Morgunblaðið - 09.01.2020, Síða 51

Morgunblaðið - 09.01.2020, Síða 51
MINNINGAR 51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. JANÚAR 2020 ✝ Ásthildur Páls-dóttir fæddist 5. október 1925 í Vatnsfirði við Ísa- fjarðardjúp. Hún lést á hjúkrunar- heimilinu Grund 31. desember 2019. Fjögurra ára flutti hún að Þúfum í Vatnsfjarðardal ásamt foreldrum sínum, Páli Páls- syni og Björgu Andrésdóttur. 1959 tók hún við búsforráðum þar ásamt eftirlifandi maka sín- um, Ásgeiri Svanbergssyni. Börn Ásthildar eru sex. Þau eru: 1) Bryndís. Maki hennar er Vilbergur Stefánsson. Hún á Ragnheiði Bergdísi, Pál Björg- vin og Kjartan Hávarð. 2) Björg. Maki: Gunnbjörn Ólafs- son. Hún á Ásgeir, Kristínu Sif og Drífu. 3) Gísli Svanberg. Maki: Margrét Sigrún Jóns- dóttir. Hann á Ilmi Dögg og Orra Frey. 4) Páll Ásgeir. Maki: Rósa Sigrún Jónsdóttir. Hann á Lilju Dröfn og Lindu Björk. 5) Hrafney. Maki: Bjarni Már Gísla- son. Hún á Jóhönnu og Sverri Má. 6) Þorbjörg. Maki: Bjarni Gautason. Hún á Arnþór, Söru Björgu og Snjólaugu Völu. Barna- barnabörnin eru 21. 1973 fluttu Ásthildur og Ás- geir til Kópavogs og bjuggu eft- ir það að Skólagerði 17. Hún starfaði í Ora og Álafossi, prjónaði peysur og seldi og fékkst við ýmislegt þar til hún fór á eftirlaun 67 ára. Þegar heilsu hennar hrakaði flutti hún á hjúkrunarheimilið að Grund. Útför Ásthildar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 9. janúar 2020, klukkan 13. Móðir okkar, Ásthildur Páls- dóttir frá Þúfum í Reykjarfjarð- arhreppi hinum forna, kvaddi þetta líf á síðasta degi ársins og hélt í sumarlandið, eins og hún hafði lengi óskað sér. Fyrir rúm- um fjórum árum hrakaði heilsu hennar svo mikið að við tók sjúkrahúsvist, síðan nokkrar vik- ur á Vífilsstöðum og um mitt sum- ar 2015 fékk hún inni á hjúkrun- arheimilinu Grund. Þetta voru mikil viðbrigði fyrir hana og okk- ur öll því pabbi varð eftir heima, enda ögn betri til heilsunnar. Mamma var ekki sátt við þessa ráðstöfun í fyrstu en gerði sér fljótlega grein fyrir að ekki voru aðrar leiðir færar. Hugurinn var alltaf heima í Skólagerði og þegar skammtímaminninu fór að hraka var oft talað í vestur að Þúfum þar sem hugurinn var löngum og hún mundi flest úr gamla tíman- um vel. Þannig rifjaðist margt gamalt upp í heimsóknum og ým- islegt kom upp úr dúrnum sem við systkinin höfðum aldrei heyrt. Mömmu leið vel á Grund því starfsfólkið þar var hvert öðru betra og kappkostað var að vel færi um hana og hún hefði allt sem þyrfti. Hún hafði oft orð á því í heimsóknum hvað allir væru góðir við hana og viðurgerningur var henni mjög að skapi. Við fundum þetta og sáum og viljum færa öllum sem að aðhlynningu hennar komu okkar innilegustu þakkir. Flestar minningar okkar tengjast afskekktu sveitinni okk- ar þar sem við uxum úr grasi. Við lærðum að lesa og hlusta, vinna og sinna, þraukuðum köld sumur og harða vetur en oft var líka gott veður og glatt á hjalla. Í okkar litla heimi var mamma miðja