Morgunblaðið - 12.03.2020, Page 22
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Golfklúbbur Kópavogs og Garða-
bæjar stígur stórt skref í upp-
byggingu æfingaaðstöðu innan-
húss er nýtt húsnæði verður tekið
í notkun næsta haust. Þá verður
klúbburinn kominn með 24 golf-
herma, Trackmann, og segir Agn-
ar Már Jónsson, framkvæmda-
stjóri Golfklúbbs Kópavogs og
Garðabæjar, að hann viti ekki af
eins stórri og tæknivæddri að-
stöðu hjá golfklúbbi annars staðar
í heiminum.
Hver golfhermir
kostar um 10 milljónir
Framkvæmdir við nýtt æfinga-
húsnæði hófust síðasta haust og
hafa gengið vel í vetur. Reiknað er
með að húsinu verði lokað síðar í
þessum mánuði og síðan verður
unnið við frágang og uppsetningu
tækja fram á haustið. Húsið er um
830 fermetrar og heildarkostnaður
er áætlaður um 430 milljónir
króna með fjármagnskostnaði og
tækjum. Hver golfhermir er sjálf-
stæð eining og kostar um 10 millj-
ónir króna.
Nýja húsnæðið er á einni hæð
við vesturenda golfskálans, í raun
framlenging á jarðhæð hússins.
Þar verður alhliða aðstaða til æf-
inga, hægt að pútta og vippa, en
megináherslan verður á golfherm-
ana. Garðabær fjármagnar fram-
kvæmdina, en bæjarfélagið er að
reisa fjölnota íþróttahús í Vetrar-
mýri þar sem æfingasvæði golf-
klúbbsins var áður.
Flottustu vellirnir
í 20 stiga hita allt árið
GKG byrjaði með fjóra Track-
mann-golfherma fyrir þremur ár-
um, þeim var síðan fjölgað í níu í
fyrra og í haust voru auk þess
settir upp sex skermar í Kórnum
til að anna eftirspurn. „Eftir-
spurnin hefur verið mikil og stað-
an er þannig að það er erfitt að fá
tíma milli klukkan 17 og 22 fram í
maí og þeir tímar sem losna fara
fljótt,“ segir Agnar Már.
Spurður hvað vinnist með golf-
hermum umfram það sem fæst
með því að æfa utanhúss, segir
hann að öll greining á höggum
verði mjög nákvæm. Sveiflan sé
kortlögð, ferill kylfunnar, hvernig
kylfuhausinn sé nákvæmlega þeg-
ar hann snertir golfboltann, flug
boltans, rennsli og flest sem geti
nýst til að bæta sig í golfi. „Sam-
hliða því erum við að breyta golf-
inu í heilsársíþrótt, nú hættir fólk
að setja settin í geymslu yfir
veturinn heldur spilar flottustu
velli veraldar eða æfir sveifluna í
20 stiga hita og logni allt árið um
kring,“ segir Agnar Már.
„Erlendis er fylgst með því sem
er í gangi hjá okkur og í raun er
um frumherjaverkefni á heimsvísu
að ræða. Víða þykir sú nýting á
landi sem fer undir stórt æfinga-
svæði ekki merkileg og hér á
landi er það svæði ekki notað í
marga mánuði á ári. Erlendis
horfa menn einnig til vatnsbú-
skapar, umhverfismála og slíkra
þátta sem kannski skipta ekki
eins miklu máli hér.
Við notum tæknina til að
minnka það svæði sem fer undir
þessa starfsemi og erum að mestu
innandyra, en vorum einnig tíma-
bundið með golfherma utanhúss
þar sem menn slógu í net,“ segir
Agnar Már.
Nýtt æfingahúsnæði Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar Mikil aðsókn í golfhermana
Tæknivæddir frumherjar á heimsvísu
Ljósmynd/Agnar Már
Góð aðstaða Heldri kylfingar í GKG settu upp mót í aðstöðunni í golfskálanum í gærmorgun. Næsta vetur verða golfhermarnir orðnir 24.
Stækkun íþróttamiðstöðvar GKG
Grunnmynd 1. hæð
Stækkun 823,5 m² Eldra hús, 736 m²
22 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020
Í Trackmann-golf-
hermunum er hægt
að leika marga af
frægustu og eftir-
sóttustu golfvöllum
í heimi. Golfvöll
Kópavogs og Garða-
bæjar er nú að finna
í þessum hópi. Agn-
ar Már segir að það
sé í raun ótrúlegt að
geta leikið heima-
völlinn í golfherm-
inum.
Aðstæður skili sér
vel í herminum og sömuleiðis góðu höggin en líka þau sem eru verri.
„Menn höfðu reyndar á orði að fyrst eftir að búið var að setja völlinn
upp í tölvunni væru tvær flatir helst til of kúptar. Það var þó ekki mikið
mál að laga forritið og miklu aðveldara og ódýrara en í raunheimum,“
segir Agnar Már.
Heimavöllurinn í golfhermi
MARGIR MÖGULEIKAR
Framkvæmdir Vinna við nýju aðstöðuna hefur gengið vel í vetur.
Fuglar í sjónmáli Í golfi á fallegum haustdegi.
Morgunblaðið/Hari
Heill frumskógur af gæludýrum...
Í fiskana mig langar svo
að setja í búrið stóra
mamma segir þú færð tvo
en pabbi segir fjóra.
Kauptúni 3 | Garðabæ | Sími: 564 3364 | fisko.is
Opið laugardag 10-18 sunnudag 12-18
L i f and i v e r s l un
kíktu í heimsókn
Hundar Kettir Fiskar Fuglar Nagdýr