Morgunblaðið - 09.01.2020, Blaðsíða 48
48 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020
Þegar Erna lét okkur vita af
fráfalli tvíburasystur sinnar, okk-
ar kæru Lindu, þá varð ég algjör-
lega bit. Þetta fannst mér og
finnst ennþá óskiljanlegt. Linda?
Getur þetta staðist? Í gegnum
hugann hafa farið mörg skemmti-
leg atvik og upplifanir með elsku-
legri vinkonu á þessum rúmlega
40 árum sem eru liðin frá því ég
hitti þær systur fyrst.
Fyrsta minningin er frá því að
við vorum allar mættar til að
stunda nám við Íþróttakennara-
skólann á Laugarvatni haustið
1976. Ég kom austur ásamt tveim-
ur væntanlegum skólafélögum og
Árni Guðmundsson skólastjóri
tók á móti okkur í anddyrinu á
heimavistinni. Hann bauð okkur
velkomin og sagði okkur herberg-
isnúmerin okkar og hvatti okkur
til að fara með dótið okkar á sinn
stað og síðan áttu allir að hittast
eftir ákveðinn tíma. Ég fékk her-
bergi nr. 10. „Altso Jóhanna, uppi
gjörðu svo vel.“ Ég fór upp með
mitt og inn langan gang og fann
herbergi 10, dröslaði öllu inn og
ætlaði svo að drífa mig á snyrt-
inguna sem ég hafði séð merkta
fremst á ganginum. Ég var rétt
komin fram á gang þegar ég sá
Jórunn Linda
Jónsdóttir
✝ Jórunn LindaJónsdóttir
fæddist 10. mars
1956. Hún andaðist
13. desember 2019.
Útför Lindu fór
fram 6. janúar
2020.
Þau leiðu mistök
urðu við birtingu
greinar um Lindu
eftir Þórdísi Elvu
og fleiri í blaðinu 6.
janúar sl. að nafn Hafsteins
Ágústssonar féll niður í undir-
skriftinni.
rauðhærða stelpu
koma út af snyrting-
unni. Hún var í
grænum buxum og
röndóttri skærlitaðri
mussu. Við mætt-
umst á miðjum
ganginum og muldr-
uðum hæ, báðar
hálffeimnar. Hún
hélt áfram inn gang-
inn og ég fór á snyrt-
inguna. Þar inni
voru nokkrar dyr hlið við hlið og
opnaðist ein þeirra þegar ég gekk
inn. Út kom sama rauðhærða
stelpan, í grænu buxunum og
röndóttu mussunni. Hún heilsaði
(aftur), ég tafsaði eitthvað og
skildi hvorki upp né niður. Þegar
hún var farin fram þá fór ég að
leita, hvernig hafði hún komist aft-
ur inn á snyrtinguna á undan
mér? Ég fann ekkert þetta var
óskiljanlegt. Það var ekki fyrr en
allur hópurinn hittist á fyrsta
fundi að ég áttaði mig á að þær
voru tvær! Ég var fljót að læra
hvor var hvor og ruglaðist ekki
aftur svo ég muni.
Linda var einstök vinkona, ekk-
ert nema ljúfmennskan alla tíð.
Við fylgdumst að í gegnum árin.
Vorum m.a. báðar í KR, hún í
körfunni, ég í handboltanum. Við
vorum báðar í blakinu og báðar í
öldungablakinu. Þegar ég skipu-
lagði adrenalínferð til Tékklands á
fimmtugsafmælinu mínu 2007 var
Linda ein sú fyrsta til að skrá sig.
Í þeirri ferð myndaðist vinahópur
sem hefur haldið vel saman alla tíð
síðan, Lallarnir. Margt höfum við
brallað saman, alls konar ferðalög
og uppákomur og alltaf skemmt
okkur konunglega. Það er skarð
fyrir skildi í þessum góða hópi og
verður öðruvísi að hafa Lindu ekki
með þar sem hún skýtur á okkur
hin, gerir grín og hlær að okkur
með skemmtilega hlátrinum sín-
um. Hún var oftast sú varkárasta í
hópnum, enginn glannaskapur
þar eða vitleysa. Þegar hópurinn
hittist í september sl. í Tungu-
lendingu lá óvenju vel á Lindu
enda með nýtt hné og nýja mjöðm
sem hún ætlaði sko aldeilis að fara
að brúka almennilega. En það
verður víst ekki af því og við mun-
um sakna hennar sárt úr hópnum
góða.