sólkerfisins og við sner- umst öll í kringum hana hvert á sínum sporbaug. Þar voru sólskinsdagar og svörtu og hvítu flísarnar á gólfinu glansa í minningunni. Óskalög sjúklinga óma í útvarpinu yfir húsverk, skyldur og verkefni sem allir taka þátt í. Mamma stjórnar öllu innanhúss bæði verkum og stemningu sem oft er hávær og glöð. Það er best að hlýða mömmu og fara að fyrirmælum hennar því hún hikar ekki við að segja manni umbúðalaust hvað má betur fara. Þar voru langir vetrardagar við inniverk og prjónaskap og þá gat verið gott að hnipra sig saman undir saumavélinni og hlusta á framhaldsleikritið í útvarpinu meðan hríðin lemur bæinn. Mamma sussar á okkur og sendir einhvern eftir svörtu og sykur- lausu kaffi í óbrjótandi glasi og heldur áfram að vinna og hlusta. Á seinni hluta ævinnar flutti mamma úr rafmagnsleysi og fá- sinni sveitarinnar til höfuðborg- arinnar og undi því vel. Hún var félagslynd og glaðsinna og fann sig vel í hópi samverkakvenna og vinkvenna á stórum vinnustöðum eins og ORA og Álafossi. Hún sótti menningarviðburði af lifandi áhuga og elju með sérstakri áherslu á tónleika og óperuflutn- ing. Hún hélt áfram að baka og bjástra og heimili hennar og pabba varð samkomustaður og hjarta fjölskyldunnar meðan þeim entist heilsa og kraftur. Að leiðarlokum er okkur systk- inum efst í huga þakklæti fyrir gott uppeldi og langa og gefandi samfylgd, virðing fyrir ævistarfi móður okkar og eftirsjá eftir liðn- um góðum dögum. Systkinin frá Þúfum, Bryndís, Björg, Gísli, Páll Ásgeir, Hrafney og Þorbjörg. Tengdamóðir mín kær, Ást- hildur Pálsdóttir, er fallin frá á 95. aldursári. Kynni mín af Ástu hóf- ust fyrir tæplega fjórum áratug- um þegar við Þorbjörg, yngsta dóttir Ástu og Ásgeirs, fórum að draga okkur saman. Ásta var glaðvær, hrifnæm og örlát mann- eskja og sannkallaður dugnaðar- forkur, eins og margir sem af henni eru komnir. Það var alltaf notalegt að koma heim til þeirra hjóna í Skólagerði. Heimili Ástu og Ásgeirs var um árabil miðpunktur samskipta og samveru í stórfjölskyldunni. Um hádegisbil á sunnudögum var nokkuð víst að þar mátti hitta á skyldmenni úr efri og ytri byggð- um höfuðborgarinnar eða af landsbyggðinni og fá sér vel af hrygg eða læri með tilheyrandi meðlæti. Jóladagur var síðan al- veg sérstakur því þá mættu allir sem vettlingi gátu valdið í Skóla- gerði um hádegisbil í hangikjöt og uppstúf og nutu síðan samveru um eftirmiðdaginn gjarnan við spil og leiki. Margt var um mann- inn í Skólagerði þessa daga og Ásta tók beint eða óbeint þátt í öllu sem fram fór og sá til þess að allir hefðu nóg að bíta og brenna. Ég man varla eftir öðru en að Ásta hafi setið við eitthvert hand- verk í þessum heimsóknum. Það voru peysur, vettlingar og húfur sem þurfti að prjóna á börn, ömmubörn og tengdabörn. Alltaf var Ásta að. Ásta og Ásgeir voru ræktarsöm og höfðu alltaf mikinn áhuga á viðfangsefnum og fram- gangi barnabarnanna. Heimsókn Ástu og Ágeirs til okkar