Morgunblaðið - 09.01.2020, Side 44

Morgunblaðið - 09.01.2020, Side 44
44 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 Ég hef lengi velt því fyrir mér hvernig forgangsröðun ríkis- stjórnarinnar virkar, hvernig þau sem stjórna landinu hverju sinni ráðstafa þeim krónum og aurum sem til skiptanna eru. Það er auðvitað þannig með ríkisfjármálin eins og heimilis- bókhaldið að það eru ákveðnar krónur til skiptanna og þegar þær krónur duga ekki fyrir fullum útgjöldum þá er tvennt í stöðunni. Annarsvegar er það tekjuaukn- ing, það er að auka álögur á heim- ilin og fyrirtækin með aukinni skattheimtu svo fjölga megi krón- unum sem til skiptanna eru og hinsvegar að beita niðurskurðar- hnífnum. Ég vil trúa því að allir séu að gera sitt allra besta við að setja fjármagnið á rétta staði í réttum stærðum og að forgangs- röðunin sé skynsamleg en því mið- ur virðist kerfið leka þar sem þess- ar krónur skreppa svo mikið saman á leið sinni í gegnum það. Aukin framlög til heilbrigðis- mála – fara þau á rétta staði? Árum eða áratugum saman hefur umræðan um heilbrigðiskerfið ver- ið á eina leið, það sé fjársvelt svo um munar. Þrengt sé að á öllum sviðum svo sem geð- heilbrigðisþjónustu og þjónustu við eldri borgara. Ríkis- stjórninni er tíðrætt um að framlög séu að hækka milli ára en það er eins og hún átti sig ekki á því að þörf- in eykst meira en framlögin og þannig heldur þjónustan áfram að skerðast og álagið á stéttina að aukast. Fjárþörfin er langt umfram fjárframlögin þrátt fyrir „ríkulega“ hækkun milli ára. Eins er mikilvægt að átta sig á því að þegar málaflokkur sem þessi hefur verið fjársveltur svo árum og ára- tugum skiptir þá eru alltaf skerð- ingar á skerðingar ofan. Í skerð- ingum sem þessum er það helst mannauður og þekking sem tapast. Dýrkeypt mistök við Hringbraut Ákveðið var að halda uppbygg- ingu spítalans áfram á einum dýra- rasta byggingarreit landsins með þar til gerðum óþægindum fyrir sjúklinga, starfsfólk og íbúa í kring. Í stað þess að fara með spít- alann á svæði sem hefði verið hægt að byggja upp á hagkvæmari og betri hátt en ella. Hér virðist vanta mikið upp á framtíðarsýn þar sem þjóðin er að eldast og þörfin á þjónustu spítalanna eykst ár frá ári. Fjárframlög til sjúkrahúsanna á Selfossi og Akranesi eru um og yfir 5 milljarðar á hvorn. Framlag rík- isins til Heilbrigðisstofnunar Suð- urnesja (HSS) er innan við 3 millj- arðar þar sem skurðstofunni var lokað fyrir hartnær 10 árum. Því er ekki sama þjónusta í boði fyrir íbúa í sveitarfélögunum í nágrenni höf- uðborgarinnar, vestan og sunnan megin við borgina. Suðurnesja- menn hafa lengi barist fyrir því að fá aukið fjármagn inn á stofnunina þar sem framlögin hafa ekki verið í takt við fólksfjölgun og þjón- ustuþörf á svæðinu. Skoðaðir hafa verið möguleikarnir á því að opna skurðstofuna á ný í þeim tilgangi að létta á LSH en því verið hafnað. Ástæðan er sögð óhagkvæmni en þá spyrjum við Suðurnesjamenn óhagkvæmni hverra? RÚV og almannavarna- hlutverkið Á öðrum stað í fjárlögunum er minnst á ríkisstofnunina RÚV og verður henni úthlutað um 5 millj- örðum á árinu. RÚV verður á pari við spítalana á Akranesi og á Sel- fossi en langt umfram framlag til HSS, hvers vegna? Jú, því að RÚV hefur menningarlegt gildi og hefur líka almannavarnaskyldum að gegna þegar það á við. Svona svipuðum aðstæðum og gengu yfir okkur á dögunum þegar hvorki náðist sjónvarp né útvarp á sumum svæðum landsins. Þegar fólk beið frétta en ekki var hægt að flytja þeim fréttirnar því rafmagn og sendar lágu niðri, eina sem virk- aði var gamla góða langbylgjan sem fyrirhugað er að leggja niður á árinu. Í einni svipan var hugmynda- fræði RÚV varpað fyrir borð þar sem