Morgunblaðið - 12.03.2020, Síða 4

Morgunblaðið - 12.03.2020, Síða 4
KÓRÓNUVEIRUFARALDUR Á ÍSLANDI4 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 www.danco.is Heildsöludreifing Ostakaka Caramel-Brownie Handunnar Falafel bollur Ljúffengar franskar makkarónur Mini Beyglur með fyllingu Mini Club samlokur Petit Four sælkerabitar Vegan samósur Canape snittur Vefjur með fyllingu Danco hefur allt til að auðvelda veitingarnar hvort sem er í veisluna, mötuneytið, kokteilboðið, skólaeldhúsið, alls staðar. Forréttir, pizzur, smáréttir, forskornar tertur og fleira. Ljúffengt... ...hagkvæmt og fljótlegt Veisluþjónustur Veitingahús - Mötuneyti Ný vefverslun fyrir fyrirtæki og verslanir á www.danco.is Fjölbreytt úrval af matvöru og veisluréttum Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Alls höfðu 90 manns greinst með kórónuveiruna sem veldur öndunar- færasjúkdómnum COVID-19 hér á landi um kvöldmatarleytið í gær. 35 smit má rekja til Norður-Ítalíu, 29 til Austurríkis, fjögur til Sviss og eitt til Asíu. Þá eru innanlandssmit 15 og þriðja stigs smit fjögur. Óvissa er um uppruna tveggja smita. Þeir sem greinst hafa með veiruna hér- lendis eru á aldrinum eins til 76 ára. Fyrstu alvarlegu veikindin Karlmaður var í gær lagður inn á Landspítala vegna veirunnar og er það fyrsta tilfellið þar sem leggja þarf smitaðan einstakling inn á sjúkrahús vegna alvarlegra veik- inda. Fram hefur komið á upplýs- ingafundum almannavarna og land- læknis að hér á landi séu til 26 lungnavélar sem koma að notum ef smitaðir einstaklingar veikjast mikið. Þá eru einnig til minni vélar sem og ferðavélar sem hægt er að nota. Alls hafa rúmlega 700 einstakling- ar verið sendir í sóttkví. Þar af eru tveir starfsmenn landlæknis sem sendir voru í sóttkví en báðir aðilar höfðu umgengist einstakling sem reyndist smit aður af veirusjúk- dómnum COVID-19. Þá voru tveir kennarar og fimmtíu nemendur Menntaskólans við Hamrahlíð og þrír kennarar og tíu nemendur Ár- bæjarskóla sendir í sóttkví vegna veirunnar. Er nú unnið að því að út- víkka þann hóp sem sýni eru tekin hjá eftir því sem ástæða þykir til. Þá eykst líklega geta til þess þegar Ís- lensk erfðagreining kemur inn í það verkefni, en sýnataka fyrirtækisins hefst á morgun, föstudag. Efsta stig sóttvarnaráætlunar Björgunarmiðstöðin í Skógarhlíð var í gær færð upp á efsta stig í sótt- varnaáætlun. Þetta þýðir að frá og með miðnætti átti enginn utanað- komandi að fá að koma inn í björg- unarmiðstöðina sem hýsir meðal annars samhæfingarmiðstöð al- mannavarna, slökkvilið höfuð- borgarsvæðisins, Neyðarlínuna og fleira. Undanfarna daga hafa blaða- mannafundir í Skógarhlíð farið fram í gámi fyrir utan björgunarmiðstöð- ina en ekki innandyra eins og áður var. Fram kom á upplýsingafundi al- mannavarna og embættis landlæknis síðdegis í gær að samkomubann verði að setja í gildi á réttum tíma og á réttum stöðum til þess að það skili tilskildum árangri. Þá þurfi slíkt bann ekki endilega að ná til alls landsins til að byrja með. Sagði Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn að slíkt bann myndi ná til skóla og vinnu- staða. Þá kom fram á fundinum að ef ekkert yrði að gert myndi kórónu- veiran ganga yfir landið á tveimur til þremur mánuðum. Allt sé nú gert til að minnka álagið á hverjum tíma og af þeim sökum gæti ástandið vegna veirunnar varað lengur. Þá ítrekaði Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir að flestir sem smituðust fengju væg einkenni og að farið væri í aðgerðir til að vernda eldra fólk og viðkvæma hópa