Þorbjargar og barnanna í Edmonton í Kanada er mér of- arlega í huga. Þetta var fyrir um aldarfjórðungi og var þetta fyrsta utanlandsferð Ástu. Ásta og Ás- geir nutu sín vel í þessari vest- urför. Ásta eyddi dögunum með dóttur sinni og barnabörnunum þremur sem fylgdu ömmu sinni hvert fótmál. Við heimsóttum þá m.a. hús Stefáns G. Stefánssonar skálds við Tindastól (Markerville) á ægifögrum sumardegi og veit ég að sá dagur var Ástu mjög minnisstæður. Ég kveð Ástu með þökk fyrir vináttu, umhyggju og stuðning í áranna rás, við okkur Þorbjörgu og börnin okkar þrjú. Bjarni Gautason. Við systkinin minnumst ömmu Ástu og heimsóknanna til þeirra Ásgeirs afa í Skólagerðið með mikilli hlýju enda fengum við allt- af góðar móttökur. Við vorum mjög dugleg að heimsækja þau sem börn en þegar unglingsárin skullu á leið lengra á milli. Þegar við hugsum til baka til þessa tíma rifjast upp vel útilátið hlaðborð kræsinga sem beið manns inni í eldhúsi og eru rjómapönnukök- urnar hennar ömmu þær bestu sem við höfum smakkað. Í Skóla- gerðinu var stöðugur gestagang- ur um helgar og varð heimili þeirra afa staður sem sameinaði þessa stóru fjölskyldu. Ef maður vildi hitta einhvern var nóg að mæta bara því það var alltaf ein- hver í heimsókn, útidyrnar aldrei læstar, alltaf heitt á könnunni. Við getum hæglega séð fyrir okkur ömmu, sitjandi í stólnum sínum, umkringda fallegum hannyrðaverkefnum, dagblöðum dagsins, útvarpið ekki langt frá – og það var alltaf í gangi. Eins hafði hún nálægt sér geisladiska með óperum m.a. en þær dáði hún mjög. Amma knúsaði mann í kaf og vildi heyra allt sem á daga manns hafði drifið. Amma var mjög hreinskilin, fylgdist vel með stjórnmálum og lá ekki á skoðun- um sínum. Ef amma vildi segja manni eitthvað um hvernig mað- ur ætti t.d. að lifa lífinu að þá gerði hún það umbúðalaust. Fyrir allt þetta og góðar minningar er- um við þakklát. Ilmur Dögg og Orri Freyr. Með sorg í hjarta, hlýju og von kveð ég ömmu Ástu; sorg yfir því að þú sért farin frá okkur öllum, von um að þú sért komin á betri stað. Þegar maður kom til ömmu og afa í Kóp þá sat amma í stólnum sínum og hlustaði ævinlega á út- varpið, hún hlustaði á allar fréttir, umræður, dægurmálaþætti og skemmtiþætti. Þegar þessi þáttur var búinn var drifið í að skipta á næsta þátt á næstu stöð enda var amma með allt á hreinu, hafði skoðanir á flestu eða bara öllu og hvatti mann til að hafa skoðun. Toppurinn á tilverunni þegar maður var barn var að fá 50-kall frá ömmu, fara út í sjoppu og fá bland í poka og „velja“ sjálfur, þá valdi maður litla gúmmíið sem var á 50 aura og þá fékk maður sko mest óháð því hvort það var gott eða vont nammi Elsku amma mín, ég kveð þig með hlýju í hjarta og allar fallegu minningarnar, þakklæti og heita ósk um að þú hittir einhverja við- ræðugóða vini eins og þú varst í sumarlandinu. Frétti að Þórður nágranni þinn til margra ára væri nýkominn – spurning hvort þið séuð enn nágrannar? Þitt barnabarn, Jóhanna Bjarnadóttir. „Eru þetta Lilja mín og Linda mín?