsingin úr ráðuneytinu. Varn- armálaráðuneytið hefur einnig sent frá sér opinbera yfirlýsingu þar sem segir að herstöðvarnar hafi viðhaft hátt viðbúnaðarstig og að viðeigandi ráðstafanir hafi verið gerðar til þess að vernda hermennina. Írösk stjórnvöld hafa fyrir sitt leyti upplýst að forsætisráðuneyti landsins hafi fengið munnleg skila- boð frá írönskum stjórnvöldum um að landið myndi skjóta eldflaugum að skotmörkum í Írak þar sem bandaríska hermenn væri að finna. Segjast hafa fellt 80 Stordal segir engan hermanna Noregs hafa fallið í aðgerð Írana. Sambærilegar upplýsingar berast frá danska varnarmálaráðuneytinu sem segir að enginn danskur her- maður hafi fallið í árásinni, en 130 danskir hermenn eru í landinu. Þá tilkynnti Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi sínum í gær að ekkert manntjón hefði orðið þegar flugskeyti Írans lentu á herstöðvunum. Íranski fjölmiðillinn Press TV hef- ur hins vegar haldið því fram að 80 liggi í valnum í kjölfar árásanna, en bætir því við að fréttastofan hafi ekki getað staðfest fjölda fallinna. Og hef- ur utanríkisráðherra Írans, Javad Zarif, tekið til Twitter og þar tísti hann að eldflaugaárás Írans hafi ver- ið í réttu hlutfalli við drónaárás Bandaríkjanna og í samræmi við 51. grein stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem kveður á um rétt ríkja til þess að verja sig. „Við sækjumst ekki eftir stríðsátökum, en munum verja okkur gegn hverskonar árás- um.“ Ali Khamenei, leiðtogi Írans, kall- aði árásina „löðrung í andlit“ Banda- ríkjamanna, en bætti við að ekki væri fullhefnt fyrir Soleimani, og að Íran stefndi enn að því að reka á brott útsendara Bandaríkjanna í heimshlutanum, að því er kom fram í ræðu leiðtogans í borginni Qom. Það er því óljóst hvort Íran mun grípa til frekari aðgerða. Viðkvæmt en óbreytt Eins og fram kom í orðum Khame- nei hyggst Íran viðhalda ríkjandi stefnu sinni um að stöðva íhlutun Bandaríkjanna í heimshlutanum. Sú stefna er ekki ný af nálinni og hafa írönsk stjórnvöld í áraraðir viðhaft víðtækar aðgerðir gegn Bandaríkj- unum, Ísrael og Sádi-Arabíu, þar sem til að mynda ísraelskir embætt- ismenn hafa verið teknir af lífi, auk þess sem Íran hefur skipulagt hryðjuverk og stundað njósnir víða um heim og séð ýmsum hópum í Mið- Austurlöndum fyrir mannskap, vopnum og fjármagni, þar á meðal Hezbollah, öfgahópum sjíta í Írak og stjórnvöldum í Sýrlandi. Líklega hafa Íranar valið þessa leið aðgerða í gegnum árin vegna þess vanmáttar sem ríkið býr við enda ljóst að Íran hefur ekki burði til þess að reka hefðbundið stríð gegn Bandaríkjunum. Á sama tíma er ljóst að kostnaðarsamur stríðsrekst- ur Bandaríkjanna gegn Íran yrði seint vinsæll valkostur fyrir þarlend stjórnvöld. Segir samkomulagið fullreynt Á blaðamannafundi sínum, sem haldinn var um hálffimmleytið að ís- lenskum tíma, sagði Trump Banda- ríkjaforseti að svo virtist sem herafli Írans væri ekki lengur á hæsta við- búnaðarstigi eftir árásirnar í fyrri- nótt. Ítrekaði forsetinn að Banda- ríkjaher væri reiðubúinn til að mæta hverju sem væri. Trump tilkynnti jafnframt í ræðu sinni að Bandaríkjastjórn hygðist beita Írana frekari viðskiptaþving- unum, en ekki var minnst á neinar frekari hernaðaraðgerðir af hálfu Bandaríkjanna. Þá tilkynnti Trump að hann hygðist biðja Atlantshafs- bandalagið um að taka að sér stærra hlutverk í Mið-Austurlöndum. Trump vék einnig að kjarnorku- samkomulaginu sem alþjóðasam- félagið gerði við Írani árið 2015 og sagði ljóst að það þjónaði ekki þeim tilgangi að koma í veg fyrir að Íran gæti komið sér upp kjarnorkuvopn- um. „Sú