Við vottum dætrunum Aldísi og
Heiðdísi, Löllunum Ernu og Óla
og allri fjölskyldu Lindu okkar
dýpstu samúð við fráfall einstakr-
ar vinkonu.
Fyrir hönd Lallahópsins,
Jóhanna Ásmundsdóttir.
Mig langar að kveðja Jórunni
Lindu með nokkrum orðum með
þakklæti og virðingu. Í daglegu
tali var hún alltaf kölluð Linda.
Hún fæddist 10. mars 1956 á Pat-
reksfirði. Linda var tvíburi á móti
Guðríði Ernu og voru þær alla tíð
mjög samrýndar. Þær voru dætur
Jóns Þorbergs Eggertssonar og
Rósu Kemp Þórlindsdóttur, þau
eru bæði látin.
Lengi spiluðu þær körfubolta
með meistaraliði KR og unnu þar
alla titla sem hægt var að vinna á
þeim tíma. Linda útskrifaðist úr
Menntaskólanum við Hamrahlíð
sem stúdent, þar næst úr íþrótta-
skólanum á Laugarvatni sem
kennari, sem var ævistarf hennar.
Linda giftist aldrei en eignaðist
tvíburanna Aldísi og Heiðdísi, sem
voru henni mikils virði og voru
þær hjá henni þar til þær stofnuðu
sín eigin heimili. Aldís á dótturina
Dagnýju Láru Stefánsdóttur.
Þegar við hjón vorum í Reykja-
vík og vildum gera okkur glaðan
dag var oftar en ekki kallað á
Lindu, sem ávallt var tilbúin að
koma og aðstoða. Það var gott að
eiga hana sem vin og þökkum við
hjón fyrir það.
Þegar þær Erna og Linda voru
12 ára fengu þær að koma austur
og voru þær hjá okkur og ferð-
uðumst við um Austurland með
þær og hefur oft verið komið inn á
þennan tíma og rifjuð upp ýmis at-
vik og uppákomur.
Lengst af bjó Linda í Mos-
fellsbæ, ekki langt frá þar sem
foreldrar hennar bjuggu, og var
mikill samgangur þar á milli. Eftir
að móðir hennar lést var Linda
mikil stoð fyrir föður sinn á meðan
hann bjó heima.
Við hjón sendum dætrum og
fjölskyldum ásamt systkinum
hennar og fjölskyldum þeirra okk-
ar innilegustu samúðarkveðjur og
biðjum þeim guðs blessunar.
Albert Kemp og
Þórunn Pálsdóttir.
Kær vinkona okkar og sam-
starfskona, Linda Jónsdóttir, er
fallin frá, langt fyrir aldur fram.
Við trúum því varla enn að hún sé
horfin úr hópnum okkar, að við
munum ekki sitja með henni fleiri
fundi eða spjalla við hana á kaffi-
stofunni.
Allar eigum við sameiginlegt að
hafa kennt íslensku við Varmárs-
kóla í Mosfellsbæ um margra ára
skeið ásamt Lindu og Ernu systur
hennar. Ein okkar þekkti Lindu
allt frá barnæsku en hinar kynnt-
ust henni á sviði kennslunnar.
Lengst af starfaði Linda sem
íþróttakennari en hin síðari ár
kenndi hún einnig íslensku á mið-
og unglingastigi. Linda náði vel til
allra, hvort sem það voru nemend-
ur, foreldrar eða samstarfsfólk.
Hún var sterk persóna með mikla
útgeislun, brosmild og húmorísk
og gat verið skemmtilega kald-
hæðin. Það fór ekki mikið fyrir
henni en hún var persóna sem allt-
af var hægt að reiða sig á. Hún gat
alltaf bryddað upp á umræðuefn-
um og tekið þátt í samræðum og
spjalli við nánast hvern sem var.
Hún bar mikla umhyggju fyrir
nemendum sínum og mundi vel
eftir þeim, var dugleg að heilsa
þeim og taka þá tali úti í bæ löngu
eftir útskrift. Linda var kennari
sem börnin gátu treyst og komið
með vandamál sín til. Oft sást hún
á spjalli við börnin á göngum og
þegar hún kom í heimsókn í skól-
ann í veikindaleyfi sínu hópuðust
þau í kringum hana til að tala við
hana og faðma hana að sér. Ekki
grunaði okkur að það yrði í síðasta
skipti sem hún kæmi í skólann
sinn, þar sem hún hafði eytt meiri-
hluta starfsævi sinnar.