“ Þetta sagði amma Ásta alltaf þegar við komum inn um dyragættina í Skólagerði og voru móttökurnar hlýjar og beint frá hjartanu. Nú er hún fallin frá. Amma Ásta flutti á mölina 1973, þá 48 ára gömul, en fram á þann dag hafði hún eytt ævinni í sveitinni sinni Þúfum vestur í Ísa- fjarðardjúpi. Það fór aldrei framhjá neinum sem ræddi við ömmu hvaðan hún kom og talaði hún alla tíð mikið vestur eins og hún orðaði það gjarnan. Hins vegar átti vel við ömmu að búa í þéttbýlinu. Hún var eins og barn í sælgætisbúð því hún unni menningu og mannamótum, enda mannblendin mjög. Það var henni dýrmætt að hafa leikhúsin og aðra menningarstaði í ná- grenninu og lét hún sig ekki vanta á nokkra leiksýningu eða tónleika sem í boði voru á meðan heilsan leyfði. Amma var einstaklega hlý, glaðvær, fjölskyldurækin og for- vitin. Áhugi hennar á samfélaginu var mikill og fylgdist hún vel með öllu, hvort sem um var að ræða menningu, stjórnmál, íþróttir eða annað. Það var því oft stoppað lengi við í Skólagerðinu því fara þurfti yfir mál málanna með ömmu og stikla á því helsta sem var í fréttum. Það voru oft líflegar umræður enda sat hún ekki á skoðunum sínum. Að koma í Skólagerði var alltaf eins og að koma í skjól. Okkur var tekið opnum örmum, hvort heldur sem stoppið var óvænt eða ekki. Amma átti alltaf kaffi og með því eins og sveitafólks er siður, og var gjörn á að setja saman fyrir okk- ur skonsubrauðtertu því hún gleymdi því aldrei að þær voru í uppáhaldi. Amma skilur eftir sig mikið af góðum minningum sem við systur getum deilt með dætrum okkar, Silju Björk, Oliviu Dögg og Berg- rós Lilju. Hvíl í friði elsku amma. Ljós þitt og hlýja lifir með okkur. Linda og Lilja Pálsdætur. Í dag kveð ég eina af mínum fyrirmyndum í lífinu, hana ömmu Ástu eða Drekann eins og við í fjölskyldunni kölluðum hana í seinni tíð. Drekinn bara einhvern veginn lýsir henni svo vel án þess að ég geti útskýrt það almenni- lega. Kjarnyrtur og stoltur kven- skörungur að vestan, meira að segja úr Inndjúpinu, það er ennþá betra. Amma mín mátti reyna ýmis- legt í lífinu en tók því öllu af seiglu og æðruleysi. Hún var líka bara svo skemmtileg, mikill töffari og gaman að spjalla og rökræða við hana. Amma elskaði ferðalög, óperu, leikhús, bíó, tónlist, íþróttir, tísku og pólitík. Hún var vel að sér í öllu og alltaf með puttann á púlsinum. Við bjuggum sín í hvorum landshlutanum en þegar tækifæri gafst fór ég með henni í bíó, leik- hús eða á tónleika og þvílíkt sem það var gaman hjá okkur. Stór partur af ferðinni var að skoða mannlífið. Amma var líka svo hrifnæm að ef henni líkaði sýn- ingin fór það ekki fram hjá nein- um í salnum. Og hún var sann- arlega ekki góð í að hvísla! Hún amma mín kenndi mér margt í okkar spjalli og mörg orðatiltæki og lífsspeki sem ég nota í lífinu kemur beint frá henni. Í Skólagerði er ég ennþá kölluð Ragnheiður litla þó ég sé orðin fimmtug og