stund er runnin upp að Bretland, Frakkland, Þýskaland, Rússland og Kína viðurkenni það,“ sagði Trump og hvatti til þess að þau ríki myndu rifta samkomulaginu og vinna með Bandaríkjunum að gerð nýs samkomulags við Íran, sem gæti tryggt betur frið og hagsæld. Árás Írans til heimabrúks  Íranar létu sjálfir vita af yfirvofandi eldflaugaárás  Ekkert bendir til mann- tjóns  Heimildir herma að markmiðið hafi verið að valda sem minnstum skaða AFP Fréttamannafundur Donald Trump Bandaríkjaforseti sagði að ekkert mannfall hefði hlotist af eldflaugaárásum Írana í Írak í fyrrinótt. 40 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sendu frá sér sameig- inlega yfirlýsingu í gær vegna eld- flaugaárásar Írana, en Pútín var á ferð í Istanbúl til að fagna opnun nýrrar gasleiðslu á milli ríkjanna tveggja. Segir þar að frekari árás- ir, sama hver í hlut eigi, muni ekki stuðla að lausn á hinum flóknu vandamálum Mið-Austurlanda. Þá lýstu Pútín og Erdogan yfir vilja sínum til að draga úr spennu í heimshlutanum. Fleiri þjóðarleiðtogar hvöttu til stillingar í gær, auk þess sem Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, og Josip Borrell, utanríkismálastjóri Evr- ópusambandsins, fordæmdu að- gerðir Írana. Hvetja Bandaríkin og Íran til stillingar Pútín og Erdogan hittust í gær. TYRKLAND Volodymyr Zelenskí, forseti Úkra- ínu, skipaði í gær starfshóp til að vinna að rannsókn flugslyss sem varð í Teheran, höfuðborg Írans, þar sem Boeing 737-800 vél Ukraine International Airlines hrapaði skömmu eftir flugtak í fyrrinótt, nokkrum klukkutímum eftir eld- flaugaárásir Írana á herstöðvar Bandaríkjanna í Írak. Ekki er talið að slysið tengist þeim aðgerðum. Rannsókn slyssins er á forræði Ír- ans, en stjórnvöld þar tilkynntu að þau hygðust ekki starfa með banda- rískum flugmálayfirvöldum við rannsókn málsins, en þau eiga rétt á því, þar sem framleiðandi vélarinnar er bandarískur. Hafa Íranar þegar fundið svarta kassa vélarinnar, en munu ekki deila upplýsingum úr honum með Bandaríkjamönnum. Óttast að spennan muni aftra rannsókn ÚKRAÍNA Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Ursula von der Leyen, forseti fram- kvæmdastjórnar Evrópusambands- ins, varaði Breta við því í gær að nán- ast ómögulegt væri að ljúka viðræðum ESB og Bretlands um við- skiptasamband ríkjanna fyrir næst- komandi áramót, en Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur sagt að sá tímafrestur verði ekki framlengdur. Von der Leyen sagði í ávarpi sem hún flutti við LSE-háskólann í Lundúnum, að viðræðurnar yrðu því að snúast um hvað ætti að setja í for- gang til þess að klára áður en tíma- fresturinn rynni út. Þá myndu við- ræðurnar verða erfiðar fyrir báða aðila. Evrópusambandið væri hins vegar reiðubúið að leggja dag við nótt til þess að klára eins mikið og mögulegt væri á þeim tíma sem er til stefnu. Von der Leyen fundaði með John- son í Downingstræti 10 eftir ávarp sitt og ræddu þar væntanlega út- göngu Breta sem og komandi við- ræður. Ítrekaði Johnson á fundi þeirra að Bretar myndu ekki sækj- ast eftir frekari fresti til þess að ljúka viðræðunum. Segir viðræðurn- ar verða erfiðar  Ursula von der Leyen ræddi við Boris Johnson AFP Brexit Vel fór á með Johnson og Von der Leyen á fundi þeirra í gær. Í desember kom fram í Morgun- blaðinu að Mannréttindadómstóll Evrópu hefði úrskurðað um mál Oriol Junqueras, fyrrverandi varaforseta Katalóníuhéraðs. Hið rétta er að þarna var um að ræða Evrópudóm- stólinn, eins og kom réttilega fram í frétt á mbl.is á sama tíma. LEIÐRÉTT

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.