Við yljum okkur við ljúfar
minningar úr skólastarfinu, um
skemmtileg skólaferðalög,
ógleymanlegar starfsmannaferðir
og fleiri frábærar stundir. Við
minnumst Lindu okkar með sökn-
uði og hlýju og vottum dætrum
hennar og fjölskyldunni allri okk-
ar dýpstu samúð.
Heyr, himna smiður,
hvers skáldið biður,
komi mjúk til mín
miskunnin þín.
Því heit eg á þig,
þú hefur skaptan mig,
ég er þrællinn þinn,
þú ert Drottinn minn.
(Kolbeinn Tumason)
Guðlaug Guðsteinsdóttir,
Hanna María Helgadóttir,
Kristín Ásta Ólafsdóttir.
Hvað gerir það að verkum að
lítill hópur ungs fólks nær á
skömmum tíma að tengjast ævi-
löngum tryggða- og vináttubönd-
um? Svarið er ekki einhlítt, en
liggur sennilega í því að innan
hópsins séu einstaklingar sem
gefa af sér með ósérhlífni, sam-
kennd og tryggð til þess að mynda
þessi bönd. Þannig kona var
elskuleg bekkjarsystir og vin-
kona, Linda Jónsdóttir, sem hvarf
óvænt og óvægið af vettvangi
skömmu fyrir jól.
Við, þessi tryggi vinahópur úr
Íþróttakennaraskólanum, syrgj-
um vin sem upplifði með okkur
súrt og sætt í tvö ár á Laugar-
vatni, var ávallt í miðri hringið-
unni, hvort sem var í tímum, í
baksinu á heimavistinni eða utan
skólans þar sem mörg ævintýrin
urðu einnig til. Næstu áratugina
eftir útskrift höfum við þétt haldið
utan um hópinn, hist árlega og
ferðast saman og ávallt var Linda
okkar með, glaðlynd og glettin,
blíð og skemmtileg.
Auðvitað vissum við hvað
körfuboltastelpan Linda hafði
fram að færa þegar við hittumst
fyrst fyrir austan, það fór ekkert á
milli mála þegar verklegu tímarn-
ir hófust og þá var sama hver
íþróttagreinin var. En við sáum
það nú ekki fyrir að hún næði því
að verða nífaldur Íslandsmeistari í
körfuboltanum, þrisvar leikmaður
ársins, fyrst kvenna til að vera val-
in leikmaður ársins, vera í sigur-
liði sex sinnum í bikarnum, stiga-
hæsti leikmaður ársins í fjórgang,
skoraði ein og sér fleiri stig en allt
lið mótherjanna í bikarúrslitum
og svo mætti lengi telja. Oft sem
fyrirliði einnig. Alltaf af fullkom-
inni yfirvegun og áveðni. Þvílík af-
rekskona!
En við söknum fyrst og fremst
einlægs vinar og munum láta
minninguna lifa um einstaka
manneskju, móður og ömmu, sem
hafði þann eiginleika að gera alla
betri í návistum. Við sendum fjöl-
skyldu hennar hughreystandi
kveðju, einkum dætrunum tveim-
ur, Aldísi og Heiðdísi, og einnig
tvíburasysturinni Ernu, bekkjar-
systur okkar, og þeirra fjölskyld-
um.
Fyrir hönd skólasystkina úr
ÍKÍ 1976-1978,
Ingólfur Hannesson.
Ég vil hér í nokkrum orðum
minnast samkennara míns til
rúmlega 20 ára. Ég hóf kennslu
við Varmárskóla í Mosfellsbæ sem
nýútskrifaður íþróttakennari
1982. Ég hafði verið þar í æfinga-
kennslu árið á undan og vissi að
hverju ég gekk. Þar hófst sam-
starf okkar Lindu, en hún var
íþróttakennari við skólann og
hafði umsjón með kennslu
stúlkna, en ég tók að mér umsjón
með íþróttakennslu drengja. Við
kennslu íþrótta og sunds við skól-
ann var samkennsla viðhöfð og
áttum við því í miklu samstafi. Ég
vil segja að samstarf okkar var
✝ SigurðurHjálmar Gúst-
afsson fæddist í
Keflavík 20. des-
ember 1959. Hann
lést 27. desember
2019.