sem gætu veikst alvarlega. Skipti því ekki máli hversu margir heldur frekar hverjir fengju veiruna. Er áhættuhópum ráðlagt að forðast mannamót. Minni áhrif af lokunum skóla Hvað skólahald varðar sagði Þór- ólfur Guðnason sóttvarnalæknir að mikilvægt væri þó að hafa í huga að þegar skólum væri lokað í venjuleg- um faröldrum væri það gert vegna þess að börn væru oft mestu smit- berarnir, fengju verstu einkennin og pössuðu sig minnst. Hvað þessa tilteknu kórónuveiru varðaði gæti það verið öðruvísi vegna þess að börn fengju yfirleitt lítil sem engin einkenni og áhöld hefðu verið uppi um hvort þau smituðust jafn- auðveldlega af veirunni og aðrir. Smituðust börn síður af kórónu- veirunni hefðu lokanir skóla miklu minni áhrif en lokun annarra staða. Þriðja stigs smitin orðin fjögur  Alls hafa 90 manns greinst með veirusjúkdóminn COVID-19 hér á landi  600 eru nú í sóttkví  Björgunarmiðstöðin í Skógarhlíð hefur nú verið færð upp í efsta stig í sóttvarnaáætlun í fyrsta sinn Lönd með flest staðfest kórónuveirusmit Föstud. 28. febrúar Laugard. 29. febrúar Sunnud. 1. mars Mánud. 2. mars Þriðjud. 3. mars Miðvikud. 4. mars Fimmtud. 5. mars Föstud. 6. mars Laugard. 7. mars Sunnud. 8. mars Mánud. 9. mars Þriðjud. 10. mars Miðvikud. 11. mars 1 0 2 6 7 10 9 9 8 12 3 7 16 90 hafa greinst með smit 700 manns eru í sóttkví 830 sýni hafa verið tekin Staðfest kórónuveirusmit Fjöldi staðfestra kórónuveirusmita á Íslandi síðustu 13 daga Skv. tölum kl. 21.00 í gær Ísland Ítalía Suður-Kórea Íran Kína Fjöldi staðfestra smita 90 12.462 7.555 9.000 80.921 Smit á hverja milljón íbúa 247 207 146 108 57 Morgunblaðið/Eggert Sótthreinsað Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma D. Möller og Steinn Jóhannsson á fundi almannavarna í gær. Lilja Hrund Ava Lúðvíksdóttir Ragnhildur Þrastardóttir Embætti landlæknis hefur nú ákveðið að loka móttöku embættis- ins. Áfram verður símasvörun hjá embættinu frá kl. 10-12 og aftur frá kl. 13-16 virka daga og reynt verður að svara tölvupóstum eins hratt og mögulegt er. Í tilkynningu embættisins segir að landlæknir óski eindregið eftir því að þeir sem leiti upplýsinga í tengslum við kórónuveirufarald- urinn nýti sér upplýsingar á heima- síðu embættis landlæknis fremur en að hringja í embættið. Þá eru ein- staklingar sem gætu hafa verið út- settir fyrir smiti og finna fyrir veik- indum, til dæmis þeir sem hafa verið á áhættusvæði eða umgengist smit- aða, beðnir um að hringja í síma 1700 varðandi nánari upplýsingar og leiðbeiningar. Þá segir einnig í tilkynningunni að starfsmenn hafi gert sitt ítrasta til að sinna einnig öðrum verkefnum en að nú sé svo komið að loka verði móttökunni. Mun málsmeðferð vissra erinda því lengjast og verða hlutaðeigandi upplýstir til sam- ræmis. Biðlar embættið til fólks um að sýna biðlund í þeirri fordæma- lausu stöðu sem upp er komin. Munar um hvern starfsmann Þá staðfesti Kjartan Hreinn Njálsson, aðstoðarmaður land- læknis, í samtali við mbl.is í gær að tveir starfsmenn embættisins hefðu verið sendir í sóttkví. Spurður hvort ekki væri erfitt að missa tvo starfs- menn á slíkum álagstíma sagði Kjartan að það munaði um hvern starfsmann. „Eins og væntanlega hjá öllum stofnunum landsins og vafalaust fyrirtækjum líka. Við erum svo heppin og vel búin góðu starfs- fólki að við munum takast vel á við þetta.“ Landlæknir lokar móttöku sinni  Tveir starfsmenn sendir í sóttkví Morgunblaðið/Styrmir Kári Höfðatorg Landlæknisembættið er til húsa að Katrínartúni 2.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.