finnst mér það ósköp notalegt. En þegar ég verð stór ætla ég að verða Dreki. Far í friði, amma mín, og takk fyrir allt og allt. Þín Ragnheiður Bergdís Bryndísardóttir. Ásthildur Pálsdóttir HINSTA KVEÐJA Við kveðjum Ásthildi mágkonu okkar í dag. Í okkar huga svo mikil manneskja, svo sterk, kær- leiksrík, hlý og góð. Hún tók okkur öllum opnum örmum alla tíð, svo gott að vera í návist hennar. Við þökkum fyrir það allt, sem hún gaf okkur. Þökkum sérstaklega fyrir þann stuðning sem hún veitti foreldrum okkar. Við kveðjum með söknuði og umfram allt þakklæti. Ásgeiri bróður okkar og fjölskyldu hans sendum við innilegar samúðarkveðjur. Gísli, Ingibjörg, Erla Guðný og Þorbjörg. ✝ SigurðurMagnús Magn- ússon fæddist á Bolungarvík hinn 8. maí 1936. Hann lést á Heilbrigð- isstofnun Austur- lands í Neskaup- stað 31. desember 2019. Hann var sonur hjónanna Magnúsar Ágústs Haraldssonar frá Bolungarvík, f. 24. ágúst 1905, d. 15. ágúst 1997, og Sigríðar Níelsínu Níelsdóttur, f. 17. október 1900, d. 2. nóvember 1961. Þau bjuggu allan sinn búskap á Bolungarvík. Sigurður kvæntist 16. maí 1959 Guðrúnu Aðalbjörgu Halldórsdóttur frá Eskifirði. Börn þeirra eru: 1) Bryndís Fjóla, f. 20. nóvember 1957, maki Þorbergur Níels Hauks- son, f. 11. nóvember 1954. Börn þeirra: Berglind, f. 18. mars 1975, sambýlismaður Sigurjón Örn Stefánsson. Börn hennar eru Aþena Ýr, Venus Sara og Atlas Þór; Sigurður Magnús f. 1. ágúst 1980, sam- býliskona Sigrún Björnsdóttir. Börn hans eru Baldvin Hrafn, Þorbergur Níels og Michael Fjólar. 2) Magnús Ómar, f. 15. ágúst 1960, maki Rósamunda Karlsdóttir, f. 31. maí 1961. Börn þeirra: Sölvi Fann- ar, f. 10. október 1983, sonur hans er Elmar Leví; Grétar Örn, f. 1. febrúar 1986; Aníta Ösp, f. 29. apríl 1990, sam- býlismaður Freyr Guðnason, sonur þeirra er Ómar Loki; Eva Rún f. 1. maí 1994. 3) Brynjar, f. 25. apríl 1966, maki Þórhildur Þórhallsdóttir, f. 20. desember 1967. Hún á tvær dætur. Brynjar á eina dóttur: Lovísu, f. 7. ágúst 1998, og tvær stjúpdætur: Öglu Guðbjörgu, f. 15. desem- ber 1993, og Agnesi Ýri, f. 16. október 1988, börn hennar eru Guðbjörn Nökkvi, Jökull Máni og Margrét Bára. Sigurður og Guðrún kynnt- ust árið 1956 á Hornbjargi þar sem þau unnu bæði. Hann var þar að síga í björg og hún var ráðskona. Sigurður lauk Stýri- mannaskólanum 1961 og þá fluttu þau til Eskifjarðar þar sem þau settust að og hann byrjaði sinn skipstjóraferil. Útförin fer fram frá Eski- fjarðarkirkju í dag, 9. janúar 2020, klukkan 14. Það voru gæfurík spor fyrir marga þegar Sigurður Magnús- son fluttist austur á Eskifjörð ungur maður. Bæði var það svo fyrir okkur sem tengdust honum fjölskylduböndum þegar hann tók saman við yngstu systur mína, Guðrúnu, og ekki síður fyr- ir útveg og atvinnulíf fyrir austan og þá fjölmörgu sem störfuðu með honum til sjós. Það sýndi sig fljótt að Sigurð- ur mágur minn var góður sjó- maður, Bolvíkingur. Hann bjó að góðu veganesti að vestan og hafði verið