Foreldrar hans
voru Gústaf Ólafs-
son, f. 3.1. 1934, d.
1.2. 2018, og Eygló
Gísladóttir, f. 18.7.
1940, d. 21.9. 2018.
Saman áttu þau fjögur börn.
Systkini Sigurðar eru Anna, f.
29.12. 1957, maki Tryggvi
Ingvason, f. 7.9. 1957. Eiga þau
þrjú börn; Inga Hildur, f. 18.9.
1961. Hún á eitt barn; Dröfn, f.
22.12. 1965, d. 22.1. 2010. Maki
Vilhjálmur Pétur Björgvinsson,
f. 7.10. 1964, eiga þau þrjú börn;
Gísli Jón, f. 28.12. 1969. Maki
Bahija Zaami, f. 4.10. 1984. Gísli
á tvö börn.
Sigurður útskrifaðist sem
fiskiðnaðarmaður úr Fisk-
vinnsluskólanum 1979. Hann
réð sig sem verkstjóra hjá fisk-
vinnslunni Tanga hf. á Vopna-
firði 1979-1981. Hann flutti svo
út í Garð 1981 þar sem hann réð
sig sem yfirverkstjóra hjá Garð-
skaga hf. og vann þar til 1985.
Þór, f. 9.1. 2001, og Ágúst Guð-
jón, f. 9.11. 2010. Karl Sædal
Sveinbjörnsson, f. 13.4. 1968,
maki Sheila Jane Surbito, f.
12.1. 1971. Börn Aron Sædal, f.
22.3. 2001, og Ragna Sól, f. 14.7.
2005. Þau Ragna skildu 1996.
Sigurður var í stjórn Knatt-
spyrnufélagsins Víðis í Garði og
formaður í nokkur ár. Hann
starfaði sem hreppsnefndar-
maður og var formaður Alþýðu-
flokksfélagsins í Garði og á
þeirra vegum í byggingarnefnd
íþróttahúss og sundlaugar. Sig-
urður flutti til Úganda í Afríku
þar sem hann vann og var hlut-
hafi í frystihúsi frá 1995-2002.
Hann var vinnslustjóri á frysti-
togurum á Nýfundnalandi frá
2002-2007. Hann réð sig svo
sem verslunarstjóra hjá Dom-
inos Pizza í Reykjanesbæ frá
2007-2008. Hann var þjón-
ustustjóri hjá ISS þar sem hann
var yfir þrifum á fyrirtækjum í
matvælaiðnaði 2008 til 2013.
Hann var vinnslustjóri hjá slæg-
ingarþjónustu Suðurnesja 2014.
Hann hefur unnið við sjó-
mennsku, beitningu, uppstokk-
un og afleysingar á sjó frá 2014-
2017. Hann hefur verið mikið
viðriðinn og aðstoðað við ým-
islegt við rekstur Bitans hjá
sonum sínum Björgvini og
Bjarna síðan þeir keyptu þann
rekstur 2018.
Sigurður verður jarðsunginn
frá Keflavíkurkirkju í dag, 9.
janúar 2020, klukkan 13.
Hann gerðist svo
vinnslustjóri og
varð einn eigenda
hjá Íslenskum
gæðafiski hf. 1985-
1995.
Hann giftist
Rögnu Sveinbjörns-
dóttur, f. 12.7.
1951, árið 1986.
Saman áttu þau og
ólu upp fimm börn.
Björgvin, einkason-
ur, f. 15.5. 1985, maki Elísabet
Hall Sölvadóttir, f. 2.10. 1985,
börn þeirra eru Aþena Hall
Þorkelsdóttir, f. 17.9. 2005, og
Aðalheiður Irma Hall Björg-
vinsdóttir, f. 4.2. 2016. Bjarni, f.
23.5. 1978, maki Bryndís Björg
Jónasdóttir, f. 27.6. 1979, börn
þeirra eru Bergur Daði, f. 24.9.
2003, Birgitta Fanney, f. 2.2.
2007, Björgvin Ingi, f. 25.7.
2009, og Brynhildur Birta, f.
