Morgunblaðið - 12.03.2020, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 12.03.2020, Qupperneq 1
F I M M T U D A G U R 1 2. M A R S 2 0 2 0 Stofnað 1913  61. tölublað  108. árgangur  Bláber 125 gr 299KR/PK ÁÐUR: 458 KR/PK Kjúklingalundir Danpo - 700 gr 1.199KR/PK ÁÐUR: 1.999 KR/PK EITTHVAÐ FYRIR ALLA Í VERSLUNUM NETTÓ UM HELGINA! Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 12. - 15. mars -40% -50% -40% Bayonne skinka Kjötsel 1.199KR/KG ÁÐUR: 1.999 KR/KG VILL EFLA ÍSLENSKA LEIKRITUN FIMMTUGS- AFMÆLIÐ Í SÓTTKVÍ ATVINNUBLAÐ MORGUN- BLAÐSINS MARTA NORDAL 26 FINNA VINNU 8 SÍÐURMAGNÚS GEIR 64 Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, tilkynnti í gær að stofnunin skilgreindi nú útbreiðslu kórónuveir- unnar sem heimsfaraldur. Sagði Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri WHO, að yfirlýs- ingin myndi ekki breyta því hvernig brugðist yrði við veirunni, en hann hvatti um leið ríki heims til að láta meira til sín taka til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu faraldursins. Bandarísk stjórnvöld íhuga nú hvort rétt sé að setja bann við öllum ferðamönnum frá ríkjum Evrópu vegna faraldursins. Ken Cuccinelli, starfandi framkvæmdastjóri heima- varnaráðuneytis Bandaríkjanna, sagði í gær við þingnefnd fulltrúa- deildar Bandaríkjaþings að vandinn væri einstakur og snerist meðal ann- ars um það hvort líta ætti á Evrópu sem eina heild vegna Schengen- svæðisins. „Þetta er ekki á því stigi enn að beita þurfi lögum til að hamla ferðum [frá Evrópu]. En það er til skoðunar,“ sagði Cuccinelli. Rúmlega þúsund tilfelli veirunnar hafa verið staðfest í Bandaríkjunum og hugðist Donald Trump Banda- ríkjaforseti ávarpa þjóð sína í nótt til að kynna frekari viðbrögð Banda- ríkjastjórnar gagnvart faraldrinum. Danir loka öllum skólum Dönsk stjórnvöld tilkynntu í gær- kvöldi að öllum menntastofnunum þar í landi yrði lokað í tvær vikur frá og með morgundeginum, föstudegi. Tilfellum í Danmörku fjölgaði um 442 í gær og hafa nú 1.303 smitast af kórónuveirunni þar í landi. Þá hafa dönsk stjórnvöld ákveðið að meiri- hluti opinberra starfsmenn verði sendur heim frá vinnu næstu tvær vikurnar. Sænsk stjórnvöld tilkynntu í gær um fyrsta dauðsfallið af völdum veir- unnar á Norðurlöndum, en um var að ræða sjúkling á efri árum sem var með undirliggjandi sjúkdóma. Íhuga að loka á Evrópu  Bandaríkin hyggjast herða aðgerðir  Kórónuveiran skilgreind sem heimsfaraldur  Víðtækar lokanir í Danmörku  Fyrsta dauðsfallið á Norðurlöndunum í Svíþjóð MKórónuveira »2, 4, 6, 8, 18, 40 og 42 Alls höfðu 90 tilfelli kórónuveirunnar verið stað- fest hér á landi þegar Morgunblaðið fór í prent- un í gær og rúmlega 700 einstaklingar voru í sóttkví. Kórónuveirufaraldurinn nær nú til 113 landa, og hafa rúmlega 124.000 tilfelli komið upp á heimsvísu. Þar af voru rúmlega 80.000 í Kína, þar sem faraldurinn kom fyrst upp, en um 12.000 manns höfðu smitast á Ítalíu. Rúmlega 4.500 hafa látist af völdum veirunnar. KÓRÓNUVEIRU- FARALDUR 90 staðfest tilfelli kórónuveirusmits á Íslandi 700+ einstaklingar í sóttkví 113 lönd með staðfest tilfelli 124.101 tilfelli á heimsvísu 4.566 látnir af völdum kórónuveirunnar Kórónuveirufaraldurinn heldur áfram að breiðast út AFP Samkvæmt greiningu Ferðamála- stofu fækkaði brottförum erlendra farþega um 13% í janúar og um 11% í febrúar, miðað við fyrra ár. Alls komu 1.986 þúsund erlendir ferðamenn til landsins um Kefla- víkurflugvöll í fyrra. Ef þeim fækkar jafn mikið í ár og fyrstu tvo mánuði ársins munu um 200 þúsund færri erlendir ferðamenn koma í ár. Jakob Rolfsson, sérfræðingur hjá Ferðamálastofu, segir mikla óvissu um þróunina í ferðaþjónustu. Því skorti forsendur til að leggja mat á hugsanlegt tekjutap greinarinnar vegna kórónuveirunnar. Samkvæmt samantekt Hagstofu Íslands námu tekjur af erlendum ferðamönnum hérlendis og erlendis alls um 470 milljörðum í fyrra. Það var um 50 milljarða samdráttur milli ára en WOW air hætti rekstri 28. mars fyrra. Ef 10% samdráttur verður í ferðaþjónustu vegna kórónuveirunnar tapast 50 millj- arðar til viðbótar. »10 Morgunblaðið/Eggert Icelandair Mikil óvissa er í fluginu. Flugið í uppnámi  Útlit fyrir tug- milljarða samdrátt  Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands tilkynnti í gær að hún hefði ákveðið að lækka stýrivexti bank- ans um hálft prósent. Á kynning- arfundi Seðlabankans í gær kom fram að efnahagsspá bankans sem kynnt var í febrúar væri nú einfald- lega „úrelt“, en þá var gert ráð fyr- ir að hagvöxtur á árinu yrði 0,8%. Sagði Ásgeir Jónsson seðlabanka- stjóri að bankinn ætti erfitt með að gera sér grein fyrir hvert ástandið væri vegna kórónuveirufarald- ursins. Landsbankinn ákvað að lækka vexti íbúðalána í kjölfar ákvörðunarinnar og aðrir bankar íhuga hið sama. »2 og 36 Efnahagsspá Seðla- bankans „úrelt“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.