á vertíð í Vestmannaeyjum. Að loknu námi í Stýrimannaskól- anum var hann stýrimaður hjá mér á Vattarnesinu. Það var verðskuldað að honum væri síðar falið að taka við skipstjórn á fleiri skipum Hraðfrystihúss Eski- fjarðar, þ.m.t. á Hólmanesinu, nýjum skuttogara sem hann sótti til Spánar og kom með til lands- ins laust fyrir miðjan áttunda áratuginn. Þar átti hann farsæl- an feril sem fiskinn og áreiðan- legur skipstjóri allt þar til Hólmanesið var selt um 1997. Þá fór Siggi í land, búinn að skila sínu. Með okkur tókust traust fjöl- skyldu- og vinarbönd. Siggi var fjölskyldurækinn maður og hugsaði vel um sitt fólk. Verkin, sama hvers eðlis þau voru, léku í höndunum á honum, og þau hjón- in saman, hann og Guðrún, bjuggu sínu fólki gott líf. Milli okkar tveggja og okkar fólks voru traust bönd alla tíð. Bæði vorum við mágar samstiga, en ekki síður þær Guðrún systir mín og Ragnhildur kona mín. Þær voru nánar vinkonur, og fyrir það er ég þakklátur. Nú er komið að leiðarlokum og ég leyfi mér að gera orð Arnar Arnarsonar að mínum: Kjós þér leiði, vel þér veiði. Valin bíður skeiðin þín. Sigurðar Magnús- sonar verður ætíð minnst með virðingu og af hlýhug. Árni Halldórsson. Í dag kveðjum við með mikl- um trega Sigurð Magnússon eða Sigga hennar Gunnu eins og við kölluðum hann oftast. Það var fyrir rúmum sextíu árum sem Siggi kom inn í fjöl- skylduna okkar á Hlíðarenda þegar hann giftist Gunnu móð- ursystur minni. Alla tíð síðan hefur hann sýnt okkur fjölskyld- unni hlýju og góðvild og verið einn af okkar bestu vinum. Á unglingsárum Sólveigar voru þær ófáar ferðirnar sem hann keyrði vinkonuhópinn á böll. Skipti þá engu máli hvort böllin voru á Reyðarfirði eða Fá- skrúðsfirði, Siggi skutlaði og var svo mættur að dansleik loknum til að sækja hópinn. Þegar við hjónin giftum okkur 1974 þá voru það Siggi og Gunna sem voru svaramenn okkar. Árni var með Sigga skipstjóra til sjós, fyrst á Krossanesinu, þá Hólmatindi og loks á Hólmanes- inu. Varð úr mikill vinskapur sem hélst alla tíð. Mikill samgangur hefur alla tíð verið á milli okkar og Sigga og Gunnu, málin rædd og kaffið drukkið. Ekki má gleyma Þor- láksmessuskötunni hjá þeim hjónum þar sem margt var um manninn og vel veitt enda var Siggi Bolvíkingur og kunni svo sannarlega að halda skötuveislu. Siggi varð þeirrar gæfu að- njótandi að eiga góða og trausta fjölskyldu og það var ánægjulegt að sjá hve hamingjusöm og ánægð þau Gunna voru með hvort annað. En komin eru leiðarlok og lífsins kerti brunnið, og þín er liðin æviönn, á enda skeiðið runnið. Í hugann kemur minning mörg og myndir horfinna daga, frá liðnum stundum læðist fram mörg ljúf og falleg saga. (Höf. ók.) Með þessum fátæklegu orðum kveðjum við góðan vin okkar Sig- urð Magnússon. Blessuð sé minning hans. Elsku Gunna og fjölskylda, við sendum ykkur okkar innilegustu samúðarkveðjur. Sólveig og Árni. Sigurður Magnús Magnússon Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.