27.12. 2015. Ingibjörg Finndís,
f. 30.10. 1974, maki Gísli Gísla-
son f. 10.9. 1972, börn þeirra
eru Óskar, f. 18.2. 2002, Ragna
María, f. 23.12. 2006, Guðjón
Freyr, f. 13.4. 2010, og Davíð, f.
28.8. 2012. Þórður, f. 14.4. 1972,
maki Kolbrún Ágústsdóttir, f.
28.3. 1979, börn þeirra eru Ívar
Sigurður Hjálmar Gústafsson,
pabbi minn. Þegar ég hugsa um
pabba minn þá hugsa ég um
mann sem ég leit upp til, mann
sem ég var stoltur að kalla pabba
minn þrátt fyrir hans galla, mann
sem var góður, hörkuduglegur,
virkilega klár, þrjóskari en and-
skotinn en líka um mann sem átti
erfitt og var sjálfum sér verstur.
Ég er svo þakklátur fyrir síðustu
tvö árin því við höfðum aldrei ver-
ið eins nánir. Finnst ég hafa fyrst
núna verið byrjaður að þekkja
hann eins og hann var. Það að
hann hafi kynnst barnabarni sínu
og hún honum, vinna með honum
og hlusta á sögurnar hans. Hell-
ingur sem hann kenndi mér og ég
vonandi honum, ferðin okkar á
Anfield í fyrra og allir fótbolta-
leikirnir sem við höfum horft á
eða talað um. Hann mun alltaf
eiga stóran stað í hjarta mínu og
huga. Pabbi, ég elska þig.
Björgvin Sigurðsson.
Mín fyrsta minning af þér er
þegar ég hef vaknað einn laug-
ardags- eða sunnudagsmorgun,
labba fram og sé þig og mömmu
inni í stofu þar sem þið horfið á
mig skælbrosandi, þú með hönd-
ina yfir öxlina á mömmu. Ég var
ekki alls kostar sáttur og hleyp
aftur inn í herbergið mitt hágrát-
andi. Ég man að þið komuð til að
hugga mig litla snáðann, en ég
man ekkert meira tengt þessum
degi. Einnig man ég eftir því að
labba með mömmu frá Garð-
brautinni upp á Einholt í íbúðina
þína. Þar inni var lítið um hús-
gögn, gott ef það var ekki bara
sófi og hljómflutningsgræjur í
stofunni. Man ekki eftir sjón-
varpi. Hljómflutningsgræjurnar
sem enduðu svo á Garðbrautinni
þar sem þú lást á gólfinu með
heyrnartólin á hausnum eftir
vinnu eða um helgar og hlustaðir
á Queen, Bowie eða Bubba með
allt í botni. Takk fyrir gott tón-
listaruppeldi pabbi minn, ég
stalst ósjaldan í græjuskápinn og
hlustaði á plötusafnið þitt.
Hermdi eftir þér, tengdi heyrn-
artólin og lagðist á gólfið fyrir
framan græjurnar og hlustaði á
eðaltónlist.
Ég er þakklátur fyrir að hafa
fengið að vinna og lært að vinna
undir harðri stjórn þinni á
Brekkustígnum í Íslenskum
gæðafiski. Sumrin hjá ykkur
Dóra voru ekkert húmbúkk.
Nánast öllum kaffitímum á
Brekkustígnum eyddi ég á skrif-
stofunni ykkar. Þar voru línurnar
lagðar, þar gerðust hlutirnir. Við
snyrtilínuna gekk kjafturinn
hraðar á kerlingum en vinnan
eins og þú lýstir því, þangað til þú
labbaðir í gegnum salinn. Brúna-
þungur á svip kallaðir þú eitthvað
„uppbyggilegt“ yfir línuna og allt
gekk hraðar. Þegar þú varst
kominn í gegnum salinn sá maður
brosið og þú skelltir upp úr. Agi
var þitt fag. Þú varst aldrei
ósanngjarn og jafnt gekk yfir
alla. Manni fannst ekki alltaf
sanngjarnar línurnar sem lagðar
voru, en þær voru beinar og skýr-
ar og ég er einmitt þakklátur fyr-
ir það uppeldi sem ég fékk og
nota óspart í minni vinnu, lífi og
leik.