einn af grundvallarþáttum þess virkaði ekki þegar mest á reyndi. Hvað er þá eftir, menning- arlegi þátturinn? Ætli við getum ekki treyst því að einkareknir fjöl- miðlar geti með jafngóðum hætti sinnt honum fái þeir fjármagn og tækifæri til. Eins og dæmin sýna okkur þá eru til peningar, bara spurning í hvað þeir eru nýttir, hver for- gangsröðunin er. Það er alltof víða sem illa er farið með almannafé. Forgangsröðun í ríkis(heimilis)bókhaldinu Eftir Hallfríði G. Hólmgrímsdóttur » Skoðaðir hafa verið möguleikarnir á því að opna skurðstofuna á ný í þeim tilgangi að létta á LSH en því verið hafnað. Hallfríður G Hólmgrímsdóttir Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Grindavík. Í dag, 9. janúar 2020, fagnar Hjálp- arstarf kirkjunnar fimmtíu ára starfs- afmæli. Frá upphafi hefur markmið okkar verið að aðstoða fólkið sem býr við erfiðustu aðstæðurnar og getur síst veitt sér björg upp á eigin spýtur, hvort sem er í verkefnum hér á Íslandi, á átaka- eða nátt- úruhamfarasvæðum eða í þróun- arsamvinnuverkefnum í fátækustu samfélögum heims. Í öllu okkar starfi skiptir máli að aðstoðin sé þannig skipulögð að hún sé valdefl- andi, – að hún sé raunveruleg hjálp til sjálfshjálpar. Við hjá Hjálparstarfinu ætlum að fagna tímamótunum með því að halda málþing á afmælisdaginn sjálfan um þetta hugtak „valdefl- ingu“ í samhengi við valdeflingu kvenna og af hverju hún skiptir svo miklu máli í öllu hjálparstarfi. Í starfi okkar höfum við séð aftur og aftur hvernig valdefling gjörbreytir lífi kvenna og fjölskyldna þeirra til hins betra og skilar sér áfram inn í samfélagið. Saga Harriet sem er fjögurra barna móðir í Rakaí-héraði í Úganda ber vitni um það hvernig valdefling virkar. Harriet naut aðstoðar Hjálp- arstarfs kirkjunnar ár- ið 2010 en þá var hún mjög veikburða af völd- um alnæmis. Hún gerði sér engar vonir um að lifa af en var huggun í að vita að börnin henn- ar hefðu fengið húsa- skjól og aðgang að vatni. Harriet náði hins vegar heilsu á ný með því að taka lyf og er nú í sveitarstjórn þar sem hún leggur áherslu á að efla þjónustu við HIV-smitaða og börn þeirra. Málþingið er í Háteigssal á 4. hæð á Grand hóteli, Sigtúni 38, kl. 16.30- 18.30. Frú Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og verndari stofn- unarinnar flytur ávarp í upphafi málþings en meðal annarra ræðu- manna er frú Eliza Jean Reid for- setafrú. Valdefling kvenna er áhrifarík leið til framfara Eftir Kristínu Ólafsdóttur Kristín Ólafsdóttir » Í starfi okkar höfum við séð aftur og aftur hvernig valdefling gjör- breytir lífi kvenna og fjölskyldna þeirra til hins betra og skilar sér áfram inn í samfélagið. Höfundur er fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Alveg er það ótrúlegt hvað borgar- stjórnarmeirihlutinn hefur oft lag á að taka óskynsamlegar ákvarðanir. Það er sama hvar borið er niður. Sumar ákvarðanir meirihlutans eru til óþæginda fyrir borgarbúa. Nýj- asta hugmynd þeirra er að hrófla við biðstöðinni á Hlemmi sem gerir það að verkum að aðgangur borg- arbúa að strætóferðum er mun verri. Sigurður Guðjón Haraldsson. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Mistækur meirihluti LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552 0800 SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646 ÞURR AUGU? Náttúruleg vörn gegn augnþurrki Trehalósi kemur á jafnvægi og verndar frumur hornhimnunnar Inniheldur trehalósa úr náttúrunni Hýalurónsýra smyr og gefur langvarandi raka Sérstaklega milt fyrir augun Án rotvarnarefna Tvöföld virkni- sex sinnumlengri ending Fæst í öllum helstu apótekum og Eyesland gleraugnaverslun Grandagarði og Glæsibæ, 5. hæð Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.