Fótboltinn var alltaf í háveg-
um hafður hjá okkur, ýmist þegar
fjölskyldan og vinir komu um
helgar í vöfflur og með því á
Garðbrautina og horft var á
enska boltann, eða þegar Víðir í
Garði var að spila, sérstaklega á
heimavelli. Þú varst formaður hjá
Víði í Garði þar sem við fjölskyld-
an tókum þátt og vorum „all-in“
ef það má segja það. Mamma var
alltaf í sjoppunni og ég held ég
eigi leikjametið yfir flesta leiki í
röð sem boltastrákur á heima-
velli. Í gegnum sjálfboðastarfið
hjá Víði kynntumst við ótrúlega
mörgu frábæru og flottu fólki og
fyrir það er ég er mjög þakklátur.
Það hefur ekki verið tekið út
með sældinni að vera stuðnings-
maður Liverpool en mér hefur
þótt vænt um alla þá leiki sem við
höfum horft á saman núna á
seinni árum. Leikurinn sem þú
fórst á með mér og Björgvini í
janúar 2019 á Anfield er ógleym-
anlegur. Það að horfa á þig klökk-
an í stúkunni þegar You will ne-
ver walk alone var tekið fyrir leik
skilur eftir sig mynd sem ég mun
aldrei gleyma. Verst þykir mér
að fá ekki að njóta þess með þér
þegar Liverpool lyftir bikarnum í
maí. Hvíldu í friði elsku pabbi.
Elska þig. Kveðja,
Bjarni Sigurðsson.
Meira: mbl.is/andlát
Það er margs að minnast þeg-
ar einhver úr lífi manns fellur frá.
Siggi var góður eiginmaður og fé-
lagi áður en Bakkus tók völdin,
en það var erfitt að keppa við
hann. Siggi var börnunum mín-
um og drengnum okkar góður
faðir. Við ferðuðumst mikið inn-
anlands og utanlands, hann var
skemmtilegur ferðafélagi og hon-
um þótti ekki leiðinlegt að kíkja í
verslanir og kaupa eitthvað
handa mér og krökkunum. Siggi
vann alltaf mikið og varð alltaf að
hafa eitthvað fyrir stafni. Hann
kláraði húsið okkar og gerði lóð-
ina fallega og gróf mestallt með
höndum. Ég hugsa alltaf til hans
þegar ég keyri Garðbrautina og
sé öll trén sem við gróðursettum
og margir höfðu ekki mikla trú á
að mundu dafna í rokinu úti í
Garði. Siggi var félagslyndur og
hafði mikinn áhuga á íþróttum,
hann var formaður Víðis á gull-
aldarárinu þegar liðið fór upp í
fyrstu deild. Við fórum á alla leiki
hvar sem þeir voru á landinu. Við
fórum til dæmis með liðinu til
Hannover í Þýskalandi í æfinga-
búðir. Svo fór Siggi í pólitíkina og
sat í hreppsnefnd. Hann var
verkstjóri í Garðskaga og hjá
Brynjólfi í Njarðvík og hjá Ís-
lenskum gæðafiski sem þeir áttu
með Belgum. Við fórum til Belgíu
og Siggi var að kenna þeim
hvernig við unnum fiskinn og
hvernig þeir vildu láta vinna fisk-
inn fyrir sig. Þeir keyptu af þeim
tindabikkju sem var verðlaus hér
á landi. Hann gat verið harður
verkstjóri en hann kenndi mörg-
um unglingum að vinna og þau
báru virðingu fyrir honum. Sigga
fannst gaman að spila og spiluð-
um við mikið og sérstaklega á jól-
unum. Björgvin sonur okkar
fæddist með hjartagalla og fór í
stóra hjartaaðgerð til Bandaríkj-
anna ’97, og þá kom Siggi út til
okkar frá Afríku en hann var að
vinna þar á þeim tíma. Svo kom
hann aftur ’99 þegar Björgvin fór
í aðra aðgerð. Ég veit að mamma
hans, pabbi og Dröfn systir hans
taka á móti honum og leiða hann
inn í ljósið. Ég er þakklát fyrir
góðu árin okkar og bið góðan Guð
að vernda og styrkja börnin okk-
ar, eftirlifandi systkini hans og
fjölskyldur þeirra.
Hvíl í friði, kæri vinur.
Ragna Sveinbjörnsdóttir.
Sigurður Hjálmar
Gústafsson